Hagfræðirannsóknir virðast staðfesta að núverandi efnahags ástand með ofurlágum vöxtum og verðbólgu sé framkallað af fólksfjöldaþróun, m.ö.o. stöðugri fjölgun eldri kynslóða á kostnað yngri kynslóða!

Mig er búið að gruna þetta lengi, vegna þess að ég hef lengi fylgst með þróuninni í Japan, sem lenti í frægri kreppu veturinn 1989-1990 er risastór spekúlanta bóla í verðlagi á landi sérstaklega á Tokyo svæðinu sprakk með látum og Japan datt í snögga djúpa kreppu!
--Síðan þá hefur Japan heilt yfir verið í stöðnun, ef tíminn ca. síðan 1990 er lagður saman, þá nokkurn veginn jafnast út smávegis hagvaxtartímabil vs. smávegis samdráttartímabil í línu sem verður nokkurn vegin alveg flöt!

Image result for japan nominal gdp 1990 2016

Gavyn Davies - It’s the demography, stupid!

Hann summar niðurstöðu nýlegra rannsókna í þeirri bloggfærslu!

  1. Hvort heimili spara meir en þau eyða er greinilega undir áhrifum af því hver aldur ábúenda er - en yngri heimili með börn á framfæri bersýnilega eyða meira hlutfallslega í hlutfalli við tekjur en eldri heimili.
    --Eftir því sem heimilum í eldri kanntinum fjölgar á kostnað yngri heimila, fjölgi heimilum þ.s. í vaxandi hlutfall tekna -- fer í sparnað frekar en eyðslu.
    **Þetta hefur augljós áhrif á neyslu vs. fjárfestingu vs. sparnað.
  2. Sama trend þ.e. fjölgun fólks í eldri hópum er einnig að leiða til þess að hlutfallsega fleiri eru í aldurshópum sem nálgast eftirlauna-aldur, eða í aldurshópum sem komnir eru á eftirlauna-aldur, eða á eftirlaun.
    **Það þíðir að vinnandi höndum fækkar í hlutfalli við peningamagn í boði.
  3. Þegar fjölmennur aldurshópur er að nálgast eftirlauna-aldur, þó sá sé enn við störf - þá skapar sá hópur hlutfallslega fjölgun meðal þeirra enn vinnandi, sem huga meir að sparnað en neyslu.
  4. Ef fólk sér fram á að æfilíkur haldi áfram að vaxa - þá hvetur það þá sem eru vinnandi enn frekar til sparnaðar, því þeir vilja þá spara enn meir því þeir sjá fram á að geta lifað svo lengi á eftirlaunum - svo þeir geti haft það bærilega!

Útkoman sé það sem við sjáum í dag, þ.e. vegna þess að sífellt fleiri vilja spara, þá sé fé sem sækist eftir ávöxtun --> Sífellt að aukast í hlutfalli við þá framleiðslu sem fyrir er.

Sem rökrétt -sbr. lögmál framboðs og eftirspurnar- leiðir til þess að vextir lækka, þ.e. framboð vex á fé sem sækist eftir ávöxtun - samtímis og framleiðslan stendur í stað, eða vex hægar en nemur hlutfalls vexti fjármagns er sækist eftir ávöxtun.

  1. Rökrétt afleiðing sé það ástand sem er til staðar, þ.e. lítll hagvöxtur eða nærri því stöðnun hagvaxtar -- og ofurlágir vextir á fé!
  2. Þessu fylgja þó slæmar hliðarverkanir, þ.s. féð leitar eftir ávöxtun áfram, virðist að hluta til sækja í steynsteypu eignir -sbr. hækkun fasteignaverðs- og í land -sbr. hækkun landverðs.-
  • Sumir halda því fram að þessu fylgi hættuleg verðbólga á fasteignamarkaði.
  • Og í verðlagi á landi.
  • Það þurfi því að hækka vexti - vilja sumir meina!

Ég held að það hefði afar varasamar afleiðingar af öðru tagi.

  1. En grunnvandinn sé, að of mikið fé sækist eftir ávöxtun --> Það væri þá spurning, hvað ætti að standa undir, hækkaðri vaxtakröfu?
  2. Efa að hagkerfis grunnurinn ráði við það dæmi, og mundi því láta undan síga! M.ö.o. stöðnun eða hægur vöxtur, þróaðist í -- samdrátt.
  3. Þá auðvitað víkkar gjáin þarna á milli - fjármagnsins og hagkerfis grunnsins enn frekar --> Og líkleg afleiðing yrði sennilega, fjármálahrun og líklega að mjög margir mundu tapa sínum sparnaði.

Gavyn Davies --:

  1. "Carvalho, Ferrero and Nechio estimate that the demographic transition has reduced r* by 1.5 percentage points in developed economies since 1990."
  2. "And Federal Reserve authors, in a significant recent paper, conclude that their demographic model accounts for 1.25 percentage points decline in r* and trend GDP growth since 1980."

Skv. rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna sem hann vitnar í -- þá sé niðurstaða höfunda þeirrar skýrlu, að nánast öll meðal lækkun hagvaxtar og meðaltals jafnvægis vaxta síðan 1990 --> Sé af völdum fólksfjöldaþróunar!

Að auki telja höfundar þeirrar skýrslu, að framhalds áhrif fólksfjöldaþróunar muni halda meðaltals jafnvægis vöxtum í Bandaríkjunum og meðal hagvexti lágum áfram í langan tíma.

Þeir meta meðaltals jafnvægis vexti í dag vegna fólksfjöldaþróunar 0,5%. Og telja það ástand líklegt að endast lengi!

 

Niðurstaða

Mér finnst þetta sannfærandi niðurstaða, þar sem að hún virðist staðfesta hvað hefur verið grunur minn um allnokkurt skeið - en ég varð vitni á sínum tíma af þróuninni í Japan, síðan hvernig fólksfjöldaþróun þar og stöðnunin hefur haldist þar í hendur, og viðhaldið samfelltum hagkerfis doða í Japan sl. 30 ár.

Það virðist rökrétt að við séum hér á Vesturlöndum að ganga inn í sambærilegt tímabil, með mjög lágum hagvexti og lítilli hlutfallslega séð eftirspurn, og því slakri fjárfestingu - - til langs tíma; því áframhaldi ofur lágra vaxta til langrar framtíðar héðan í frá!

  1. Þetta virðist þó gera ungu fólki erfitt fyrir, þ.e. peningar í leit að ávöxtun virðast að einhverjum hluta leita í steynsteypu og hækka húsnæðisverð, samtímis og verð á landi einnig hefur hækkað.
  2. Lítil fjárfesting, skili síðan slakari tækifærum fyrir ungt fólk - samtímis því að það á síður efni á húsnæði hvort sem er til leigu eða kaupa.

M.ö.o. þar getur legið bakgrunns orsök þeirrar sprengingar í pópúlisma sem við sjáum stað á vesturlöndum -- þegar vinnandi fólk og ungt fólk í vaxandi örvæntingu kýs flokka, er boða í vaxandi mæli róttækari breytingar.

Árekstur kynslóðanna virðist við blasa!
Því hagsmunir kynslóðanna - rekast á!

 

Kv.


Bloggfærslur 24. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 805
  • Frá upphafi: 846633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 741
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband