Utankjörstaða-atkvæði geta haft áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum

Það er misjafnt eftir fylkjum hvenær opnað er á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu!
Mér skilst að fyrir forsetakosningarnar 2012, hafi nærri 32% þeirra sem kusu, verið búnir að greiða atkvæði - fyrir kjördag!

Það áhugaverða er - að niðurstöður slíkra utankjörstaða-atkvæða, virðast liggja fyrir strax.
Sem er óvenjulegt - en slíkt tíðkast alls ekki í Evrópu, sannarlega ekki hér!
--Þ.s. það getur haft áhrif á kosningahegðan, þeirra sem kjósa síðar!

Þannig hafi Obama getað séð af góðri útkomu í utankjörstaða atkvæðagreiðslum í Iowa og Nevada - að hann gæti fókusað krafta síns fólks á önnur fylki.

  1. Minnesota og South Dakota, 23. sept.
  2. Arizona og Ohio, 12 Okt.
  3. North Carolina og Florida, fljótlega á eftir.

Early voting in Waterloo, Iowa, in 2012. 

Skv. frétt: Early Voting Limits Donald Trump’s Time to Turn Campaign Around.

Er framboð Clinton mjög skipulagt í því, að notfæra sér - utankjörstaða atkvæði.
Og vinnur skipulega í því, að kynna þann möguleika fyrir líklegum kjósendum.
Og Demókrataflokkurinn, ætli að veita fólki aðstöðu til þess að greiða atkvæði.

Ef er að marka þessa frétt, þá sé framboð Donald Trump - með mun smærri umsvif og minna skipulag, er kemur að því að -- höfða til þeirra sem ætla að kjósa fyrir kjördag!

  • Nú er kominn 17/8 -- Minnesota og South Dakora, opna 23/9 á utankjörstaða-atkvæðagreiðslu.

Kappræður frambjóðendanna - hafi þó sögulega séð haft veruleg áhrif á þá kjósendur sem greiða atkvæði fyrir kjördag!

Kappræðurnar eru enn eftir - þannig að ef kjósendur telja Trump koma vel út, gæti það alveg átt eftir að skila sér inn í utankjörstaða-atkvæði.

 

Niðurstaða

Málið er nefnilega að kosningar hefjast í reynd ívið fyrr í Bandaríkjunum, en 8. nóvember nk. Það er að sjálfsögðu í samræmi við þá hefð sem þekkist í lýðræðislöndum, að veita kjósendum rétt til að kjósa fyrir kjördag.
--Eins og ég benti á, virðist þó að úrslit slíkra atkvæða - séu birt strax.
Sem ég veit ekki til að tíðkist utan Bandaríkjanna!
Þ.s. klárlega geti það haft áhrif á kosningahegðan annarra, og klárlega hefur áhrif á kosningabaráttu frambjóðenda!

 

Kv.


Bloggfærslur 17. ágúst 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 112
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 846770

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 128
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband