Rússland að sigla flotadeild ásamt sínu eina flugmóðurskipi, Kuznetsov, til Miðjarðarhafs

Það sást til Kuznetsov aðmíráls frá ströndum Noregs, ásamt orustu-beitiskipinu "battle cruiser" Pétri Mikla og a.m.k. tveim smærri herskipum sérhæfðum til kafbátahernaðar!

Til samanburðar:

"A carrier strike group (CSG) is an operational formation of the United States Navy. It is composed of roughly 7,500 personnel, an aircraft carrier, at least one cruiser, a destroyer squadron of at least two destroyers and/or frigates, and a carrier air wing of 65 to 70 aircraft."

M.ö.o. er þetta eina flugmóðurskipa-flotadeildin sem rússneski flotinn ræður yfir.
--Á sama tíma og Bandaríkin hafa 11-flugmóðurskipaflotadeildir "carrier task forces."

Why Putin is unleashing his only aircraft carrier

A photo taken from a Norwegian surveillance aircraft shows Russian aircraft carrier Admiral Kuznetsov in international waters off the coast of Northern Norway on October 17, 2016. 333 Squadron, Norwegian Royal Airforce/NTB Scanpix/Handout via Reuters

"A photo taken from a Norwegian surveillance aircraft shows Russian aircraft carrier Admiral Kuznetsov in international waters off the coast of Northern Norway on October 17, 2016. 333 Squadron, Norwegian Royal Airforce/NTB Scanpix/Handout via Reuters"

 

Höfum í huga að þetta er óhemju dýr aðgerð!

Höfum samt í huga að Kuznetsov er verulega smærra en bandarísku risa flugmóðurskipin -- ber því ekki eins margar flugvélar! Helstu vopn skipsins eru flugsveitirnar um borð. Öflugasta vopnið án vafa flugsveit af Sukhoi Su-33. Sem er þróuð út frá upphaflegu Su-27 til notkunar á flugmóðurskipum. Þær hafa minni burð heldur en sambærilegar landútgáfur af Sukhoi -- vegna þess að þær þurfa að taka á loft á minni hraða en vélar sem taka á loft af langri flugbraut á landi. Einnig eru 2-flugveitir af Mikhoyan MiG-29K vélum um borð! Alls 44 flugvélar!
__Þ.e. samt ekkert útilokað við að beita þeim til lofthernaðar í Sýrlandi!

  1. Punkturinn er auðvitað sá - að miklu ódýrara væri að senda viðbótar landvélar til Sýrlands - beint frá Rússlandi!
  2. M.ö.o. er vísvitandi verið að velja mun dýrari leið til að fjölga árásarvélum í grennd við Sýrland er taka þátt í árásum þar.

 

Mér kemur helst til huga, að Pútín óttist að Bandaríkin ráðist á flugvelli í Sýrlandi!

Að ráðast á þá væri frá herfræðilegu sjónarmiði - auðveld aðgerð, þ.s. unnt væri að beita stýriflaugum enda flugbrautir - óhreyfanleg skotmörk.
--Ekki er líklegt að Rússar séu á sjálfum flugbrautunum, þannig að sú aðgerð væri ekki augljóslega - of áhættusöm!

  1. En að sökkva Kuznetsov, álíka auðvelt herfræðilega, væri miklu mun áhættusamari aðgerð -- út frá alþjóðapólitískum sjónarhóli.
  2. Því slík árás mundi augljóslega drepa yfir 1.000 Rússa! En áhöfn Kutznetsov er 1.690 manns, síðan fyrir utan - fylgdarskip.

Þannig að mig grunar að tilgangur þess að senda skipið á vettvang, sé að sýna NATO og Bandaríkjunum fram á --> Að tilgangslaust væri að ráðast að flugvöllum í Sýrlandi, til þess að stöðva loftárásir þar!

Ég á annars mjög erfitt með að sjá -- rökréttan tilgang með því að senda skipið á vettvang.

 

Það er samt einn hugsanlegur veikleiki á slíkum tilgangi Pútíns!

  1. Því að NATO gæti dottið í hug - að ráðast samt á flugvellina í Sýrlandi!
  2. Flugvélarnar um borð í skipinu, geta ekki borið eins mikinn farm í einu.
  3. En megin tilgangur þess --> Gæti verið sá, að neyða Rússland til að halda sinni einu flugmóðurskipa-flotadeild statt og stöðugt á Miðjarðarhafi.
  4. Hún getur auðvitað ekki verið nema á einum stað í einu <--> Síðan er mun kostnaðarsamara að halda þeirri flotadeild uppi, heldur en fyrir Rússa að halda í gangi flugvellinum við Ladakia nærri strönd Sýrlands.
  5. Það gæti verið tilgangurinn <--> Að neyða Pútín, sem vitað er að hefur í sinni tíð verið í vandræðum með fjárlög Rússlands, til þess að -- halda uppi lofthernaði í Sýrlandi, með kostnaðarsömustu aðferðinni sem til er.

Svo auðvitað --> Eru einhver takmörk á því, hve lengi þessum skipum er unnt að halda í gangi samfellt, en vegna þess að Rússland á engin önnur sambærileg skip.
--Þá getur Rússland ekki sent aðra flotadeild, svo skipin geti fengið viðhald og áhafnir hvíld!

Mér skilst að höfnin í Tartus - hafi ekki aðstöðu til að þjónusta skip á stærð við Kuznetsov. Skipið þurfi að sigla til Rússlands til slíkra hluta.

  • Þannig að þ.e. ekki algerlega víst -- að NATO bregðist við með þeim hætti, sem Pútín ef til vill er að veðja um!
    --NATO gæti þvert á móti, séð þetta "deployment" sem tækifæri!

 

Niðurstaða

Eins og ég bendi á, er það hugsanlega tvíeggjað fyrir Pútín að senda sína einu flugmóðurskipa-flotadeild á vettvang í Miðjarðarhafi til að styðja við árásir á skotmörk á landi innan Sýrlands.
--En þ.e. augljós galli að Rússland á bara eina slíka flotadeild!

Mig grunar að veðmál Pútíns sé að NATO þori ekki að ráðast á einu flugmóðurskipa flotadeild Rússlands!
--Hinn bóginn gæti það einmitt verið snjall leikur fyrir NATO - að þvinga Rússland til að halda Kuznetsov uppi sem lengst á Miðjarðarhafi.
--Og á einhverjum enda yrði skipið að leita til hafnar í Rússlandi!

 

Kv.


Bloggfærslur 19. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 846726

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband