30.000 e-mailar Clintons - stormur út af engu!

Rétt að ryfja upp atriði úr yfirlýsingu James B. Comey, yfirmanns FBI: FBI Director Comey’s full remarks on Clinton email probe.

Eins og frægt er - afhenti Clinton 30þ. e-maila til FBI -- en sagðist hafa eytt 32þ. e-mailum, vegna þess að þeir hefðu verið - persónulegir, ekki í tengslum við starfið.

Í öllu þessu fári út af e-mailunum 30þ. sem var eytt -- hef ég engin haldbær rök séð nokkurs staðar fyrir því; að um augljóst brot í starfi hafi verið að ræða - er þeim var eytt.

Eða nokkur haldbær rök fyrir því, að Clinton hafi verið að leyna gögnum.

  1. Það á barasta - einhvern veginn, að vera -- augljóst.
  2. Þetta sé fyrirbærið, pólitískur stormur.

 

Höfum í huga, hve lágt hlutfall 30þ. e-maila sem voru afhentir, reyndust innihalda leyndargögn

"From the group of 30,000 e-mails returned to the State Department, 110 e-mails in 52 e-mail chains have been determined by the owning agency to contain classified information at the time they were sent or received."

--> M.ö.o. 0,37% innihalda gögn sem töldust leyndargögn á þeim tíma sem Clinton starfaði sem - utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

"Eight of those chains contained information that was Top Secret at the time they were sent..."

--> 0,026% innihalda háleynileg gögn, á þeim tíma sem hún var utanríkisráðherra Bandar.

  1. Hvað lág prósenta afhentra e-maila innihalda leyni-gögn!
  2. Er áhugavert í samhengi þessara eyddu e-maila.

En fólk þarf að nefna betri ástæðu þess, að það sé sannfært um að í hinum 30þ. eyddu e-mailum hafi verið að finna viðkvæm gögn.

En einungis þá, að viðkomandi sé í nöp við Clinton.

Eða að þeir séu sannfærðir, án þess að hafa fyrir því nokkur haldbær rök, að hún sé að ljúga.

 

Það sem þetta segir okkur, er að langsamlega megnið af e-mailum, hafi ekki innihaldið viðkvæm gögn eða leyndargögn!

FBI-telur sig ekki hafa fundið nokkra ástæðu til að ætla, að e-mailum hafi verið eytt -- til að leyna gögnum.

  1. "The FBI also discovered several thousand work-related e-mails that were not in the group of 30,000 that were returned by Secretary Clinton to State in 2014. We found those additional e-mails in a variety of ways. Some had been deleted over the years and we found traces of them on devices that supported or were connected to the private e-mail domain. Others we found by reviewing the archived government e-mail accounts of people who had been government employees at the same time as Secretary Clinton, including high-ranking officials at other agencies, people with whom a Secretary of State might naturally correspond."
  2. "With respect to the thousands of e-mails we found that were not among those produced to State, agencies have concluded that three of those were classified at the time they were sent or received, one at the Secret level and two at the Confidential level. There were no additional Top Secret e-mails found."
  3. "I should add here that we found no evidence that any of the additional work-related e-mails were intentionally deleted in an effort to conceal them."
  4. "Our assessment is that, like many e-mail users, Secretary Clinton periodically deleted e-mails or e-mails were purged from the system when devices were changed."

Eins og kemur fram -- kemdu starfsm. FBI-í gegnum e-mail þjóna Clintons, einnig þann sem tekinn hafði verið úr notkun.
Fjöldi e-maila sem ekki höfðu verið afhentir til FBI - fundust.

Í allri þeirri rannsókn - tókst FBI ekki að finna nokkrar vísbendingar, um tilraunir til að leyna upplýsingum.

  1. Ég sé ekki nokkra ástæðu að ætla, að FBI hafi kastað til hendinni við þessa rannsókn.
  2. Eða að FBI sé að verja Hillary Clinton.

--Rétt að hafa í huga, að allir notendur e-maila.
--Eyða e-mailum, sérhvert okkar gerir það reglulega!
--Engin ástæða að ætla að Clinton hafi hegðað sér með öðrum hætti.

Maður eyðir náttúrulega ekki þeim - sem maður veit að það þarf að varðveita.
Þ.e. aldrei hvort sem er unnt að treysta á það, að þó e-mail sé eytt.
Þá sé ekki unnt að framkalla eyddan e-mail aftur.

  1. Það auðvitað gerði FBI - í rannsókn sinni.
  2. Þannig að Clinton gæti aldrei treyst á það, að geta raunverulega leynt FBI upplýsingum, fyrst að allir þjónarnir voru afhentir.
  • Síðan auðvitað, gat hún aldrei heldur treyst því að FBI-gæti ekki komist yfir þá frá þeim sem hún hafði samskipti við.
    --Eða að FBI mundi ekki skoða þjóna þeirra.

Ekki hefur komið fram nákvæmlega hve marga e-maila FBI fann!

 

Niðurstaða

Málið um 30þ. tíndu e-mailana, sé að öllum líkindum fyrst og fremst pólitískt. Hafandi í huga að unnt er að framkalla að nýju - eydda e-maila. Þannig að eina leiðin til að vera viss að eyddum e-mailum sé varanlega eytt af diski -- sé að eyðileggja sjálfan harðdiskinn fullkomlega þar sem gögnin voru varðveitt. En þá getur vel verið að unnt sé samt sem áður að sækja þá e-maila til aðila sem höfð voru samskipti við. En starfsmenn FBI, rannsökuðu e-mail þjóna þeirra sem vitað var að höfðu verið í reglulegum samskiptum við Clinton.

Það væri þar með afskaplega áhættusamt fyrir Clinton - að ætla sér að leyna FBI upplýsingum, með þeirri aðgerð að eyða þeim. Þar sem að hún gæti aldrei verið viss, að FBI-gæti ekki samt nálgast þá e-maila!

Ég sé enga skynsama ástæðu til að efast um mat FBI-að ekki sé ástæða að ætla að gögnum hafi verið vísvitandi leynt.

  • M.ö.o. sé málið með tíndu e-mailana, eingöngu pólitískur stormur.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. ágúst 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband