Gætu Bandaríkin með fremur auðveldum hætti, bundið endi á herför Rússlands innan Sýrlands -- án þess að taka áhættu á stríði?

Það hafa borist fregnir af uppástungum frá Pentagon og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, með hvaða hætti - nýr forseti Bandaríkjanna gæti á skömmum tíma fullkomlega snúið aðstæðum innan Sýrlands - Bandaríkjunum í vil.

Það áhugaverða er - að Rússland hefur þegar -óformlega- brugðist við þeim hugmyndum, með harkalegum hótunum -sem þó er unnt að afneita.-

Apocalyptic posture aimed at White House winner

"Dmitry Kiselyov, Russia’s de facto chief propagandist, had a stark warning: US air strikes on Russian-backed Syrian forces could provoke world war III. “Brutish behaviour towards Russia,” he declared, could have “nuclear dimensions”.

Geta Bandaríkjamenn komist upp með það - að binda endi á lofthernað Rússa, með valdbeitingu?
Geta þeir samtímis komist upp með að - binda endi á lofthernað Sýrlandsstjórnar með valdbeitingu?

Það að Rússar beita ofangreindum hótunum - í gegnum traustan aðila, sem stjórnvöld geta alltaf - afneitað; sýnir að Pútin tekur þessar vangaveltur innan Bandaríkjanna - alvarlega!

 

Ég held nefnilega að Bandaríkin geti ákaflega vel komið þessu í verk!

Áhættan er alltaf að sjálfsögðu - einhver.

  1. Tillögur eru uppi um að beita árásum með stýriflaugum, þannig -- taka ekki nokkra áhættu með mannaðar flugvélar vegna öflugs loftvarnarkerfis sem Rússar hafa sett upp í Sýrlandi.
  2. Bandaríkin geta mjög auðveldlega safnað nægilega mörgum skipum á Miðjarðarhafi, með slíkar birgðir stýriflauga um borð - - að slík valdbeiting væri ákaflega framkvæmanleg!
  3. Höfum einnig í huga, að rússneska loftvarnarkerfið á miklu mun erfiðar um vik - með að skjóta niður stýriflaugar er fljúga ákaflega lágt, en samt hratt, þær nýjustu eru að auki smærri á radar en eldri gerðir, að auki eru þær sjálfar miklu mun smærri skotmörk en -- mönnuð flugvél.
  4. Bandaríkin ættu að auki, að geta beitt "saturation" þ.e. skotið nægilega mörgum flaugum, til að tryggja -- eyðingu skotmarka!
  5. Síðan, er engin hætta á að skotmörkin færi sig, þ.s. líkleg skotmörk mundu vera -- sjálfar flugbrautirnar við Ladakia flugvöll undir umráðum Rússa, og þeir herflugvellir sem stjórnvöld í Damaskus enn ráða yfir.
  6. Auk þess, að líkur á mannfalli eru litlar, ef skotmörkin eru -- sjálfar flugbrautirnar.
  7. En það dugar fullkomlega, til þess -- að þvinga flugher Rússa innan Sýrlands, niður á jörðina. En án flugbrauta til að lenda á, eða til að taka á loft af. Þá tekur flughernaður Rússa --> Snarlega endi.
  8. Það þarf þá ekki að ráðast að sjálfum flugvélunum - né flugskýlum, eða byggingum öðrum - líklegar til að hafa Rússa.
  9. Flotinn gæti viðhaldið jafnri og stöðugri skothríð á flugbrautirnar -- til að tryggja að ekki sé gert við þær.
  10. Án flugbrauta, mundu flugvélar á lofti, verða að lenda á næsta velli - utan Sýrlands. Ef sá er ekki í Rússlandi, þá gæti vélum verið tímabundið haldið í nokkurs konar gíslingu, þangað til að Rússar samþykkja -- kröfur Bandaríkjanna.

Þegar kemur að Sýrlandsstjórn -- er verið að ræða harkalegri aðgerð, þ.e. að beinlínis eyðileggja þær herstöðvar sem stjórnvöld Sýrlands nota til að halda uppi þeirra flugher.
--Sem auðvitað mundi leiða til verulegs mannfalls meðal starfsmanna Sýrlandsstjórnar.

 

Það er engin leið að slík aðgerð, leiddi ekki til ákaflega slæmra samskipta við Rússland!

Aftur á móti, tel ég ósennilegt að hún leiddi til - beins stríðs Rússlands og NATO.

  1. En Rússland fer ekki í stríð, ef stjórnvöld Sýrlands verða fyrir mannfalli og tjóni.
  2. Það væri hugsanlegt jafnvel líklegt - ef Rússar sjálfir yrðu fyrir umtalsverðu manntjóni vegna árása!
    --En það mundi ekki vera ástæða til að ráðast að nokkru öðru en flugbrautunum sjálfum!--Afar ósennilegt að starfslið væri staðsett á þeim sjálfum.

Þannig að unnt væri sennilega -- að binda endi á loftárásir Rússa!
--Með því einu, að eyðileggja flugbrautir við Ladakia, og síðan tryggja gersamlega eyðileggingu flugherstöðva Sýrlandsstjórnar.

  • Aðgerðin þyrfti ekki að kosta einn einasta Rússa lífið.

En þegar kemur að versnun samskipta við Rússland!

  1. Afar ósennilegt að Rússland mundi loka á gas-sölu til Evrópu. En þá missti Rússland þær tekjur sem Rússland munar um, og að auki - gæti Rússland ekki selt það gas annað með nokkrum auðveldum hætti.
  2. Rússland gæti -- endurvakið átök innan Úkraínu.
    --Það gæti verið sennilegasta hefnd Pútíns.
    --En slíkri aðgerð væri unnt að mæta, með því að vopna Úkraínustjórn.
    Ef nýr forseti mundi ákveða að beita hörku í Sýrlandi -- væri sennilegt að sá sami forseti, mundi kjósa að bregðast við nýrri opnun af hálfu Pútíns í Úkraínu, með vopnasendingum til Úkraínustjórnar.
    **Mjög vafasamt að Rússland hefði getu til þess að viðhalda umfangsmiklu "proxy war" þar í langan tíma.
  3. Rússland gæti reynt að skapa óróa og óstöðugleika í Eystrasalt löndum, en í þeim löndum er rússneskur minnihluti.
    --NATO getur auðvitað -- mætt slíku með, umfangsmikilli aðstoð við þau lönd.
  • Síðan auðvitað, ef Rússland mundi ákveða að beita sér með -- "proxy átökum" í næsta nágrenni við NATO lönd.

Er ekkert sem tæknilega hindrar NATO í því - að skoða möguleika á að skapa ójafnvægi innan Rússlands sjálfs.
___________

En þetta eru þær helstu afleiðingar sem væru sennilegar!
--Að Rússland mundi bregðast við, með því að leitast við að efla "proxy" átök í sínum nær löndum, til þess að refsa NATO löndum --> Með flóttamannabylgju!

  • A.m.k. að gera tilraun til þess, að skapa slíka.

 

Niðurstaða

Auðvitað veit maður ekki hversu mikil alvara er að baki þannig pælingum, sem ég hef nú nefnt. En bersýnilega telur Rússlands stjórn næga ástæðu til að taka þær alvarlega. Til að -- senda, óbeina hótun!
Hinn bóginn sé sú framsetning sem kom fram í máli Dmitry Kiselyov "bombastic" þ.e. ég er fullkomlega viss - að ofannefnd hugsanleg aðgerð, leiði ekki til kjarnorkuátaka.
Að auki er ég viss að Rússland, mundi ekki skipa hefðbundnum herjum sínum, að hefja innrás í Evrópulönd.

En það yrði án vafa hefnd í einhverju formi - ætlað að valda NATO löndum umtalsverðum skráveifum.
--Úkraína er augljós fókus punktur, þar sem Pútín mundi sennilega beita í hefndar- eða refsingarskyni fyrir NATO lönd.

Útkoman gæti orðið sú, að Rússland og NATO - væru í beinu "proxy" stíði í Evrópu.
--Hinn bóginn sé ég ekki Rússland hafa betur í þannig átökum, ef NATO mundi beita sér af alefli eins og t.d. var gert á sínum tíma er svokölluð Sovétríki börðust í Afganistan.

En það mundi taka tíma að leiða þá útkomu til lykta - og tjónið fyrir Úkraínu gæti orðið verulega mikið.

  • Svo þ.e. þá spurningin --> Hvort það er þess virði fyrir Bandaríkin, að kollvarpa stöðu Rússlands í Sýrlandi --> Hafandi í huga, hver væru sennileg viðbrögð Pútíns?

Það getur vel verið, að skynsamara sé einfaldlega leyfa Pútín að eiga það sem hann vill innan Sýrlands!

 

Kv.


Bloggfærslur 13. október 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 150
  • Sl. sólarhring: 212
  • Sl. viku: 233
  • Frá upphafi: 846871

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 222
  • Gestir í dag: 137
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband