Hópur stuðningsmanna Rússlands, gerir lítið úr gagnsemi NATO aðildar Íslands og vill að Ísland hætti þátttöku í efnahagsþvingunum gegn Rússlandi

Það er vissulega rétt, að þátttaka Íslands í þvingunum gegn Rússlandi - getur á næstunni kostað okkur raunverulega peninga. Á hinn bóginn, þá eru miklu stærri hagsmunir í húfi fyrir okkur, af áframhaldandi þátttöku okkar í þeim þvingunum.

  1. En málið er, að Rússland Pútíns vill leggja í rúst -sjálft prinsippið sjálfsákvörðunarrétt þjóða í evrasísku samhengi.
  2. Það er sennilega ekki til neitt land, sem meira á undir því, að það prinsipp sé varið en einmitt Ísland.
  3. Sjálfstæði Íslands á afar litla möguleika í því kerfi, að réttur hins sterka mundi ráða.
  4. Þ.e. því rökétt afstaða sérhvers íslensks sjálfsstæðissinna, að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða.
  5. Og þar af leiðandi, rökrétt fyrir sérhvern sjálfsstæðissinnaðan einstakling hérlendis, að standa með sjálfstæðisbaráttu hinnar úkraínsku þjóðar gagnvart risanum fyrir Austan.
  • Því styð ég eindregið afstöðu utanríkisráðherra, þá sem hann hefur hingað til viðhaft um málefni Úkraínu, og afstöðu hans til refsiaðgerða Vesturvelda gagnvart Rússlandi þá sem hann hefur fram að þessu viðhaft!

 

Engin þjóð mundi tapa meir á því en við Íslendingar ef -sjálfsákvörðunarréttur þjóða er ekki lengur virtur

Hvernig mundi Evrópa virka, ef Rússum tekst að leggja öryggiskerfi Evrópu í rúst? Og þar með það kerfi, sem -tryggir að hver þjóð fær að ráða sínum málum sjálf?

Sumir t.d. halda því ranglega fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast í Þorstastríðunum.

  • Ekker er fjær sanni.
  1. Menn gleyma því bersýnilega -að Bretar beittu ekki þeim vopnum sem þau skip voru búin sem þeir sendu á Íslandsmið?
  2. Af hverju ætli að það hafi verið? Einfalt mál, NATO aðild Íslands kom í veg fyrir það.
  • Ég er ekki í nokkrum vafa, án NATO aðildar -hefðu Bretar beitt þeim vopnum, og bundið enda á þorskastríðin á nokkrum mínútum, Ísland hefði sannarlega mótmælt -en án vopna hefðu þau mótmæli haft nákvæmlega engin áhrif.

Því er einnig haldið fram, að NATO aðild Íslands hafi ekki gagnast, þegar Ísland lenti í deilu við 2-NATO þjóðir nýverið -svokölluð Icesave-deila!

  • Ekkert er fjær sanni heldur.

En menn gleyma því bersýnilega, að Bretar höfðu tæknilega möguleika á beitingu margra úrræða sem þeir ekki beittu. -Vegna NATO aðildar, gátu þeir einungis beitt úrræðum, sem þeir gátu beitt heima fyrir. Þ.e. -þeir gátu fryst eignir innan Bretlands.

Bretar t.d. hafa flota -þeir hefðu getað sett hafnbann á Ísland. Og þannig neitt Ísland til algerrar uppgjafar á skömmum tíma.

Það eru meira að segja til þeir, sem andskotast úr í hernámið í Seinni Styrrjöld!

Þetta er tilraun til að endurskrifa söguna, en sannleikurinn er sá -að hernámið reddaði Íslandi. Fram til 1940 frá upphafi heimskreppu, var Ísland statt í gríðarlega alvarlegu kreppuástandi, með mjög útbreiddri fátækt. Í grennd við Reykjavík, var kofa og hreysahverfi alveg eins og í grennd við borgir í þróunarlöndum í Dag.

Við hernámið, hverfur atvinnuleysið á skömmum tíma. Þegar fyrst Bretar, síðan Kanar eftir að Bretar semja við Kana um yfirtöku á hernámi Íslands, sköffuðu vinnu við uppbyggingu hernaðaraðstöðu hér. Við þá uppbyggingu, fengu mjög margir Íslendingar vinnu -og þetta var launuð vinna.

Við þær launagreiðslur, kom mikið fé inn í landið. Auk þess byggði hernámsliðið upp vegi, reisti brýr og það voru byggðir flugvellir -sem enn þann dag í dag eru notaðir af Íslendingum.

Og því má ekki auk þess gleyma -að eftir hernám Noregs, var það fullkomlega mögulegt fyrir Þjóðverja að senda hingað herlið. Ekki sannarlega með skipum, en ég tel það fullvíst að Junkers Ju52 liðsflutningavélar þeirra, hafi getað flogið hingað frá strönd Noregs, og dreift hingað fallhlífarliði Þýska hersis. Svo hefðu landsmenn, verið gerðir að -vinnuþrælum, við að reisa flugvelli svo þýskar orrustuvélar mundi geta flogið hingað. En Messerschitt BF110 hefði vel getað flogið hingað, með því að geta lent hér strax. Hafði vel drægi hingað, aðra leið.

Hvorki SpitfireHurricane, höfðu drægi hingað frá Bretlandseyjum til að skjóta þær niður. Þannig að BF110 vélar hér staddar, hefðu getað drottnað yfir hafinu í grennd við landið. Gert síðan þýskum skipum það mögulegt -að sigla hingað, með meir af búnaði og herliði.

Einungis með meiriháttar aðgerð Breta og Bandaríkjanna, með fulltingi flugmóðurskipa -hefði verið unnt að eyða þeirri hættu. Og síðan með -landgöngu hér, herliðs og bardögum.

 

Deilan við Rússland -snýst um sjálfsákvörðunarrétt þjóða

Það er augljóst -hverjum þeim sem sjá vilja, að stjórnvöld Rússlands eru einmitt að beita sér gegn prinsippinu um það að hver þjóð ráði sinni framtíð -ekki utanaðkomandi stórþjóð.

  1. Þetta sést t.d. á því, hvernig stjórnvöld í Rússlandi, kvarta undan ákvörðun þjóða eftir hrun Sovétríkjanna 1991, að ganga inn í NATO. Þó svo að í hverju tilviki -hafi innganga verið ákvörðun hverrar inngöngu þjóðar fyrir sig.
  2. Kvartanir þeirra, um meintan yfirgang NATO vegna þess að þjóðir hafa ákveðið, að ganga í NATO -sjálfviljugar, og skv. eigin frumkvæði. Er ekkert annað en freklegt inngrip í mál þeirra þjóða, sem tóku hver um sig sína ákvörðun skv. sínum eigin vilja.
  3. Sama gildir um -meintan yfirgang ESB, vegna þess að sömu þjóðir tóku hver um sig, eigin frjálsa ákvörðun um inngöngu í ESB -bendi á að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild fór þá fram í sérhverju tilviki.
  4. Mér er slétt sama um það, að þær ákváðu að velja sér framtíð innan ESB -þ.s. ég legg áherslu á, að það eigi að vera þeirra ákvörðun hvaða framtíð hver þjóð fyir sig velur -ekki svo að frek stórþjóð ákveði framtíð þjóða, þvert gegn vilja þeirra þjóða.

Rússlands Pútíns, m.ö.o. vill endurreisa gömlu regluna -að máttur hins sterka ráði.

Stjórnvöld Rússlands, vilja geta ráðskast með framtíð þeirra þjóða -sem þeir meta mikilvægar fyrir sína hagsmuni.

Þeir vilja að það gildi, að ef þeir meta X-gegn sínum hagsmunum, -þá eigi það að vera þeirra ákvörðun, ekki þjóðar Y, hvort þjóð Y fær að gera X eða ekki.

  • M.ö.o. þá mundi sigur Rússa, leiða fram aftur það ástand, að smærri þjóðir þurfi að sitja og standa í einu og öllu, skv. vilja stærri þjóðanna.

Þetta er hvers vegna, þ.e. hagur Íslands, hagur Íslendinga, að standa með Vestrænum þjóðum, í því að verja öryggiskerfi Evrópu.

  1. En deilan um Úkraínu snýst um það, að - - meirihluti Úkraínumanna, vill aðra framtíð.
  2. En þá sem stjórnendur Rússlands meta í samræmi við hagsmuni Rússlands.
  • Til þess að hindra að vilji meirihluta Úkraínumanna nái fram að ganga, þá hafa stjórnvöld Rússlands beitt stigmagnandi aðgerðum.
  1. Fyrst voru það stigvaxandi viðskiptaþvinganir. Til að beygja fyrri stjórn Úkraínu í duftið. Þ.e stjórn Viktors Yanukovych. Fyrir rest leiddu þær viðskiptaþvinganir Rússa til þeirrar ákvörðunar, að Viktor Yanukovych hætti við -samning við ESB. Rússar auk þess -létu Viktor Yanukovych fá digra mútugreiðlu, 3 milljarða Dollara sama daginn og hann undirritaði samning við Pútín í staðinn. Og loforð um meira fé síðar, ef hann stæði við sitt gagnvart Pútín.
  2. Þá varð mikil mótmæla-alda í landinu -eins og eðlilegt er, að þegar utanaðkomandi land þvingar vilja sinn yfir land, að þá verða landsmenn reiðir. Með svipuðum hætti, urðu Íslendingar ákaflega reiðir vegna þvingana Breta og Hollendinga vegna Icesave. Fyrir rest, þá varð ríkisstjórn Úkraínu undir -sú meinta valdataka sem ásakanir er um, gerðist þannig að hluti þingmanna stjórnarflokksins, samdi við stjórnarandstöðuna og nýr þingmeirihluti varð til. Stjórnin féll því þegar þingmeirihluti hennar hrundi. Það var ekkert stærra en þetta er gerðist -tapaður þingmeirihluti. Sjá:Blaðamenn New York Times birta áhugaverða rannsókn á atburðum tengdum falli Yanukovych
  3. Þessu hefur stjórn Pútíns, svarað með -beinni hernaðaríhlutun inn í A-Úkraínu, og með þvi að stela Krím-skaga, og innlima í Rússland skv. atkvæðagreiðslu sem augljóst fór ekki fram skv. lýðræðisreglum, og var því ómarktæk augljóslega. En það blasir við, að svokölluð -uppreisn, er ekkert merkilegri heldur en þegar Reagan á sínum tíma, bjó til svokallaða Contra skæruliða í Nicaragua eftir að Sandinistar þar steyptu stjórn sem Bandaríkin höfðu stutt. Síðan beitti Reagan Contrum fyrir vagn sinn, til að þvinga Sandinista-hreyfinguna til uppgjafar. Með mjög sambærilegum hætti, virðist Putín hafa búið til -uppreisn innan A-Úkraínu, með flugumönnum -sem sumir í dag hafa opinberlega viðurkennt sína þátttöku -Sjarmerandi menn sem Pútín velur sér sem meðreiðarsveina- , vopnað hana og fjármagnað. Í sterkri kaldhæðni í ljósi afstöðu Bandaríkjanna til Úkraínudeilu, eru þeir að styðja -Saudi Arabíu í mjög sambærilegu atferli, gegn Yemen þ.s. hreyfing svokallaðra Hútha náði völdum á sl. ári;Stríðið í Yemen tekur nýja stefnu, eftir hernaðarsigur herliðs fjármagnað, þjálfað, vopnað af Saudi Arabíu og S.A.F.. Svar Sauda það sama -að magna upp her andstæðinga, vopna þá, beita eigin flugumönnum eftir þörfum, og -eigin herliði, flugher í tilviki Saudi Araba -ekki hluta landhers, eins og í tilviki Rússlands vs. Úkraínu.
  • Á því hvað gerðist með Nicaragua - hvað er að gerast með Yemen.
    Sjáum við hvernig það virkar, þegar reglan -réttur hins sterka gildir.
  • En sú regla þíðir, að þá vasast stórþjóðir með rétt smærri þjóða, og þeirra innanríkismál, að vild!
  • Og Úkraína -markar þá framtíð Evrópu, ef stjórnvöld Rússlands fá sínu framgengt.

Að stóru löndin -ákveða skipan mála.

Og -litlu löndin verða að taka því sem þeim er rétt.

En Pútín hefur virkilega -farið fram á að skipan mála í Evr-asíu, verði tekin til endurskoðunar, á ríkjaráðstefnu er væri þá algerlega sambærileg við Yalta ráðstefnuna fyrir áratugum síðan.

  1. Á slíka ráðstefnu, væri eingöngu fulltrúum stórþjóðanna hleypt inn.
  2. Og þær stórþjóðir mundu ákveða nýja skiptingu.

Smærri þjóðir yrðu að þiggja það sem þeim væri rétt.

Réttur þess sterka væri formlega tekinn upp aftur.

Prinsippið, sjálfsákvörðunarréttur þjóða, formlega afnumið.

 

 

Niðurstaða

Það hlýtur að vera augljóst -þegar hismið er tekið af kjarnanum. Að Ísland á alls enga möguleika í umhverfi, þ.s. -réttur hins sterka væri hin gildandi regla innan Evrasíu. Enda er Ísland eitt af veikustu sjálfstæðu ríkjunum í heimi. Þvert á móti, er það nánast forsenda sjálfstæðis Íslands, að það -lagakerfi og reglukerfi. Sem byggt hefur verið upp í kringum prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða í samhengi samstarfs Vestrænna þjóða við N-Atlantshaf; verði varðveitt áfram.

Þess vegna verður Ísland -sinna hagsmuna vegna.

Að standa með baráttu Vesturlanda gegn tilraun Rússlands -til að fá Kína í lið með sér, til þess að afnema -sjálfsákvörðunarrétt þjóða innan Evrasíu, setja aftur -rétt hins sterka þar í forgrunn.

Í samhengi heildar hagsmuna Íslands -eru markaðs hagsmunir í tengslum við Rússland, afar smáir, í samanburði við það að verja prinsippið -sjálfsákvörðunarrétt þjóða, því það prinsipp er ekkert minna, en grundvöllur þess að Ísland geti haft fyrirkomulag sem nálgast raunverulegt sjálfstæði.

Að verja sjálfsákvörðunarrétt þjóða -er í þessu samhengi einnig það, að verja sjálfstæði Íslands!

 

Kv.


Bloggfærslur 2. ágúst 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 189
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 272
  • Frá upphafi: 846910

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 259
  • Gestir í dag: 172
  • IP-tölur í dag: 172

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband