Hvers vegna er Rússland að sigla 8 herskipum til Miðjarðarhafs, þar á meðal sínu eina flugmóðurskipi?

Síðan það vitnaðist að skipin 8 eru á leið til Miðjarðarhafs, 4-skip frá Barentshafsflota Rússa, og önnur 4 frá Eystrasaltflota Rússa; hefur málið vakið miklar spurningar og vangaveltur í alþjóðafjölmiðlum!

Stærstu skipin eru Pétur Mikli, er flokkað á Vesturlöndum sem orustu-beitiskip, vegna stærðar - þ.e. 28þ. tonn full-lestað, er kjarnorkuknúið - búið öflugum eldflaugum.

https://s-media-cache-ak0.pinimg.com/originals/15/ef/80/15ef8089562db170ee20fd3ffc73db9d.jpg

Og auðvitað Kuznetsov aðmíráll. 55þ. tonn full-lestað.

http://defense-update.com/wp-content/uploads/2016/03/KUZNETSOV1021.jpg

 

  1. Eins og ég benti á um daginn, þá hefur Kuznetsov aðmíráll 41 flugvél, meðan að risaflugmóðurskip bandaríska flotans hafa 70.
  2. En  Kuznetsov hefur fleiri ókosti í samanburðinum - en skipið er svokallaður "jump carrier" þ.e. hefur nokkurs konar stökkpall fremst.
    --Í stað þess að nota "catapult" sem þeytir vélum af stað á ógnarkrafti eins og bandarísku flugmóðurskipin nota.
    --Þá hoppa þær í staðinn af þessum stökkpalli!
  3. Gallinn við þetta, að þær ná ekki eins miklum hraða í flugtaki -- sem minnkar verulega mögulegan burð, þ.e. mögulega flugtaksþyng miðað við stærð vængja, þ.e. "vingload."
    --Þetta þíðir það, að sambærilega öflug vél - sem hefur sig til flugs af "jump carrier" - ber minna af öllu, þ.e. sprengjum - skotfærum - eldsneyti - eldflaugum.
  4. Bretar fundu þessa aðferð upp, þ.e. "jump carrier" en kosturinn á móti, er að -- stökkpallurinn gerir flugtak af smærra flugmóðurskipi mögulegt fyrir stórar og öflugar orrustuþotur <--> En gegnt þeim ágalla, að þær geta borið minna!
    --En ef þær sömu vélar taka sig á loft af stærra flugmóðurskipi með "catpult launcher."
  5. Bretar voru til í að sætta sig við þennan galla, því eftir allt saman - þá þíddi það að smærri og ódýrari móðurskip gátu borið stærri og öflugari orrustuþotur!
    --Fyrir utan að Bretar gerður ávalt ráð fyrir, að starfa í samvinnu við Bandaríkin, sem hafa móðurskip þaðan stórar og öflugar þotur, taka á loft með "catapult" og geta því borið sína fulla mögulegu þyngd af öllu.
  6. Aftur á móti eiga Rússar einungis þetta eina móðurskip - og þeir eiga engan bandamann sem á stærri og öflugari slík!
    --Þetta er vert að muna --> Að vélarnar á Kuznetsov bera minna -- vegna þess að skipið er "jump carrier" þannig að það leiðir til þess -- að "combat value" þeirra er þar með - minnkað!
    --Þeirra "combat value" þannig séð, er kannski nær því að vera svipað -- ca. helmingi síns fjölda þ.e. 20 véla frá bandarísku móðurskipi, því vélar er taka á loft þaðan, geta borið sína fulla þyngd af eldsneyti - sprengjum - eldflaugum og öllu.

Þetta atriði að "combat value" véla er fljúga frá Kuznetsov er takmarkað, setur spurningar við því -- af hverju Pútín er að þessu?
En 41 Sukhoi landvél er flygi til Sýrlands frá Rússlandi, og notaði flugvelli í Sýrlandi, hefði mun meira "combat value" því þær geta þá borið mun meira per vél.
Fyrir utan, að miklu mun kostnaðarsamara er að standa í því, að reka heila flotadeild á Miðjarðarhafi -- til að halda þar uppi einu stykki flugmóðurskipi, með "limited combat value."

M.ö.o. virðist aðgerðin "irrational."
Svona við fyrstu sýn!


En það má auðvitað velta því upp, að málið snúist um eldflaugar sem skipin 8 bera, frekar an takmarkaða getu véla frá Kuznetsov til að bera sprengjur!

En það hefur einnig galla - en eldflaugar geta einungis sprengt skotmörk sem þær hafa verið forritaðar til að sprengja!
Eftir að þú hefur sent flaugina af stað - þá skiptir þú ekki um skotmark!
Meðan að flugvélar geta flogið yfir vígvellinum, beðið fyrir ofan meðan þær hnita hringi yfir svæðinu, beðið eftir því að hermenn - sendi upp til þeirra upplýsingar um skotmark.
Flugmaður þá varpar á það sprengju!

Punkturinn er sá, að flugvélar veita miklu mun meiri sveigjanleika!
--Það virðist því ekki sérlega skilvirkt, að senda heila flotadeild til Miðjarðarhafs.
--Til að sprengja skotmörk, sem flugvélar sveimandi yfir geta allt eins séð um, og líklega séð um að töluvert meiri skilvirkni.

Nokkur dæmi um vangaveltur í fjölmiðlum:

Largest Russian military deployment since Cold War passes through British waters en route to ‘crush’ Aleppo

Russian naval deployment en route to escalate Aleppo destruction

Major Russian naval deployment to intensify Aleppo assault: NATO diplomat

Russia taunts US with biggest military offensive since the Cold War

Ég er með öðrum orðum, ekki alveg að kaupa þær ályktanir sem þar koma fram, frá blaðamönnum.

  1. En hugmynd þessara fréttaskýringa virðist sú.
  2. Að flotinn sé sendur með þá "mission" að gereyða þeim hluta Aleppo í höndum uppreisnarmanna.
  3. Með væntanlega einhverri óskaplegri sprengjuhríð.

En ég fæ ekki séð að flotinn geti gert meira!
En rússnesku sprengjuvélarnar hafa verið að gera mánuðum saman!

 

Þannig að það blasi eiginlega við önnur skýring!

Þetta sé einfaldlega --> Risastór hersýning ala Pútín!
Flotinn muni sennilega demba yfir Aleppo - öllum sínum eldflaugum!
Og vélar frá Kuznetsov henda yfir sprengjum, með sínu takmörkuðu burðargetu.

  • Megin tilgangurinn sé -- áróður!

En ég sé ekki að þessi skip séu fær um að henda yfir Aleppo meira magni af sprengjum, en tugir landvéla Rússa eru færar um - með ath. meiri skilvirkni.
--Og miklu mun minni tilkostnaði!

Það hve þetta sé augljóslega óskaplega kostnaðarsamt!
--Sama tíma og þetta sé miklu mun minna skilvirk leið til að gera sama hlutinn!

  • Sýni að tilgangurinn sé fyrst og fremst -- áróður!

Einræðisherrann, sé að sýna heiminum - að hann geti brennt fullt af peningum Rússlands, meðan að lífskjör eigin landsmanna halda áfram að dala --> Og Pútín samtímis sker niður fjármuni til allra annarra málaflokka en hermála, þar á meðal - heilbriðismála - menntamála - og auðvitað, stuðning við aldraða og fátæka!

  • Að sjálfsögðu -- heldur hann frekar, fokdýra hersýningu!

Sýnir hvílík landeyða - þessi maður er!

 

 

Niðurstaða

Mér virðist að tilgangur Pútín sé einfaldlega að halda ofur dýra hersýningu á Miðjarðarhafi, kasta þar með stórfé - sem miklu frekar hann ætti að nýta til að halda uppi skólakerfi Rússlands, eða heilbrigðiskerfi Rússlands, eða vegakerfi Rússlands, eða nota til að styðja við þá sem minna mega sín innan Rússlands!

Með hersýningunni sýnir hann - eiginlega heiminum!
Að hann sé algert fífl!

Þ.e. eiginlega niðurstaðan af þessu!
--En eini tilgangurinn sem ég kem auga á sem sennilegan -- að þetta sé gert í áróðurskyni.

  • Ofur dýr tilgangslaus hersýning!
    --Sem fjölmiðlar í Rússlandi, munu að sjálfsögðu sýna eigin fólki!
    M.ö.o. allt til að gefa Rússum, 5-mínútna tilfinningu að þeir séu enn stórveldi.

Svo sigla skipin væntanlega heim aftur!
__Og líklegast breytist vígsstaðan ekki að ráði!
Átökin halda áfram!


Kv.


Bloggfærslur 22. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband