Vaxandi pólitískur óstöðugleiki framundan á nk. árum á Vesturlöndum?

Sjálfsagt vita flestir sem fylgjast með fréttum erlendis frá, um hina áhugaverðu kosninganiðurstöðu í Austurríki - þ.s. frambjóðandi andstæður innflytjendum og með verulega neikvæða afstöðu til ESB, komst mjög nærri því að hafa sigur í einvígi 2-ja frambjóðanda í annarri umferð forsetakosninga!

Einungis eftir að utankjörstaðaatkvæði höfðu verið talin, náðust fram úrslit - svo litlu munaði á frambjóðanda Frelsisflokksins, Norbert Hofer, og frambjóðanda flokks Græningja, Alexander Van der Bellen.

Úrslit -- 50,3% / 49,7%.
M.ö.o. einungis 0,6% skilur þá að!

Austrian Far-Right Candidate Norbert Hofer Narrowly Loses Presidential Vote

 

Það sem er athyglisvert við þetta - að báðir frambjóðendur koma frá flokkum í verulegri fjarlægð frá hinni pólitísku miðju

Sleppi því að nota forskeytið -öfga, sem sé að mínu mati, ofnotað í umræðu.

  1. Það sem mig grunar, sé að þetta sé vísbending um framtíðina á Vesturlöndum a.m.k. að einhverju umtalsverðu leiti.
  2. Vegna vaxandi reiði kjósenda - sem líklega verði ekki lát á, gagnvart meintu getuleysi hefðbundinna flokka!

Ég tel að ástæða þessa -- meinta getuleysis, stafi af því.
Að stjórnvöld landanna séu að glíma við ástand, sem þau einfaldlega hafi litla getu til að hafa stjórn á!
Þannig að í reynd - skipti afar litlu máli hver verði við völd, út frá þeim sjónarhóli að snúa þeirri þróun við sem fólk sé óánægt með!


Ég er að vísa til hægrar en stöðugrar hnignunar millistéttarinnar á Vesturlöndum sl. 20 ár!

Málið er að ég á fastlega von á því að þessi hæga en stöðuga hnignun haldi áfram, nk. 20 ár!
Vegna þess að baki henni séu þættir, utan valdsviðs stjórnvalda á Vesturlöndum að ráða við!

  1. Þetta þíðir, að líkur séu á vaxandi pópúlisma í pólitík á Vesturlöndum, eftir því sem fleiri einstaklingar -- sjá tækifæri í að lofa því að leysa málin, bara ef þeir fá að komast að!
  2. Á sama tíma, þá tel ég engar líkur á að þeir einstaklingar er þannig bjóða sig fram, séu líklegir til þess að hafa lausnir upp á að bjóða sem virka!

Þetta stafi af því -- hver sé akkúrat undirrót vandans!
Að grunnástæðan sé þess eðlis -- að ekkert í valdi stjórnvalda á Vesturlöndum, fái þá þróun stöðvaða.


Ég er að sjálfsögðu að vísa til iðnvæðingar risahagkerfa í Asíu, og annarra stórra hagkerfa í Asíu -- er samanlagt hafa íbúafjölda yfir 3000 milljón!

Það sé inðvæðing þeirra landa sem slík -- sem sé að skapa vandann, hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Og ég sé ekki að sú þróun snúist við, meðan að sú iðnvæðing þeirra landa heldur áfram!
Og fátt bendi til annars, en að sú iðnvæðing stöðvist ekki, heldur sé enn að breiðast út til sífellt fleiri landa!

M.ö.o. -- ástandið haldi áfram að ágerast!
Fátt bendi til annars en svo haldi fram áfram.

 

Hugmyndir Trumps um að leysa málið, munu ekki það gera - einungis gera vandann enn verri! Og það með hraði!

En ég held að við getum einungis valið -- hæga hnignun, eða hraða!
Hæg hnignun -- sé áframhald þeirrar sömu efnahagsstefnu er hefur verið ráðandi í heiminum sl. 20 ár!
Hröð hnignun -- yrði ef hugmyndir Trumps næðu fram að ganga, og annarra pólitíkusa með sambærilegar hugmyndir, um verndartolla og haftakerfi.

En verndartollar muni fyrst og fremst hafa þau áhrif -- að skerða lífskjör með hraði.
Þó tæknilega sé unnt að fara í það ferli -- að byggja upp atvinnustarfsemi baki tollamúrum.

Þá mundi slík uppbygging taka mörg ár -- og aldrei skila töpuðum lífskjörum aftur til baka, vegna þess að þau lönd sem mundu setja tollamúra á Asíulönd með mun lægri laun, mundu aldrei geta framleitt sambærilegan varning fyrir nándar nærri sambærileg verð!
---Þannig að það yrði varanlegt umtalsvert tap á kaupmætti launa.

Að auki mundu þær hugmyndir -- skapa heimskreppu nánast á nóinu.

 

Niðurstaða

Hraður vöxtur risahagkerfa Asíulanda veldur hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum, vegna þess að uppbygging þeirra hagkerfa -- eykur gríðarlega samkeppni um störf, um framleiðslu og ekki síst um auðlindir á plánetunni.
Eftir því sem fleiri hagkerfi iðnvæðast, þá ágerist þessi samkeppni enn frekar, sem rökrétt skapar enn frekari hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum.
Vegna þess að það sé sjálf iðnvæðing þessara risahagkerfa sem sé grunn orsök hnignunarinnar -- þá sé eðlilegt að pólitíkin á Vesturlöndum standi ráðþrota; einfaldlega vegna þess -- að líklega er ekki til nein sú lausn sem getur snúið henni við!

Hnignun millistéttarinnar á Vesturlöndum hafi sennilega alltaf verið óhjákvæmileg, um leið og þessi risahagkerfi fóru að byggja sig upp.
En meðan að það hnignunarskeið stendur yfir -- má búast við því grunar mig, að kosningaúrslit af því tagi sem við sáum í Austurríki - verði mun oftar!

Því rökrétt mun almenningur á Vesturlöndum, verða sífellt reiðari - og því sífellt líklegri að leita lengra út á pólitíska jaðarinn!
--Að sjálfsögðu, þegar þeir flokkar einnig ráða ekkert við vandann!
*Þá auðvitað leita stjórnmálin aftur sennilega í hring.*

M.ö.o. að tímabil pólitísks óstöðugleika á sé sennilega framundan á Vesturlöndum.


Kv.


Bloggfærslur 24. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband