Afar villandi málflutningur þ.s. fullyrt er tjón Íslands upp á 53ma.kr. af því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur á sínum tíma

Hlekk sem útskýrir ásökunina má sjá -hér- en um er að ræða grein er birtist á Kjarnanum.
En málið er það, að uppgjör þrotabúanna sýnir fram á tvennt:

  1. Þrotabúin áttu fyrir lágmarks greiðslum.
  2. Skv. uppgjörum þrotabúanna, þá var greitt úr þeim upphæð sem nemur 53.5 milljörðum króna, umfram -- það fé sem Bretar og Hollendingar greiddu út þegar þeir ákváðu að greiða sjálfir lágmarks tryggingu, gegn endurkröfu rétti í TIF.
  • Ástæðan er sú, að krafa kröfuhafa var í ísl. krónum - gengi krónu er hærra þegar lokauppgjör fer fram, þannig að kröfuhafa fá meira greitt úr þrotabúi LBI sem nemur þessari upphæð.

Ég sé ekki að ástæða sé til annars en að fagna því, að þetta uppgjör gekk svo vel upp.

 

En af hverju er málflutningurinn villandi?

  1. Ekki er tekið tillit til kröfu Breta og Hollendinga á ísl. ríkið -- um vexti, ef ég man upphæðina rétt, á bilinu 30-50ma.kr.
    --Fer eftir því hvenær uppgjör fer fram, hve miklir vextir hafa hlaðist upp.
    --Eins og flestir ættu að vita, voru uppgjör ekki kláruð fyrr en í ár.
  2. Íslenska ríkið, átti enga endurkröfu um þessar vaxtagreiðslur - í eignir þrotabúanna.
    --Þannig að ísl. skattgreiðendur, þar með almenningur, hefði ekki getað fengið það tjón sitt endurgreitt.
  3. Ísl. almenningur er ekki að greiða þessa 53,5ma.kr. umfram, heldur er það þrotabú LBI skv. sölu eigna.
    --Þetta er mikilvægt atrið -- þ.e. ekkert beint tjón af þessu fyrir almenning.
    --Tæknilega gæti gengi krónu hafa hækkað undanfarið eitthvað minna, meðan að þetta fé var að streyma út.
    -Tjón almennings er mun beinna í hinu tilvikinu.-
  4. Varðandi það hvort að Ísland beið eitthvert annað tjón af því, að deilan hélt síðan áfram eftir að almenningur hafnaði samningum, þangað til að ísl. ríkið vann deiluna eftir að dómur EFTA féll ríkinu í hag --> Væri gríðarlega erfitt að sýna fram á.
  5. Losun hafta hefur enn ekki endanlega farið fram.
    ---Endanlegt uppgjör þrotabúa fór ekki fram fyrr en í ár.
    *Ekki tel ég að unnt sé að halda því fram að dráttur þar um, tengist því að Lee Bucheit samningurinn var ekki samþykktur.*

Hverjir eru að taka undir þetta?

Guðni Th. í Sprengisandi sl. laugardag -- Jón Baldin Hanniballsson:  Ekki flýja, Ólafur – Áskorun frá Jóni Baldvini.

Ég held að með því að taka undir þessa fullyrðingar -- sé Guðni búinn að ákveða það fyrir mig!
Að ég greiði honum ekki mitt atkvæði!


Mikið af fullyrðingunum flokkast undir eftir á speki!

Enginn gat vitað það með vissu 2010, að þrotabúin mundu duga fyrir lágmarks greiðslum.
En nú 2016 gerður þau það með stæl.
---Þannig að fullyrðingar þess eðlis, að menn hefðu átt að vita betur.
---Byggja þar með á vitneskju dagsins í dag.
---Sem menn gátu ekki búið yfir fyrir 6 árum.

Að sjálfsögðu lugu ekki þeir sem óttuðust Lee Bucheit samninginn -- en fullyrðingin um lygar, stenst ekki að sjálfsögðu, þ.s. enginn gat vitað útkomuna með vissu.
-------------Og ég ítreka!

  1. Menn taka ekki tillit til vaxtakröfu Breta og Hollendinga!
  2. Sem ríkið hefði ekki getað fengið til baka, þar með tjón skattgreiðenda verið óbætt.

 

 

Niðurstaða

Ég vona Guðna Th. vegna, að hann fari ekki mikinn í stuðningi við þennan málflutning. Þó hann hafi tekið undir þetta sl. laugardag. Því mjög auðvelt er að sýna fram á að þessi framsetning er villandi, í besta falli.
---Ég átta mig ekki á því, af hverju vaxtakrafa Breta og Hollendinga er ekki nefnd, af þeim sem þusa um meint tjón þjóðfélagsins upp á 53,5ma.
Annaðhvort eru menn að gleyma henni - - eða vísvitandi að flytja villandi mál!

Síðan er almenningur ekki að tapa þessum 53,5ma.kr., en það er þrotabú LBI sem greiðir það fé -- ekki almenningur. En almenningur hefði sannarlega greitt vaxtakröfu Breta og Hollendinga, í gegnum hækkaða skatta á sínum tíma, eða lélegri þjónustu!

 

Kv.


Bloggfærslur 10. maí 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband