Rússneskir bloggarar ásökunum um bandaríska íþróttamenn eftir að hafa hakkað vef alþjóðasamtaka er berjast gegn lyfjamisnotkun íþróttamanna

WADA - eða World Anti Doping Agency, sakar rússneska hakkara um hakk á vef samtakanna: WADA Confirms Attack by Russian Cyber Espionage Group. En skv. því sem hakkararnir er virðast kalla sig Fancy Bear hafa dreift, sem WADA hefur staðfest að er rétt; tóku Serena Villiams, Venus Villiams og Simone Biles - lyf skv. heimild WADA, sem eru á bannlista samtakanna!

Russian Hackers Leak U.S. Star Athletes’ Medical Information

  1. Það sem þarf að hafa í huga er að -- sum bönnuð lyf er unnt að fá heimild samt sem áður til að nota; ef til staðar er sjúkdóms ástand eða annað líkamlegt ástand - sem skv. læknisráði krefst notkunar lyfs sem er á bannlysta!
  2. Það þarf auðvitað að hafa í huga --> Að þ.e. ekki sami hluturinn, að nota bannað lyf skv. heimild WADA!
    --Eða vera staðinn að því, að nota lyf sem er á bannlysta -- án heimildar!
  3. Óheimil notkun sem brotamaður leitast eftir að fela af fremsta megni -- er að sjálfsögðu fullkomlega réttlætanleg ástæða fyrir banni á viðkomandi íþróttamann!

Biles staðfesti á mánudag, að hún fengi lyf gegn athyglisbresti eða ADHD.

Nokkur fjöldi ofnæmislyfja er á bannlysta - og einnig lyf sem gjarnan eru notuð til að hjálpa íþróttamönnum að ná sér eftir - vöðvaáverka; og að auki fjöldi verkjastillandi lyfja.

  • Þarna er verið að gefa í skyn það að þekktir bandarískir íþróttamenn eigi það lyfjunum að þakka - árangur sinn!

Á hinn bóginn, það sem WADA fann út að Rússland er sekt um -- er þrautskipulagt svindl á Sochi leikunum í Rússlandi, þ.s. þvagsýnum rússneskra íþróttamanna var skipt út.

Rússneska leyniþjónustan, íþróttamálaráðuneyti Rússlands, sem og opinberar lyfjaeftirlitsstofur - voru beinir þátttakendur í því svindli.

Ekkert þessu sambærilegt hefur komist upp!
Síðan það komst upp eftir sameiningu Þýskalands -- að A-Þýskaland hafði svindlað með afar þrautskipulögðum hætti með notkun lyfja sérstaklega stera, á ólympýuleikum fyrri ára!

Einhvern veginn vissi maður þó, eða grunaði sterklega, því A-þýsku íþróttakonurnar sérstaklega í aflraunagreinum -- litu út eins og karlmenn sem stunda aflraunir.

  1. Að íþróttamenn fái að nota lyf á bannlista, skv. læknisráði og heimild WADA.
  2. Er ekki svindl!
  3. Þaðan af síður er það sönnun þess -- að Rússland sé beitt misrétti.

 

Niðurstaða

Það áhugaverða við hina rússnesku óhróðurs tilraun, er það - að málflutningurinn snýst um að sá þeirri hugmynd í huga fólks, að Alþjóða Ólympýunefndin - þar á meðal WADA; sé ekki síður spillt en íþróttamálayfirvöld innan Rússlands!

Sem í raun og veru gefur eftir þann punkt - að Rússland sé spillt!
--Ég verð ítrekað var við málflutning af því tagi, þ.s. leitast er við að halda því á lofti, að samfélag Vesturlanda og skipulag, sé alveg eins rotið og það rússneska!

Þetta er auðvitað dapurlegt þegar menn geta ekki lengur varið það sem þeir styðja með öðrum hætti! Menn vita að þeir hafa vondan málstað -- þegar þeir leitast við að teikna þá mynd, að aðrir séu eins slæmir og þeir aðilar sem þeir styðja!


Kv.


Bloggfærslur 14. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband