Gæti hin róbótíska framtíð styrkt einræðisríki í sessi?

Það er gríðarlega mikið um vangaveltur um það hvað vaxandi hraði á róbótvæðingu sem margir virðast reikna með á nk. árum muni hafa í för með sér.
---Það sem flestir reikna með, er að róbótar taki yfir framleiðslu á flestum fjöldaframleiddum hlutum.
---Að auki má reikna með því að í framtíðinni verði bifreiðar, fólksflutninga - vöruflutninga - einka, að auki róbótískar.

  1. Eitt sem virðist öruggt er að svo stór breyting.
  2. Mun hafa fjölda ófyrirséðra afleiðinga.

Bring on the long-delayed dawn of the robot age


Mér komið til hugar að róbótvæðing, geti styrkt einræðisríki í sessi!

Það sem ég hef í huga er "robotic law enforcement" eða m.ö.o. að einræðisríki í framtíðinni framleiði róbóta til þess að styðja við löggæslu og eftirlit með almenningi.
---Augljós kostur við róbóta væri - fullkomin hlíðni og engin samviska.
---Þeir gætu verið brynvarðir - og miklu þungvopnaðri en venjulegir lögreglumenn.
---Það væri þó sennilega alltaf lögreglumaður með í för sem stjórnandi.

  1. En þetta gæti þítt að fremur fámennur kjarni einstaklinga er nyti trausts elítunnar við stjórn -- gæti haldið almenningi undir nægum ótta.
  2. Það væri auðvitað ekki vandamál -- ef einhverjir róbótar eru eyðilagðir, fleiri væri unnt að framleiða væntanlega í verksmiðju er væri róbótísk.
  • Ef verksmiðjan er framleiddi þá væri alltaf mjög fámenn -- væri sennilega einnig auðveldara að tryggja öryggi um hana.

Kannski kemur einhverjum til hugar -- Robo Cop myndirnar.

Sama getur gilt herinn - að skriðdrekar geta verið róbótískir.
Og margar aðrar tegundir af vígvélum.

Þannig má það vel vera að -- einræðisríki verði mun traustari í sessi í þeirri framtíð.

  1. Stjórnendurnir geti treyst á tiltölulega fámenna harða kjarna -- með stuðningi róbóta, til að halda undir lögum og reglu, ásamt innra öryggi.
  2. Síðan geti gilt sama um herinn -- að hermenn verði alltaf undir nánu eftirliti nægs fjölda róbótískra "enforcers" ásamt því að margar vígvélar verði róbótískar -- að það verði mun ólíklegra í framtíðinni, að þ.s. gerðist t.d. í Sýrlandi að hluti stjórnarhersins geri uppreisn --> Leiði til uppreisnar er geti ógnað að ráði einræðis fyrirkomulagi landsins.


Það má líka velta því fyrir sér, hvort að róbótvæðing geti ekki verið ógn við lýðræðið

En mikill fjöldi starfa verður algerlega óþarfur og úreltur.

  1. Við erum líklega ekki að tala um hnignun lægri millistéttar.
  2. Heldur að hún hætti að vera til!

Þ.e. falli hugsanlega niður í fátækt.
Atvinnuleysi gæti orðið svo gríðarlegt - að það gæti hrikt í stoðum bótakerfa.

  1. En þá blasa augljóst við mjög harkaleg samfélagsleg átök.
  2. Þ.s. að krafa verður gerð um svokölluð -- borgaralaun sbr. "Citizen wages."
  3. En augljóslega -- munu þeir sem þá enn hafa vinnu, og þeir sem eiga umtalsverðar eignir -- berjast gegn þeirri skattheimtu sem það mundi fela í sér.

En ef slík framtíð felur í sér -- mikinn fjölda fátækra öreiga!
Þá gæti sú framtíð ógnað tilvist lýðræðiskerfisins sjálfs.

  1. En ef tækist að koma á einræði.
  2. Gæti róbótíska framtíðin þítt - að litlir möguleikar væru á að borgararnir gætu nokkru sinni snúið þeirri útkomu aftur við.

Þó það geti auðvitað farið svo að borgurum lýðræðisríkja takist að þvinga fram borgaralaun.
Þá er það sennilega langt í frá öruggt!

Síðan takist að verja lýðræðisfyrirkomulagið.
Þá sé sú útkoma ekki heldur örugg.

 

Niðurstaða

Margir sjá það fyrir sér sem hugsanlega draumsýn að róbótar framleiði allt - og flestir geti lifað þægilegu lífi sæmilega þrátt fyrir að hafa líklega ekki nokkra vinnu.
---En það þarf ekki að fara svo að sú draumsýn verði að veruleika!

En ég sé einnig möguleika á að í staðinn geti sannkallað martraðarsamfélag orðið ofan á.
Það sé meira að segja sennilegt að slík komi til að vera til í einhverjum fjölda landa!

Þó að langt í frá sé loku fyrir það skotið að einhverjum löndum takist að skapa þá hina jákvæðu draumsýn!
---En mér virðist nefnilega svo róbótísk framtíð geti einnig stuðlað að því að styrkja einræðis fyrirkomulag í sessi, þ.s. slíkt fyrirkomulag er til staðar.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband