Engin takmörk hve langt Trump getur sokkið? Nú kallar hann Clinton - djöful, og talar um kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar

Ákaflega sérstakt, að tala um kosningasvik -- 100 dögum fyrir kosningar!
En vanalega þegar slíkar ásakanir koma fram, gerist það að afloknum kosningum.
Trump: 'I'm Afraid' The General Election's 'Gonna Be Rigged'

""I'm afraid the election's gonna be rigged, I have to be honest," Trump told the crowd."

3-möguleikar koma upp í hugann!

  1. Trump sé með þessu, að leitast við að auka líkur á því að sem flestir stuðningsmanna hans, mæti til að kjósa.
    --Skapa tilfinningu spennu meðal þeirra.
  2. Gæti einnig verið tilraun til þess, að dreifa umræðu undanfarinna daga sem hefur verið Trump ákaflega óhagstæð -- eftir vægt sagt umdeilda sennu milli Trumps og foreldra hermanns er fórst í Persaflóastríði Bush forseta, er Trump virtist gera lítið úr móður hermannsins --> Sem er óhætt að segja að hafi ekki vakið lukku meðal bandar. þjóðarinnar.
  3. Og síðan - gæti hann hreinlega verið farinn að óttast að tapa kosningunum.
    Og sé farinn að undirbúa afsökun frammi fyrir eigin stuðningsmönnum -- að hann hafi í reynd ekki tapað, heldur hafi sigurinn verið tekinn af honum með svikum.

Alveg fullt af liði í kringum Trump - er væri fullkomlega tilbúið að trúa ásökunum um sviknar kosningar --> Burtséð frá því hvort nokkuð væri hæft í slíkum ásökunum.

Fyrir utan þetta, hefur Trump toppað öll ummæli tengd kosningabaráttu sem ég hef heyrt um, með eftirfarandi:
Trump calls Clinton 'devil,' warns of 'rigged' race, makes ISIS charge

"Speaking at a stop Monday night in Pennsylvania, Trump did not mince words as he also blasted Sanders for backing Clinton. “If he would have just not done anything, go home, go to sleep, relax, he would have been a hero. But he made a deal with the devil. She's the devil. He made a deal with the devil. It's true,” Trump said."

Augljóslega er Trump mjög pyrraður út í Sanders -- að hafa valið að styðja Clinton sem hinn skárri kost eða "lesser evil" - en ef Sanders t.d. hefði farið í sérframboð eru mjög miklar líkur að slíkt sérframboð hefði gert kosningasigur Trumps öruggan!

En nú -í ljósi ummæla þar sem hann talar um meint kosningasvik 100 dögum fyrir kosningar- þá er hann væntanlega nú -- enn pyrraðri en fyrr, gagnvart Sanders.

Kannski lísa ummælin um Clinton -- vonbrigðum Trumps.

Er hann ef til vill sjái sæng sína uppbreidda, í ljósi nýjustu skoðanakannana: Clinton extends lead over Trump to 8 percentage points: Reuters/Ipsos.

 

Niðurstaða

Ummæli Trumps um kosningasvik 100 dögum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, og ótrúlega hatrammleg ummæli um Sanders og Clinton þar sem Trump kallar Clinton -djöful- sem getur bent til biturðar. Séu ef til vill vísbendingar þess, að Trump sé að tapa voninni um sigur.

 

Kv.


Eðlilegt túlkun nýs viðtals við Trump virðist sú að Trump íhugi fullar sættir við Rússland þrátt fyrir yfirtöku á Krím, vilji sameina krafta með Rússum gegn ISIS

Tek fram að þessi túlkun er ekki endilega óhjákvæmileg - en óneitanlega freystandi miðað við hvernig Trump svarar spurningum GEORGE STEPHANOPOULOS.

  1. Best að nefna strax - að Trump hefur ekki enn skilgreint nákvæmlega - hvað hann akkúrat vill, er hann segir -- NATO lönd ekki borga Bandaríkjunum.
    -Sem hann ítrekar þarna að neðan.
    -Segir síðan, NATO lönd vera að notfæra sér góðvilja Bandaríkjanna.
    **En Trump hefur sagt, skýrt, að hann muni ekki verja NATO land, sem ekki hafi borgað!
    Enn vantar skilgreiningu hans á þeirri -- fjárkröfu!
    --En þ.e. alveg full ástæða að gagnrýnendur Trumps gagnrýna hann fyrir þetta --> En mun NATO virkilega standast það, ef aðstoð Bandaríkjanna er skilyrt --> Beinni fjárkúgun?
  2. Það er síðan athyglisvert hvernig hann bregst við því, er Stephanopoulos -- spyr hvort að Bandaríkin eigi að beygja sig fyrir Rússum út af Krím --> Og Trump hafnar því að hann beygi sig!
    --En ítrekar síðan, hversu gott það væri að eiga gott samstarf við Rússland, t.d. vegna ISIS.
    **Og síðan fyrir rest - viðurkennir Trump að hann íhugi að viðurkenna yfirráð Rússa yfir Krím.
  3. Svo ítrekar hann það í frekari svörum að gott væri að vera vinur Rússa, er hann fullyrðir að bandarískir herforingjar hafi brugðist í baráttunni við ISIS.
    __En rétt er að nefna, að fram að þessu hafa Bandaríkin beitt sér afar takmarkað, þ.e. A)Með loftárásum, B)Með sérsveitum er aðstoða vinveittar sveitir Kúrda, og að einhverju leiti einnig hersveitir stjórnarinnar í Bagdad, C)Með vopnasendingum til Kúrda.
    **En Bandaríkin hafa ekki sent her til Mið-austurlanda, til þess að berjast við ISIS.
  4. Það vekur því spurningar --> Hvernig Trump hyggst sigrast á ISIS, í samstarfi við Rússland.
    Ályktun er virðist blasa við, ef mið er tekið af svörum Trumps.
    **En freystandi er að álykta að Trump muni senda herlið.
  • Sem væri óneitanlega áhættusamt!
  • En Rússland í samhengi Sýrlands átakanna, er greinilega bandamaður Írans - Hezbollah og Alavi minnihlutastjórnarinnar í Damascus.
    --Þetta færir átökunum mjög sterkan -- trúarbragða stríðs keim.
    --Þegar haft er í huga, að uppreisnarmenn eru án undantekninga -- Súnní Íslam trúar.
    **Og þeir eru studdir af Súnní Araba löndum við Persaflóa -- sem standa í átökum við Íran um stóran hluta Mið-austurlanda.
  • Bandaríkin, vegna þess að Flóa Arabar og Saudi Arabar eru mikilvægir bandamenn, og aðstaðan við Persaflóa er strategískt mikilvæg fyrir Bandaríkin --> Hafa ekki viljað styggja þau lönd --> Með því að virðast taka afstöðu gegn þeim í átökum þeirra við Íran.

Hvernig Trump mundi ætla m.ö.o. að fara í herför með Rússum!
Án þess að valda meiriháttar upplausn samskipta Bandaríkjanna við Arabalöndin við Persaflóa og Saudi Arabíu.
--Virðist þyrnum stráð a.m.k. við fyrstu sýn.

________________Úr viðtali við Trump

Trump: If our country got along with Russia, that would be a great thing...
Stephanopoulos: But if we have a good relationship —
Trump: — I think that's good.
Stephanopoulos: — by bowing to his annexation of Crimea—
Trump: We're not gonna be bowing to any—
Stephanopoulos: — is that a good thing—
Trump: Hey, George. You know me pretty well. I don't bow, okay? I don't bow. But if we can have a good relationship with Russia, and if Russia would help us get rid of ISIS, frankly, as far as I'm concerned, you're talkin' about tremendous amounts of money and lives and everything else. That would be a positive thing, not a negative—
Stephanopoulos: Even if that means conditioning our commitments to NATO, as you said?
Trump: No, because you're not gonna do that. NATO is gonna be just fine. But NATO countries, we have 28 countries, many of them are taking advantage of us. 'Cause they're not paying. So we're protecting these countries. And they're not paying...I was also right about the fact that NATO— we're t— being taken advantage of by NATO countries, totally advantage of, George—

Trump: You have Obama there. And frankly, that whole part of the world is a mess under Obama with all the strength that you're talking about and all of the power of NATO and all of this. In the meantime, he's going away. He take— takes Crimea. He's sort of, I mean—
Stephanopoulos: But you said you might recognize that.
Trump: I'm gonna take a look at it...And having a good relationship with Russia is a good thing, not a bad thing.

 

Niðurstaða

Það þarf varla að taka fram að svör Trumps valda deilum - en t.d. Repúblikanar sem styðja NATO, en fjöldi þeirra gerir. Geta eðlilega átt erfitt með að styðja stefnu Trumps --> Ef Trump er virkilega alvara með þá stefnu --> Að ætla að fjárkúga NATO lönd, eða neita ella að taka þátt í vörnum landa, sem ekki greiða uppsett verð.

Svo eru margir Repúblikanar mun harðari gegn Rússlandi en Obama stjórnin í deilum Rússlands við Úkraínu. Og sá hópur eðlilega er ekki par ánægður með það -- ef Trump virðist skv. viðtalinu ætla að viðurkenna einhliða yfirtöku Rússlands á Krím.
--En rétt er að benda á þá staðreynd, að á 10. áratugnum undirritaði Rússland yfirlýsingu þar sem Rússland formlega viðurkenndi þáverandi landamæri Úkraínu, um alla framtíð!

Svo er fullkomlega óljóst hvað Trump hyggst fyrir í Mið-austurlöndum, sem mundi virka svo miklu betur gegn ISIS - í samstarfi við Rússland.
--En eins og ég sagði, freystandi á álykta að Trump ætli að senda her!

En það gæti verið mjög eldfim aðgerð, í ljósi bandalaga Bandaríkjanna á Mið-austurlanda svæðinu.

  • Þetta krystallar eiginlega þá ábendingu, að stefna Trumps virðist augljóst geta sett nánast allt bandalagakerfi Bandaríkjanna í algert uppnám.
    --En í alvöru talað, einhliða fjárkrafa á bandamenn Bandaríkjanna! Með hótun um að neita að taka þátt í þeirra vörnum. Fjárkúgun - er eðlileg túlkun.

Hafandi þetta í huga, að Repúblikanaflokkurinn hefur áratuga sögu af því að standa þétt að baki bandalagakerfi Bandaríkjanna á erlendum vettvangi.
Þá get ég vel trúað því að margir Repúblikanar séu virkilega - sárónánægðir með Trump.

Sjá gagnrýni McCain á Trump: John McCain Denounces Donald Trump’s Comments on Family of Muslim Soldier
Sjá gagnrýni bandarískra hermanna á eftirlaunum á Trump: The VFW Strongly Condemns Donald Trump

 

Kv.


Bloggfærslur 2. ágúst 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband