Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða

Fyrir áhugasama: 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information.

"(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer—

Shall be fined under this title or imprisoned not more than ten years, or both."

Eins og sést á þessum lagatexta -- þarf bersýnilega að sanna að gögn hafi tapast.

http://media2.fdncms.com/arktimes/imager/u/blog/4477700/maxresdefault.jpg?cb=1467735651

Skv. yfirlýsingu James B. Comey, FBI: FBI Director Comey’s full remarks on Clinton email probe

  1. Þá hafi ekki tekist að sanna að gögn hafi lekið - þó Comey telji það sennilegt, í ljósi þess að 7 skilgreindir "top secret" e-mailar voru ræddir meðan notast var við hreyfanlegan búnað "mobile devices" í löndum þ.s. vitað er að aðilar ráða yfir fullkominni njósnatækni - og síðan varðveittir á vefþjóni í eigu Clinton.
  2. Að hans mati, hljóti Clinton átt að hafa verið ljóst -- að slík meðferð leyndargagna væri á hæsta máta kærulaus, eiginlega - vítavert kærulaus. Á hinn bóginn segir Comey að FBI hafi orðið þess áskynja, að kúltúrinn innan utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna hafi verið værukær varðandi meðferð leyndargagna orðinn.
  3. Í mati hans á því hvort sennilegt væri að saksókn væri eðlileg í þessu tilviki -- þá er það hans mat og FBI.

    "Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."
  4. Síðan hafi fram að þessu einungis verið ákært formlega í málum þ.s. umtalsverðir gagnalekar hafi sannast - eða, að gögnum hafi vísvitandi verið lekið hafi verið talið sannað.

    "All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."
  5. Að mati Comey -- mundi starfsmaður sem hefði gerst sekur um slíkt athæfi, samt sæta refsingu á einhverju formi -- þó ekki að hans mati, formlegri lögsókn.

    "To be clear, this is not to suggest that in similar circumstances, a person who engaged in this activity would face no consequences. To the contrary, those individuals are often subject to security or administrative sanctions. But that is not what we are deciding now."

 

Á venjulegu kosningaári mundi þetta sennilega duga til að gera út um möguleika frambjóðanda!

En Trump er ekki venjulegur frambjóðandi.
--Nei, skv. nýlegum könnunum hafa um 70% bandarískra kjósenda - neikvæða sýn á hans karakter.
Sama gildi um ca. 90% íbúa Bandaríkjanna af spænsku mælandi ætterni.

Sennilega ætti Clinton -- enga möguleika gegn nánast hvaða frambjóðanda sem er, öðrum.
--Í kjölfar niðurstöðu FBI.

En sennilega mun það einungis skaða hennar möguleika.
Ekki gera út um þá!

Vegna þess að hennar mótframbjóðandi -- er Donald Trum.

  1. Það má þannig séð líta á það sem eitt af afrekum Trumps.
  2. Að takast að vera -- enn verri frambjóðandi en Clinton, þrátt fyrir þessar afhjúpanir.

 

Niðurstaða

Líklega gerir niðurstaða FBI-Clinton erfiðar fyrir, að auglýsa sig upp - út á reynslu sína sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna í embættistíð Obama. Yfirlýsing yfirmanns FBI - klárlega setur stóran blett á þá sýn sem hún vill teikna af sér - þar sem hún vísar til meintrar reynslu og hæfni sinnar.
Í hvert sinn sem hún talar um hæfni sína -- geta Repúblikanar vitnað í gagnrýni Comey.

  • Miðað við þetta þá mundi hún líklega tapa fyrir hvaða frambjóðanda sem Repúblikanar mundu bjóða upp á, sem ekki er Donald Trump.
  • En honum tekst að vera samt enn síður aðlaðandi frambjóðandi.

Miðað við þessa valkosti.
Gætu margir Bandaríkjamenn valið að sitja heima -"in disgust"- í stað þess að mæta á kjörstað.

Valið milli Trumps og Clintons gæti orðið óþægilega spennandi -- en stefna Trumps væri sannkallað risatjón, ef hún næði fram!

T.d. umfjöllun mína frá 16/3 sl:
Donald Trump með harkalegustu ummæli gegn -heimsverslun- sem ég hef áður séð

A.m.k. engin ástæða að ætla að Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda tjóni - en fullkomlega er öruggt að stefna Trumps mundi valda Bandaríkjunum sem og heiminum öllum, risastóru tjóni - ef hún mundi komast til framkvæmda!

 

Kv.


Bloggfærslur 6. júlí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 845415

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband