Meirihluti Bandaríkjamanna er ósammála Trump um alþjóðavæðingu og TPP

Kemur fram í áhugaverðri skoðanakönnun framkvæmd af Chicago Council of Global Affairs. Um könnunina er fjallað einnig í Washington Post: Most Americans say that globalization is a positive and that free trade improves their lives.

Þessi afstaða meirihluta íbúa Bandaríkjanna er áhugaverð í ljósi afstöðu beggja forsetaframbjóðanda - sem lísa báðir yfir andstöðu við TPP "Trans Pacific Partnership."

Trump síðan hefur ítrekað hraunað yfir helstu viðskiptasamninga Bandaríkjanna, og sagt þá hafa skaðað efnahag Bandaríkjanna stórkostlega í gegnum árin, sérstaklega heldur hann því fram að þeir hafi skaðað störf innan Bandaríkjanna!

  • Trump gæti verið að lesa rangt í afstöðu bandarísks almenning að mörgu leiti!

Eins og sést á mynd, styður meðaltali 65% Bandaríkjamanna - alþjóðavæðingu!

Það er einnig spurt nánar um afstöðu Bandaríkjamanna til alþjóðaviðskipta!

  1. Eins og þarna kemur fram, telja 59% Bandaríkjamanna að alþjóðavæðing styrki efnahag Bandaríkjamanna, 57% að alþjóðavæðing styrki bandarísk fyrirtæki, 70% að alþjóðavæðing sé góð fyrir neytendur og 64% að alþjóðavæðing styrki lífskjör Bandaríkjamanna!
  2. Hinn bóginn virðist einungis 40% trúa því að alþjóðavæðing nettó stuðli að fjölgun starfa innan Bandaríkjanna, og 35% trúa því að hún styrki starfsöryggi.
    --Skv. því meta Bandaríkjamenn að alþjóðavæðingu fylgi kostir sem gallar.

Greining eftir flokkum er áhugaverð!

  1. 68% Demókrata telja alþjóðavæðingu styrkja efnahag Bandaríkjanna, meðan að 51% Repúblikana eru sama sinnig.
  2. 65% Demókrata meta alþjóðavæðingu góða fyrir bandarísk fyrirtæki, meðan að 50% Repúblikana eru sama sinnis.
  3. 75% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir neytendur, meðan að 66% Repúblikana eru sama sinnis.
  4. 72% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir lífskjör, meðan að 60% Repúblikana eru sama sinnis.
  • Á móti, telja 47% Demókrata alþjóðavæðingu efla störf innan Bandaríkjanna, meðan að 34% Demókrata eru sama sinnis.
  • Og 41% Demókrata telur alþjóðavæðingu efla atvinnuöryggi í Bandaríkjunum, meðan að 30% Repúblikana eru sama sinnis.

Meirihluti Bandaríkjamanna skv. þessu telur alþjóðavæðingu ógna störfum innan Bandaríkjanna!

Meðan að á móti telur meirihluti Bandaríkjamanna alþjóðavæðingu samt góða fyrir efnahag landsmanna, þeirra lífskjör og bandaríska neytendur.

  • Skv. því má lesa út þá nettó afstöðu --> Að alþjóðavæðing geri meir gott fyrir Bandaríkin og Bandaríkjamenn, en slæmt!

__Út frá þessu, þá er raunverulega til staðar ótti um atvinnu í tengslum við áhrif alþjóðavæðingar innan Bandaríkjanna --> Svo Trump er ekki fullkomlega á villigötum um vilja Bandaríkjamanna!

__Á hinn bóginn, virðist samt að hann lesi rangt í meirihluta afstöðu almennings innan Bandaríkjanna -- þ.s. heilt yfir styður skv. þessu bandarískur almenningur alþjóðavæðingu, sbr. að almenningur metur að hún styrki þeirra eigin kjör, og sé góð fyrir þá sem neytendur.

Skv. þessari mynd er meirihluta stuðningur með alþjóðavæðingu í öllum aldurshópum
Enginn hópur hefur meirihluta andstöðu við alþjóðavæðingu!

Lokaspurning var síðan um TPP:

  1. 60% Bandaríkjamanna styðja TPP.
  2. 71% Demókrata styðja TPP.
  3. 57% Repúblikana styðja TPP.
  4. 56% stuðningsmanna Sanders meðal Demókrata styðja TPP.
  5. Meðan að 74% stuðningsmanna Clintons í Demókrataflokknum styðja TPP.
  6. Og 47% stuðningsmanna Trumps styðja TPP - meðan að meirihluti Repúblikana er studdi aðra frambjóðendur, styður TPP.

Þetta er merkileg útkoma - þ.s. Trump ítrekað sönglar að TPP sé það versta sem geti komið fyrir Bandaríkin - og Clinton hefur lofað að undirrita ekki samkomulag að óbreyttu.
--Samt er einungis lítill meirihluti stuðningsmanna Trump á móti TPP.

Meðan að meirihluti allra annarra hópa Bandaríkjamanna styður samninginn!

 

Niðurstaða

Það ætti í reynd þrátt fyrir alla umræðuna í tengslum við Trump, þ.s. hann hefur hraunað yfir alla helstu utanríkisviðskiptasamninga Bandaríkjanna - og lofað að endursemja um þá stærstu og mikilvægustu ef hann verður kjörinn -- -- > Ekki að koma á óvart að meirihluti íbúa Bandaríkjanna - skuli styðja alþjóðasamninga um viðskipti og alþjóðavæðingu almennt.

Því þ.e. einmitt hárrétt mat sem kemur fram í könnuninni þegar bandarískur almenningur er spurður beint -- nefnilega að bandarískur almenningur græðir og það heilmikið á alþjóðavæðingu.

Þetta virðist bandarískur almenningur vita!
__Spurning þá hvort að frambjóðendurnir báðir séu ekki á rangri hyllu!

 

Kv.


Bloggfærslur 6. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband