Bankakreppa yfirvofandi á Ítalíu?

Ef BREXIT spilar þarna inn í - þá sé það einungis sem "trigger event" þ.s. undirliggjandi þættir séu - gríðarlegir veikleikar ítalska bankakerfisins, sem hafi í langan tíma (eða síðan svokölluð evrukreppa hófst 2010 og hefur síðan ca. 2012 virst hafa kulnað) virst á barmi hengiflugsins.

Renci Bank Rescue is on Thin Ice

Eins og kemur fram í þessari umfjöllun - hefur Ítalía síðan evrusvæði gerði samkomulag um svokallað "bankasamband" 2013 (ef ég man rétt) stofnað skv. reglum þess "björgunarsjóð" fjármagnaður af ítalska bankakerfinu -- sbr. "Atlante."

Eins og þarna kemur fram, þá ræður sjóðurinn yfir 4,25ma.€ -- samtímis og umfang vandans er 360ma.€ af slæmum lánum.

--Eins og kemur fram í fréttinni - er það fjármagn sem Atlante ræður yfir að þurrkast upp hratt.

Ef einhver man eftir -- þá var stofnað til þessa "bankasambands" skv. kröfu Þýskalands, að fjármálafyrirtæki - sjálf borgi fyrir björgunarkerfi.

  • Ef einhver man eftir því -- hversu vel slíkt kerfi virkaði á Íslandi, þ.e. T.I.F. (Tryggingasjóður Innistæðueigenda og Fjárfesta).
  • Að sjálfsögðu lendir nýtt kerfi af slíku tagi í nákvæmlega sama vanda og TIF, ef vandinn er -- kerfislægur í landi X.

Lausn Þýskalands á vandanum voru svokallaðar "bail-in" reglur, þ.e. fyrst er gengið að; eigendum hlutafjár, síðan ótryggðum skuldum, svo ótryggðum innistæðum --> Og ef það dugar ekki, þá fyrst má ítalska ríkið fjármagna björgun!

  1. Renzi vill alls ekki beita þessum meðulum: Italian Bank-Rescue Push Falters as Merkel Sticks to the Rules

    "“We can’t do everything all over again every other year,” Merkel told reporters after a European Union summit in Brussels on Wednesday. The bloc’s laws on the resolution and recapitalization of banks “offer enough leeway for the specific conditions in individual member states.”"

    "“We know what we have to do on the banks and we’ll do it knowing it serves the country and respects European rules,” Renzi shot back shortly after Merkel had spoken. “We are not here to be given a lesson by the schoolteacher.”"

    Renzi m.ö.o. gerir kröfu um að fá að leggja 40ma.€ inn í ítalska banka sem standa höllum fæti, án þess að fyrst sé gripið til þeirra úrræða ofangreind -- með því að ítalska ríkið mundi fjármagna yfirfærslur á verðlausum eignum yfir á ítalska ríkið sjálft --> Endurtekning á írsku björguninni sbr. "bad bank."

    Og Merkel hefur með skýrum hætti sagt -- "Nein."

  2. Skv. Financial Times, er Renzi samt að íhuga að -- fara af stað án samþykkis Berlínar eða Brussel; sem getur auðvitað verið - klassískur "brinkmanship" áður en hann samþykkir einhver erfið skilyrði, sem Berlín getur lifað við: Renzi ready to defy Brussels and bail out Italy’s troubled banks.
    "Italy is prepared to defy the EU and unilaterally pump billions of euros into its troubled banking system if it comes under severe systemic distress..."

    --Þetta er auðvitað, hótun frá Renzi -- að gera það sem honum sínist, reglur eða ekki reglur.
    --Sem mundi auðvitað þegar í stað, jarða þetta "banking union" eða "banka samband."

    Þá er auðvitað klukkan aftur komin til baka til tímans -- rétt eftir að Mario Draghi kom fram með sitt fræga loforð, að gera allt í sínu valdi til að tryggja framtíð evrunnar.
    --En áður en búið var að semja milli aðildarríkjanna -- um eitthvert tiltekið framhald.

 

Sjálfsagt eru margir pólitískt tengdir auðmenn og iðjuhöldar að væla í Renzi

Það má auðvitað velta því fyrir sér -- hvað gerist ef "bail in" reglum er framfylgt.
--Það fer auðvitað einnig töluvert mikið eftir því, hve mörg skref eru stigin.

  • Iðjuhöldar - gömul nöfn, jafnvel aldagömul - gætu orðið fyrir miklu fjárhaglegu áfalli.
  • Jafnvel gæti hugsanlega einhver verulegur fjöldi þeirra séð fram á gjaldþrot.

Ef "bail in" reglum - að þurrka upp hlutafé banka í vanda, síðan ótryggðar skuldir þeirra - væri framfylgt.

Næst mundi koma að - ótryggðum innistæðum.
En það er líklegt að verulegu leiti að vera -- rektrarreikningar fyrirtækja og stærri aðila.

  • Það fer auðvitað eftir því -- hve margar fjármálastofnanir lentu í þessu, hve útbreitt áfallið yrði fyrir iðjuhölda - fyrirtæki, og aðra í auðugri kantinum.

En það getur mjög vel gerst -- að þegar markaðurinn fer í "paník" -sem er ekki sérlega ósennilegt- að fjármálastofnanir reynist viðkvæmari en talið var, og það verði eins og var í evr. fjármálakreppunni fyrir nokkrum árum -- að það þarf jafnvel ekki meira en orðróm til að umrót hefjist hjá næstu fjármálastofnun.

  • Það má m.ö.o. alveg ímynda sér -- virkilega alvöru fjármálakreppu á Ítalíu.
  • Og síðan -- mjög djúpa efnahagskrísu.

Þar sem við erum að tala um Ítalíu -- langsamlega skuldugasta ríkið á evrusvæði.
--Þá erum við að tala um krísu-umfang sem fullkomlega gerir grísku krísuna að gárum í vatnsglasi í samanburðinum.

__________

Svo mig grunar að raunveruleg hræðsla sé að íta við Renzi.
Spurning hvort að Merkel hafi áttað sig á því -- umvafin af öðrum vandamálum, þ.e. BREXIT og flóttamannakrísunni -- að evrukrísan sé ef til vill við það að skella á að nýju, og hugsanlega nú af enn meiri þunga en áður!

  1. En umfang Ítalíu er slíkt -- að einungis kaup prógramm Mario Draghi getur haldið Ítalíu frá ríkisþroti - eftir að allsherjar paník mundi hefjast.
  2. Björgunarsjóður evrusvæðis - eins gagnslaus og lauf í stormi miðað við skala Ítalíu vandans.
  • En nýverið setti Stjórnlagadómstóll Þýskalands -- skilyrði fyrir þátttöku "Bundesbank" í slíku prógrammi --> Þ.e. má ekki kaupa bréf lands sem hefur misst aðgengi að mörkuðum.
    _Þá skv. úrskurði dómstólsins er "Bundesbank" bönnuð þátttaka.

Ef kaup-prógramm er ekki framkvæmanlegt.
Og Ítalía mundi standa fyrir -- mjög djúpu efnahagshruni.
Ásamt yfirvofandi hættu á ríkisgjaldþroti.

  1. Þá mundi það geta gerst -- sem var möguleiki þegar krísan var sem verst sumarmánuðin 2012.
  2. Að evrukerfið brotnar upp -- gersamlega.
  3. Þ.e. hvert land fyrir sig, setur upp höft á fjármagnsflutninga.
  4. Og síðan fara evrur í hverju landi fyrir sig fljótlega að þróa misvísandi verðmæti.
  5. Það væri einungis spurning um tíma -- hvenær evra X, Y eða Z -- fengi nýtt nafn, þ.e. að nöfn gömlu gjaldmiðlanna væru endurvakin.

Í því samhengi mundi líklega gervöll Evrópa lenda í snöggri en djúpri kreppu.
Og fjármálakreppan sem mundi hefjast í Evrópu -- yrði á örfáum klukkustundum að hnattrænni kreppu, bæði fjármála og efnahags.

 

Ég er að sjálfsögðu ekki að spá þessum ósköpum!

Einfaldlega að benda á hvaða hugsanlegu hættur geta búið undir niðri.
--Það þarf ekki að vera að ítalska kerfið sé það rosalega viðkvæmt -- að einhvers konar dómínó hrina sé líkleg að fara af stað.

En kannski!

  1. En ef ítalska kerfið er viðkvæmara en menn halda.
  2. Og Renzi grípur til einhliða úrræða -- tja, ekki ósvipað og Írland gerði þegar Írar framkvæmdu sína bankabjörgun.
  • Það mundi hann líklega gera í örvæntingu.

Þá mundi skella á ný krísa í Evrópu - ofan á þær sem fyrir eru þ.e. BREXIT og flóttamanna.

Það mundi þá koma í ljós -- hversu alvarleg sú krísa mundi verða.

  • Þ.s. ég setti fram -- er kannski, versta mögulega sviðsmynd.

 

Niðurstaða

Kannski er evrukrísan við það að skella aftur á -- eftir hlé frá ca. júlí/ágúst 2012. M.ö.o. að hún hefjist að nýju nærri því akkúrat 4 árum síðar.
--Það getur verið að nýlegur dómur Stjórnlagadómstóls Þýskalands hafi veiklað hugsanlegt kaupa prógramm Mario Draghi.
--Þannig að það líklega dugar ekki til þess að stýra væntingum markaðarins, ef og þegar þær fara á flug.

Ef þ.e. svo -- að úrræði Mario Draghi sem hann lofaði síð sumars 2012 -- hafi verið holað að innan; þá gæti þetta fært okkur aftur til baka til þess punkts sem við vorum stödd á 2012 síð sumars.

En ef einhver man svo langt aftur, þá stóðu mál svo að markaðurinn var búinn að gang á röð aðildarlanda evru -- og röðin var komin að Spáni og Ítalíu.

Í millitíðinni lítur Spánn mun betur út en Spánn þá gerði.
En Ítalía er aftur á móti í ef e-h er, í enn verri málum en þá.

  • Ítalía gæti þá farið mjög hratt aftur á sama punkt og þá, þ.e. á þann punk er það leit út sem að markaðurinn væri ca. við það að gera Ítalíu ókleyft að leita til markaða með ríkisbréf.

Ef OMT prógramm Mario Draghi hefur haft tennurnar úr dregnar -- þá væri ekkert til staðar að bjarga Ítalíu frá gjaldþroti.
Og evrukerfið gæti þá farið í það hrun sem virtist nærri við það að hefjast síð sumars 2012, er Mario Draghi - stappaði niður og sagði hingað og ekki lengra.
___________

Fögnum ekki -- því risafjármálahrun af þessari stærðargráðu, ef það verður, leiðir á nóinu til heims kreppu og hnattrænnar fjármálakreppu.

  • Þannig að við skulum vona heitt -- að ekkert af þessu sé líklegt.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. júlí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband