Það væri einkar óviðeigandi ef íslensk stjórnvöld færu að skipta sér af málefnum þeim sem tilheyra stjórnvöldum Bretlands!

Þorsteinn Pálsson hefur skrifað 2-pistla þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að skipa sér í raðir stjórnvalda sem hafa tjáð sína eindregnu skoðun á því - hvað þau telja að Bretland skuli gera þegar kemur að BREXIT:

Ísland á að fylgja Norðurlöndum

Þeir unnu kosningarnar en hafa týnt röksemdunum

Þorsteinn setur þetta þannig fram - að það séu 2-lið, þ.e. ábyrgð lönd sem mælast eindregið fyrir því að Bretland hætti við Brexit, og einhver ónefnd önnur lönd sem séu óábyrg.

  1. Með því að setja einungis fram 2-valkosti.
  2. Þá lítur hann hjá 3-valkostinum.
  • Sem sé sá, að sína Bretum þá kurteisi, að vera ekki að skipta sér af!

Mín persónulega skoðun á BREXIT -- t.d. er ekki fyrir hendi, þ.e. mér er slétt sama hvort að BRETLAND yfirgefur ESB, eða ekki!

Augljóslega hefur Þorsteinn Pálsson sterka skoðun á BREXIT, þ.e. hann er eindregið andvígur BREXIT.

  • Mín skoðun er einföld -- að þetta sé ákvörðun Breta eingöngu.
    --Enginn annar eigi með réttu að skipta sér af þeirri grundvallarákvörðun.

 

Það sem mér finnst áhugavert við orð Þorsteins er eftirfarandi!

"Ætla þeir að skipa Íslandi í fylkingu með þeim sem vilja nota úrslitin í Bretlandi til að fá fleiri ríki til að yfirgefa innri markaðinn og stuðla að upplausn Evrópusambandsins? Eða er ríkisstjórnin fús til að standa með þeim hófsömu og ábyrgu öflum í Evrópu sem ætla að standa vörð um innri markaðinn og um leið Evrópusambandið?"

  1. En þetta er í fyrsta sinn sem ég sé hann tala með þeim hætti - að skín í gegn, að hann óttast að upplausn ESB geti verið yfirvofandi.
  2. Og kannski er það einmitt ótti við slíka útkomu, sem hefur rekið nokkrar ríkisstjórnir í Evrópulöndum -- til að hefja upp raust sína.

Málið með mig -- að ég er einnig hlutlaus gagnvart tilvist ESB.
--Það er, mín vegna má það vera til, en mín vegna má það einnig farast!

En augljóslega er Þorsteinn það ekki :)

  1. Málið með þessa afstöðu mína er það --> Að mitt megið prinsipp er, sjálfsákvörðunarréttur þjóða!
  2. Sem þíðir það, að ég virði frjálsar ákvarðanir sem þjóðir taka um sína framtíð -- hver sem sú ákvörðun er.
    --M.ö.o. að ef þjóð sannarlega tekur frjálsa ákvörðun um ESB aðild, virði ég það!
    --Sem þíðir, að það þveröfuga einnig gildir, að ef þjóð neitar aðild, eða í þessu tilviki, vill fara út -- þá einnig virði ég það!

_______Þetta er auðvitað hvers vegna, ég hef brugðist svo harkalega við afskiptum Rússlands að málefnum Úkraínu --> Þ.e. tilraunum Pútíns að ákveða framtíð þess lands, gegn augljósum vilja meirihluta íbúa þess lands, um annað!
--Mér er algerlega sama hvort að draumur Úkraínumanna sé um ESB aðild, einhverntíma í framtíðinni --> Fyrir mér eigi alltaf að virða frjálsan vilja þjóðar!

  • Þ.e. engin tvískinnungur hjá mér þegar kemur að Krím-skaga, því að kosningin sem þar fór fram --> Var ekki lýðræðisleg! Heldur með, sovéskri aðferð!
    --Þannig að sú kosning geti ekki talist réttmæt mæling á vilja íbúa þar!
    --Sá vilji verði að teljast, óþekktur!
    *Einhverjar skoðanakannanir, gerðar án þess að íbúar hafi tækifæri á að fá að vita sannleikann, séu einskis virði.*
    --Það mætti hugsa sér að þar færu fram nýjar kosningar -- með lýðræðislegri aðferð, þ.s. tryggt væri að íbúar væru nægilega upplýstir um allar hliðar málsins --> Í stað þess sem var, að - að þeim var ýtt einhliða heilaþvotti, skipulögð lygaherferð.


Niðurstaða

Ég vona að stjórnvöld Íslands haldi áfram að sleppa afskiptum af ákvörðun Bretlands um sína framtíð. Sýni þannig rétti Bretlands, og bresku þjóðarinnar - til að taka ákvörðun um sína framtíð - fulla tilhlýðilega virðingu.

Jafnvel þó það megi halda því fram að það geti verið betra út frá hagsmunum Íslands, að Bretland haldi sér innan ESB -- þá væru afskipti af því tagi sem Þorsteinn Pálsson hvetur til að mínu mati - fullkomlega óviðeigandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 3. júlí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband