138 þúsund flóttamenn hafa flúið til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf frá Lýbýu það sem af er þessu ári

Þetta er ekki sami flóttamannavandinn, sem á sl. sumri og sumarið 2015, streymdi frá Tyrklandi yfir Eyjahaf til Grikklands - sem skilaði rúmlega milljón flóttamönnum sumarið 2015 í Þýskalandi!
--Sem leiddi til mikillar gagnrýni á Angelu Merkel!

Heldur virðist straumurinn er liggur í gegnum Lýbýu, síðan yfir Miðjarðarhaf -- vera fyrst og fremst Afríkufólk frá fátækum löndum sunnan Sahara!

Italy rescues more than 6,000 migrants from Mediterranean in 1 day

Some 235,000 migrants ready to cross Mediterranean to Italy before winter, warns UN envoy

600 children have died crossing Mediterranean in 2016

http://images.huffingtonpost.com/2015-04-24-1429840382-993301-FILE14078.jpg

Þetta er í reynd mannlegur harmleikur!

Fjöldi þeirra sem láta lífið af þessu Afríkufólki er kemur frá löndum svo langt suður sem Nígeríu -- er óþekktur.
En stóra óvissuatriðið er - fjöldi þeirra sem farast ár hvert í Sahara auðninni.

Örugglega ekki færri en þeir sem drukkna ár hvert í Miðjarðarhafi.

  1. Þetta er miklu mun fátækara fólk, en það fólk sem streymt hefur frá Miðausturlöndum, í gegnum Tyrkland og síðan yfir Eyjahaf.
  2. Þess vegna er ég pínu skeptískur á hugmyndir þess efnis, að -- að skila fólkinu til baka til Lýbýu.
  3. Vegna þess, að öfugt við fólk frá t.d. Sýrlandi - eiga þessir hópar ekki endilega gemsa, og er ekki endilega í tengslum við netið.
    --Þannig að skilaboð berast ekki endilega greiðlega til þess.
  4. Síðan er þetta fólk það örvæntingarfullt -- að þ.e. til í að taka þá áhættu að farast - þ.e. erfitt að skapa fælingarmátt gagnvart slíkri örvæntingu.

Flóttamannastraumurinn virðist vera að hrannast upp innan Ítalíu - því að Sviss og Austurríki, hafi í reynd -- lokað landamærum sínum.
--Kemur fram í frétt!

Þetta skapi mikinn þrýsting á Matteo Renzi.

  • Ég er ekki með neina sérstaka lausn á þessu vandamáli á takteinum.
    --Þetta eru efnahagsflóttamenn, í leit að betra lífi.
  • En örvænting þessara flóttamanna, hve tilbúnir þeir eru að láta lífið, hve mikla áhættu þeir eru tilbúnir að taka -- gerir erfitt að stöðva þennan straum.

Sú hugmynd t.d. að bjarga þeim ekki, úr Miðjarðarhafinu - eins og sumir leggja til, væri brot á alþjóðalögum - t.d. þeirri reglu sem sett var á fót eftir Titanic slysið 1912, sem skildar sjófarendur að bjarga sjófarendum í nauð - engin undantekning veitt.
--Fólk mundi þá auðvitað drukkna - þúsundum saman.

Ég er ekkert viss - að það mundi raunverulega skapa fælingu á strauminn.
--Hafandi í huga, hversu mikla áhættu fólkið virðist tilbúið í að taka, hafandi þegar farið yfir Sahara þar á undan.

  1. Síðan gæti slík aðgerð einnig skapað annan vanda, en Lýbýa er í slæmu ástandi vegna upplausnar ástands sem enn hefur ekki fullan endi tekið!
  2. En það gæti vel leitt til verulegs fellis vegna hungurs, ef hundruð þúsunda flóttamanna leituðu yfir auðnina - komast síðan ekki, og að auki væri fólk flutt stra aftur til baka yfir af bátum er finnast á hafinu.
  • Hungursneið gæti gert ástandið í Lýbýu til muna varasamara, en það þó er í dag.

M.ö.o. er ég að segja, að engin augljós lausn á þessum vanda sem líkleg er að duga, sé í kortunum.

  • Fátt bendi til þess, að straumurinn endurtaki sig ekki - nk. sumar.

 

Niðurstaða

Þetta ástand er augljóslega verulega íþyngjandi fyrir Ítalíu -- sá möguleiki er klárlega til staðar, að það ástand geti síðar meir orðið vatn á myllu þjóðernis sinnaðs andstöðu flokks við flóttamenn á Ítalíu.
--Það mætti tæknilega hugsa sér það, að Ítalía sendi her til Lýbýu, til að mynda þar flóttamannabúðir undir stjórn ítalskra hermanna, til þess að gera tilraun til þess að setja tappa í strauminn þar í landi, svo þeir hætti að fara yfir hafið til Ítalíu.

En slík aðgerð gæti aldrei verið ódýr - og slíkur ítalskur her mundi líklega verða fyrir árásum íslamista hreyfinga.
--Samt framtíðar möguleiki er gæti orðið líklegri eftir því sem vandinn vindur áfram upp á sig --> En þjóðernis sinnuð bylgja á Ítalíu gæti hugsanlega skapað stuðning samt sem áður við aðgerð er kostaði töluverðar fórnir fyrir Ítali í formi líklegs mannfalls!

Fer eftir því hve örvæntingarfullir Ítalir verða fyrir rest.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband