Hvernig Trump gæti startað 3-Heimsstyrrjöldinni, án þess að ætla sér það

Margir virðast halda -- að Trump ætli sér að spila svipaðan leik og Neville Chamberlain.
---Chamberlain var ekkert illmenni, og hann ætlaði sér sannarlega að - tryggja frið.
---Þó að afleiðingarnar af friðarkaups-stefnunni, hafi verið akkúrat þveröfugar!

Er þeir tala um meinta friðastefnu Trumps gagnvart Pútín!

Skv. frétt virðast uppi hugmyndir meðal sumra stjórnmálamanna, að hefja nýja friðarkaupsstefnu - - Nato divided over renewing Russia talks

 

 

 

Ætlar Trump að vera Chamberlain hinna síðari tíma?

3-Heimsstyrrjöldin gæti haft eftirfarandi upphaf!

  1. Trump ákveður að bæta samskipti sín við Pútín, með því að tjá Pútín það að hann líti ekki á hernaðar uppbyggingu Pútíns sem ógn.
    --Síðan til að sýna Pútín að Trump vilji bara frið.
    Þá taki Trump þá ákvörðun að -- lísa því yfir að Bandaríkin ætli að mestu að draga herlið sitt frá Evrópu, og hætta að fjármagna hervarnir NATO.
  2. Pútín að sjálfsögðu, tjái Trump - að honum sé einungis friður í huga!
    Og kemur fram með tilboð til Trumps - um sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS innan Sýrlands - til að sýna þann friðarvilja í verki.
    --Trump samþykki, og eftir nokkra mánuði hefur Trump fært nægilega fjölmennt bandar. herlið til Sýrlands - til þess að styðja við sameiginlega herför þar.
  3. En um svipað leiti, er sú sameiginlega aðgerð er hafin, hefji Pútín skipulegar ógnanir gegn A-Evrópulöndum, og tilfærslu á herstyrk í nálægð við þeirra landamæri -- á sama tíma, setji sendifulltrúar Pútíns fram kröfur til sömu landa; um umtalsverðar tilslakanir þeirra landa gagnvart Rússlandi.
    ---T.d. um rússn. herstöðvar innan þeirra landa.
    ---Um viðskiptatengsl við Rússland, undir stjórn Rússlands.
    M.ö.o. um leppríkisvæðingu þeirra landa!
  4. Ef Trump þá bregst ekkert við -- vegna þess að hann t.d. sé með fókusinn annað.
    --Segjum t.d. að Pútín tjái Trump að markmið Rússlands séu eingöngu að tryggja öryggi Rússlands -- að Pútín hafi engin markmið um að þrengja að lýðræði í þeim löndum.
    --Og hann getur haldið því fram, þó augljóst rangt væri, að enginn munur væri á þeim viðskiptum er hann væri að bjóða þeim - og ESB aðild.
  5. Segjum að Trump, með athyglina við Sýrland - meðan að Pútín dásamar hans leiðtogasnilld, og þann frið við Rússland sem hann hafi skapað - og hvernig sameiginleg aðgerð landanna sé að ganga milli bols og höfuðs á ISIS.
    ---Að Trump geri ekkert í því að hasta á Pútín út af aðgerð hans gegn A-Evr. löndum.
  6. Þá mundi Pútín líta svo á - ekki ósennilega - að hann gæti sent herlið sitt inn í þau A-Evrópulönd, sem væru nægilega varnarlega séð veik - til þess að 150þ. manna vel vopnaðar hraðsveitir rússn. hersins -- gætu framkvæmt hernám á skömmum tíma.
    ---Hann mundi þó fyrst - senda sendimenn sína með frekari hótanir, þ.s. hann mundi hóta þeim löndum mikilli eyðileggingu, ef þau mundu -berjast- en engri ef þau mundu skipa herjum sínum, að -sýna enga mótspyrnu.-
  7. Sennilega tæki þá Pútín Eystrasaltlönd án -- þess að nokkur veruleg átök verði.
    --Sama gæti gilt um lönd eins og Moldavíu og Búlgaríu - að hernám gæti farið nær alveg friðsamlega fram!
    --En sterkar líkur væru á að einhver A-Evr. landa mundu berjast -- þó að líkur á vel heppnaðri vörn væru litlar t.d. fyrir Slóvakíu og Rúmeníu.
  8. En, ef einhver landanna sem Pútín réðist inn í - mundu beita herjum sínum til varnar!
    ---Þá væri þar með hafið stríð í Evrópu, eins og 1939 síðla haust það ár.
    *Þá stæði Trump frammi fyrir þeim valkosti, að standa utan við það - eða ekki.*
  9. En um leið og stríðsátök væru hafin -- gætu V-Evr. lönd ekki brugðist með öðrum hætti við, en að hefja -- allsherjar hernaðarvæðingu!
    ---Full stríðs átök í Evrópu mundu þá blasa við!
    *En aðildarlönd ESB gætu vart leitt hjá sér -- innrás í meðlimalönd, þó ESB sé ekki hernaðarbandalag - þá án efa mundu Evrópulöndin leitast við að halda utan um NATO eins og þau gætu, þó Trump -- gengi í burtu.*
  10. Og það hernaðarbandalag, er væri þá Evrópuríkja einna -- gæti ekki litið hjá slíkum innrásaraðgerðum!
    --nema að glata öllum hugsanlegum trúverðugleika <--> Þannig að yfirlýsingar um stríð mundu sennilega berast til Pútíns, eins og þær bárust haustið 1939 til Hitlers.
    Sem hæfi þá fullar stríðsaðgerðir gegn Evrópulöndum!

Ég er að tala um - hefðbundið stríð, ekki kjarnorku!
__En ég efa að Frakkland og Bretland gengju það langt, að hóta beitingu kjarnavopna á þeim punkti.

Þá stæði heimurinn frammi fyrir mjög svipuðu ástandi, og 1939-1940, að stríð væri hafið í Evrópu!
En Bandaríkin stæðu fyrir utan það!

En mig grunar að í þeirri sviðsmynd -- mundi Trump bogna undan hótunum Pútíns.
Að ef hann hæfi fullan stuðning við Evrópu í átökum við Rússland -- þá þíddi það kjarnastríð og heimsenda!

Þannig sannaði Trump sig sem -- þá heybrók sem hann sennilega er!
---Án aðstoðar Bandaríkjanna mundi rússn. herinn sennilega sækja langt fram, ná jafnvel Póllandi öllu og inn í Þýskaland jafnvel!
Hernema öll löndin þar á milli!

  • Góð spurning hve mörg önnur lönd mundu bætast í það stríð.
    --Ástralía og Kanada ásamt Nýja Sjálandi, hafa t.d. alltaf fylgt með Bretlandi, ef það lendir í stríði.

Þá værum við með raunverulega Heimsstyrrjöld!
---Og gríðarlega hættu á kjarnorkuátökum, þ.s. bæði Frakkland og Bretland eru kjarnorkuveldi.

 

Niðurstaða

Málið er að ég er algerlega viss, að ef Chamberlain hefði þess í stað að gefa eftir Hitler -- staðið þétt með Tékkóslóvakíu.
---Þá hefði Hitler ekki getað hafið Seinna Stríð haustið 1939, og jafnvel ekki heldur 1940 eða síðar!
M.ö.o. að ágætar líkur væru á því, að stríð hefði ekki hafist í Evrópu.

Ég er nokkuð viss að auki, að svo lengi sem Bandaríkin standa þétt að baki NATO.
---Sé stríðshætta í Evrópu ekki fyrir hendi.
Og þar með ekki nein umtalsverð hætta á 3-Heimsstyrrjöldinni, þó að Rússland og Bandaríkin séu að fjölga hermönnum!

Þá sáum við miklu meiri herstyrk í Kalda-stríðinu, án þess að stríð yrði.
Þá reyndist það einmitt aðferðin, að halda uppi fullum varnarstyrk --> Sem án vafa forðaði þeirri hugsanlegu útkomu að Sovétríkin létu freystast!

Það sé einmitt málið --> Að friðarkaupsstefna hafi fullkomlega öfug áhrif á einræðisríki.
--Að skapa þá hugmynd að mótaðilinn sé viljalaus - og þ.e. þá sem hættan á ofmati á sinni stöðu magnast hjá þeim einræðisherra.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband