Mun SDG standa fyrir skæruhernaði gegn forystu Framsóknarflokksins <-> Eða ætlar SDG að kljúfa sig og fylgismenn frá Framsóknarflokknum með stofnun nýs flokks eftir þingkosningar?

Það sem er áhugavert þessa vikuna - er herferð fylgismanna Sigmundar Davíðs og hans sjálfs, er virðist hönnuð til þess að --> Sverta niðurstöðuna í formannskjörinu, þ.e. skapa þá mynd að SDG hafi ekki tapað, heldur flokkurinn verið vélaður undan honum með svikum!

Slíkum hugmyndum er augljóslega ætlað að þétta fylgismenn hans innan Framsóknarflokksins utan um sinn foringja, og að auki ætlað að tryggja að fylgismenn hafi fullkomið vantraust til forystu flokksins -- þess utan, að þær skapa reiðiástand meðal fylgismanna SDG.


Tveir möguleikar virðast við blasa sem endaútspil!

  1. Skæruhernaður: En það væri að leitast við að gera forystunni eins ill mögulegt að stjórna flokknum og framast er unnt, en tilgangur þess að skapa þá ímynd meðal fylgismanna SDG - að niðurstaða formannskjörsins hafi verið óheiðarleg þ.e. flokkurinn vélaður af SDG, þannig að SDG hafi í reynt ekki - tapað, m.ö.o. að SDG sé áfram -réttmætur formaður flokksins- getur haft þann megin tilgang að undirbúa gagnbyltingu innan flokksins.
    __Galli við þetta, er að málflutningur sbr. að fólk sem rétt átti á að kjósa hafi ekki fengið, meðal þeirra stuðningsmenn SDG - að menn hafi verið keyrðir á kjörstað og kosið sem ekki hafi verið í flokknum í a.m.k. 30 daga, hafi síðan strax hætt - fólk hafi verið keyrt í rútum er komu á staðinn rétt fyrir 11. á sunnudag rétt fyrir kjörið, þar hafi verið fólk sem enginn hafi áður séð á fundum á vegum flokksins.
    __Greinilega vegur að heiðri margra er starfa innan flokksins, sbr. þeirra er sátu í andyri ráðstefnunnar og gengu úr skugga um að viðkomandi væri á lista yfir meðlimi flokksins sl. 30 daga skv. listum er bárust frá flokksfélögunum, þeirra sem ráða innan einstakra flokksfélaga - þaðan sem listarnir bárust, einnig heiðri þeirra sem starfa í höfuðstöðvum flokksins - en það fólk tekur m.a. við listunum frá flokksfélögunum --> Sem þurfa ef ég man rétt, að hafa borist innan tilskilins tíma fyrir flokksþing, sem er gert til þess að hindra einmitt slíka hluti; og auðvitað leitast við að mála nýja forystu sem - svikahrappa af verstu sort.
    __Fyrir utan, að þarna gætir greinilega þeirrar samsæriskenningar, að öfl utan Framsóknarflokksins, hafi tekið þátt í því að fella SDG -- en stutt væri í það, að menn færu að trúa því að fólk úr öðrum flokkum hafi mætt, ef menn fara að trúa því að -- unnt hafi verið að koma fólki að sem ekki hafði verið í flokknum skv. reglu flokksins í 30 daga að lágmarki.
    **Þessi málflutningur er náttúrulega til þess fallinn, að skapa ífingar og deilur -- fyrir utan að þetta særir þá aðila, sem vegið er að.
    **Þá auðvitað krystallast frekar fylkingamyndun milli Sigurðar Inga, og Sigmundar Davíðs.
    Nú, þegar menn hafa málað -- hina fylkinguna, svikahrappa og þaðan af verra, þá auðvitað --> Ætla menn vart, að stefna að sáttum síðar meir --> Ef fylkingu SDG mundi takast í því síðar meir, að ná fram nýju aukaflokksþingi, smala þangað fylgismönnum. --> En ég sé ekki, að menn mundu vægja þeim - sem þeir trúa að séu svikahrappar.
    __Þannig að þá værum við að tala um, tímabil harðra átaka um forystuna í flokknum, þ.s. reglulega væru gerðar tilraunir til að fella þá forystu er náði völdum sl. sunnudag.
    **Þetta væri auðvitað mjög skaðlegt fyrir flokkinn!
    En miðað við nálgun SDG og stuðningsmanna í málflutningi --> Þá sé ég ekki, að tilraunir til sátta séu líklegar til að skila friði innan flokksins!
    Það væri þá ekki um annað að ræða fyrir stuðningsmenn Sigurðar Inga --> En að leitast við að svæla stuðningsmenn SDG úr flokknum!
    M.ö.o. það verði annaðhvort --> Viðvarandi skæruhernaður, stöðugt leitast við að ná flokknum til baka --> Þannig uppbyggingartilraunir nýrrar forystu, hindraðar.
  2. Eða, að tilgangur SDG og stuðningsmanna er ekki, viðvarandi skæruhernaður - að ná aftur stjórninni á flokknum; heldur að kljúfa sig frá flokknum.
    --> En málflutningur undanfarinna daga, sem þéttir raðir stuðningsmanna SDG utan um hans persónu, magnar upp reiðiástand meðal stuðningsmanna SDG --> Getur einnig verið undirbúningur undir það, að SDG og hans fólk -- kljúfi sig frá flokknum.
    __Þá getur málflutningurinn undanfarið verið tilraun til þess, að tryggja að sem flestir fylgi honum út úr flokknum!
    **En með því að sverta gersamlega forystu flokksins, og niðurstöðuna á flokksþinginu, þá gæti tilgangurinn einmitt verið sá -- að tryggja það að sem flestir fylgi SDG, er hann tilkynnir til sögunnar þann tilgang, að stofna nýjan flokk!
  • Segjum að 2-sé tilgangur SDG: Þá væri líklegast að SDG kljúfi sig frá, eftir kosningar. En þá stendur hann við loforð þess efnis, að taka þingsætið sem hann segist hafa veitt félögum á NA-landi. Sama tíma, er þetta öruggt þingsæti.
    --Ef SDG færi í sérframboð, hefði hann ekkert öryggi fyrir því að vera á þingi.
    __Hafandi í huga, að hann er að mála forystu flokksins - svikahrappa, það að flokknum hafi verið rænt með svikum af honum - m.ö.o. að hann hafi í reynd ekki tapað.
  • Þá væntanlega, mundi aðferðin verða afsökuð í augum fylgismanna, að mynda annan Framsóknarflokk - utan um fylgismenn SDG, undir forystu SDG.
  • Ég reikna með því, að slíkur flokkur --> Hlyti að taka strax upp mjög harða gagnrýni á Framsóknarflokkinn, undir núverandi forystu.
  • Augljóst gæti ekki verið neitt samstarf við Framsóknarflokkinn.
  • Sem þíðir, að -- SDG flokkurinn, gæti ekki unnið með ríkisstjórn, er hefði Framsóknarflokkinn innanborðs.

Það fer þá eftir því -- hve stór hluti Framsóknarflokksins færi, hvort að möguleikar Framsóknarflokksins til ríkisstjórnarþátttöku væru verulega skaðaðir.

Mín skoðun, er að SDG flokkurinn - yrði mjög pólitískt einangraður.
En meðan að flestir flokkar virðast til í að vinna með Sigurði Inga -> Á annað við SDG, en vinstri flokkarnir hafa fullkomlega útilokað samstarf með honum, og sennilegt er að Sjálfstæðisfl. væri einnig ákaflega tregur til samstarfs, vegna þeirrar lyktar sem fer af SDG - vegna Vintris málsins.

Með vissum hætti, tel ég þetta skárri útkomuna, þ.e. klofning í stað -- stöðugs skæruhernaðar!

 

Niðurstaða

Málflutningur SDG og stuðningsmanna, þ.s. leitast virðist við að sverta hina nýju forystu framsóknarflokksins, með því að teikna upp þá mynd -- að flokkurinn hafi verið vélaður af SDG með svikum, þ.e. í reynd er verið að -- kalla hina nýju forystu, svikahrappa.
--Auk þess að fjöldi flokks fólks er starfar innan flokksins, er einnig svert. En til þess að slík meint svik væru framkvæmanleg, yrði fjöldi fólks að taka þátt í þeim. Fólk sem starfar innan flokksins í félögum hans, í höfuðstöðvum, og á ráðstefnunni sjálfri.

Virðist mér með mjög skýrum hætti benda til þess, að Sigmundur Davíð ætli sér engan friðarstól!

Ég sé einungis 2-rökréttar útkomur, þ.e. viðvarandi skæruhernað og tilraunir til að ná flokknum aftur, væntanlega til þess að svæla síðan út hvern þann sem tók þátt í meintu samsæri -- sem þíddi stöðug átök, mundi skaða tilraunir nýrrar forystu til flokks uppbyggingar, fyrir utan að stöðugt væri grafið undan getu hennar til að stjórna flokknum.

Eða, að til standi að kljúfa flokkinn eftir kosningar, er SDG væri búinn að tryggja sér örugga þingsætið. En þá mundi tilgangur máflutnings undanfarinna daga líklega vera sá, að tryggja að sem flestir stuðningsmanna SDG - fylgi honum!

  • Þá væri SDG að leika hlutverk - Hannibals Valdimarssonar heitins, föðurs Jóns Baldvins Hannibalssonar.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 233
  • Sl. sólarhring: 292
  • Sl. viku: 316
  • Frá upphafi: 846954

Annað

  • Innlit í dag: 220
  • Innlit sl. viku: 302
  • Gestir í dag: 213
  • IP-tölur í dag: 213

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband