Ætlar Davíð Oddson að tryggja Guðna Th. alla leið í mark?

Staðan síðan Guðni Th. lýsti yfir framboði hefur virst vera sú að framboð Andra Snæs mundi taka nægilega mörg atkvæði af framboði Guðna Th. til þess að Ólafur Ragnar mundi sigla öruggur í mark.

  1. Það virðist ljóst af ummælum Davíðs Oddsonar í hádeginu sunnudag, að Davíð sé að þessu til að fella hann Ólaf -- en framboð Davíðs blasir við að eykur verulega sigurlíkur Guðna Th.
    þekkja mína kosti og galla
    En mér finnst líka of langt gengið að forseti í lýðræðisríki sitji í 24 ár með fullri virðingu fyrir Ólafi. Þannig að ég tel að ef ég gæti tryggt að þessi þekking og þetta afl og þessi kunnátta væri fyrir hendi að það væri maður sem að gæti brugðist við öllum þeim aðstæðum sem upp kynnu að koma fljótt og örugglega. En með sama hætti væri ekki verið að brjóta svona reglur sem að alls staðar gilda í lýðræðisríkjum að lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi sitji ekki mikið meira en í 12, 16 ár.
  2. En Davíð - svipað og Andri Snær tekur atkvæði af Guðna - tekur atkvæði væntanlega af Ólafi.
    Að sjálfsögðu getur Davíð ekki unnið - það veit hann örugglega, því hann er ekki heimskur.
  3. Í ljósi hins óvænta framboðs Davíðs, verða ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag, áhugaverð -- en hann sagði eftirfarandi sem ég vek sérstaklega athygli á:
    Hagsmunir þjóðarinnar verða að ganga framar vinskap á alþjóðavettvangi
    "Smáþjóð eins og Ísland þarf að eiga vini í hörðum heimi en á sama tíma getur þurft að taka erfiðar ákvarðanir og láta hagsmuni þjóðarinnar ganga framar slíkum vinskap." - „Þegar stundir koma að við þurfum að hugsa um þjóðarhag þurfum við að biðja okkar bandalagsþjóðir að sýna okkur skilning. Ef ekki, þá verður bara að hafa það.“

Ummæli Guðna Th., má skilja sem andstöðu við það að Ísland taki þátt í refsiaðgerðum NATO landa gegn Rússlandi!
Hann vilji Ísland sé áfram í NATO, en á sama tíma ætlast til þess að bandalagsþjóðir okkar sýni því skilning, að það sé of stór fórn fyrir Ísland að fórna Rússl. viðskiptunum.

Auðvitað getur hann einnig verið að vísa til Isave deilunnar - eða fiskveiðideilu við ESB er tengdist skiptingu makríl kvóta - en deilan um refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi, er ferskust í minni - það var eftirminnileg umræða um það mál einmitt á sl. ári.
---Fyrst að Guðni talar um -bandalagsþjóðir- þá finnst mér í því liggja sterk vísbending að Guðni meini deiluna um þátttöku Íslands í refsiaðgerðum NATO landa á Rússland.

 

Mín samsæriskenning er eftirfarandi!

Að það hafi verið leynileg samskipti milli Davíðs og Guðna undanfarið - að í þættinum Sprengisandi, hafi Guðni sett inn áherslur - sem samist hafi þeirra á milli að Guðni tæki inn --- til að gera framboð Guðna ásættanlegra fyrir þjóðernissinnaða Íslendinga.
Að með því að tilkynna síðan daginn eftir framboð, sé Davíð þá búinn að ákveða að gera Guðna Th. að næsta forseta lýðveldisins.
Með einmitt þeim hætti, að Davíð veiki framboð Ólafs frá hægri -- sem þannig auki til muna sigurlíkur Guðna, þannig að þrátt fyrir að Andri Snær sé enn að taka af Guðna atkvæði geti Guðni samt -- með óbeinni aðstoð Davíðs, siglt í mark.

  1. Á hinn bóginn, eru fáir betri í keppni um atkvæði heldur en Ólafur Ragnar. Það eru auðvitað til mótleikir við -- það sem virðist tilraun Guðna, að sækja að Ólafi með þeim hætti - að Guðni mundi verja -sérhagsmuni Íslands.-
  2. En ummæli Guðna geta skaðað fylgi hans hjá hópi fólks.
    Ég sá ummæli einstaklinga, sem bendir til þess.
    Ólafur gæti sókt fram á móti, einmitt inn á miðjuna!
    --En með ummælunum og stefnu af þessu tagi, veikir Guðni einmitt hugsanlega miðjuna hjá sér.
    *Ólafur getur talað forsetalega, almennt um þjóðarhag, um jákvæð samskipti við allar þjóðir - og gætt þess að íja aldrei að stuðningi við tilraun til að rjúfa t.d. samstöðu NATO landa, gegn Rússlandi.*
    Ef síðan Guðni ítrekar ummæli sem skiljast sem slík andstaða, þá fælir hann frá sér miðjuatkvæði og skapar Ólafi sóknarfæri inn á miðjuna.

Þannig gæti Ólafur unnið samt sem áður -- en kosningin yrði þá spennandi og engin leið að sjá fyrir úrslit með nokkru öryggi, svona fyrirfram!

 

Niðurstaða

Það er augljóslega rétt sem bent hefur verið á að framboð Davíðs eykur mjög óvissuna um úrslit í forsetakjöri framundan. Nú er fyrirfram engin leið að spá því hvort Guðni eða Ólafur sé líklegri til sigurs.
Það blasi þó við, að framboð Davíðs styrki líkur Guðna á sigri - á sama tíma af ummælum Davíðs, er ljóst að áhersla hans er á að fella Ólaf.
Davíð sé alveg örugglega ljóst hvaða áhrif hans framboð hefur á sigurlíkur Guðna.
---Mín ályktun er því að Davíð ætli að gera Guðna að næsta foresta lýðveldisins.
Ummæli Guðna Th. í þættinum Sprengisandi á laugardag - verða hugsanlega athyglisverð í ljósi þess að Davíð kynnti framboð síðan deginum eftir.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 846633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband