Ísrael gæti fljótlega neyðst til að -hernema Gazasvæðið

En Heims-bankinn, í skýrslu um ástandið á Gaza. Segir svæðið mjög nærri algeru hruni. Þar sé meir en 40% fullorðinna án atvinnu. Atvinnuleysi yngra fólks sé 60%.

Hamas hreyfingin, hafi ekki haft fé til að greiða starfsmönnum á sveitastjórnarstigi á Gaza svæðinu "laun" - - þannig sé þetta búið að stærstum hluta síðan að egypski herinn tók völdin í Egyptalandi, og steypti lýðræðislega kjörnum forseta "Bræðralags Múslima" sem var hlynnt Hamas.

  • Á hinn bóginn, er stjórn al-Sisi herforingja, ákaflega andsnúin Hamas og öllu því sem beint eða óbeint tengist Bræðralaginu.
  • Um leið og al-Sisi rændi völdum, þá skar hann á allar samgöngur við Gaza svæðið Egyptalandsmegin -þannig að viðskiptabannið á Gaza er í dag einnig starfandi Egyptalandsmegin landamæranna.
  • Þetta olli straumhvörfum - - hefur leitt til þess að Hamas hreyfingin hefur ekki fjármagn til að reka borgaralega stjórnun Gaza svæðisins.

Gaza Strip Economy on ‘Verge of Collapse,’ World Bank Says

http://thefunambulistdotnet.files.wordpress.com/2012/11/map-ocha.jpg

Líklegasta útkoman virðist -algert hrun Gaza svæðisins

Þá meina ég -stjórnleysi. Og í kjölfar á hruni stjórnar Hamas á Gaza. Þá muni enn verri hópar en Hamas vaða uppi.

Ísrael muni ekki geta með nokkrum hætti -viðhaft taumhald á ástandinu.

  1. En þ.e. ákveðin kaldhæðni af því, að -Ísrael þarf í reynd á Hamas að halda.
  2. En stjórnun Hamas a.m.k. -tryggir að verri hópum en Hamas er haldið niðri.
  3. Ísrael getur a.m.k. -tímabundið samið frið við Hamas. Við róttækari hópa, væri enginn möguleiki að semja.
  • Þannig að það getur mjög vel verið, að Ísrael ætti -eigin hagsmuna vegna- alvarlega íhuga að slaka töluvert á viðskiptabanninu við Gaza.
  • Jafnvel þó að -Ísrael viti fullkomlega að það muni flýta fyrir því að Hamas nái sér aftur á strik.

Því að hrun Hamas -sennlega leiði fram enn verra öryggisástand á Gaza fyrir Ísrael.

  1. Það að Hamas hefur haldið niðri enn róttækari hópum.
  2. Hefur einnig þítt -að Ísrael hefur ekki sjálft þurft að stjórna Gaza svæði.

En útkoma algerrar upplausnar á Gaza svæði - - væri einmitt líkleg að leiða fram þá þörf.

  • En þ.e. afar ólíklegt að nokkur annar mundi vilja taka að sér Gaza svæði við slíkar aðstæður -alls ekki Evrópa, og örugglega ekki heldur Bandaríkin.
  • Tæknilega gæti PLO hreyfingin tekið Gaza svæði yfir -en hún mundi ekki gera Ísrael þann greiða; nema gegn einhverri stórri eftirgjöf Ísraels á Vesturbakkanum.

Ísrael getur þá staðið frammi fyrir -endanlegu hruni stefnu sinnar gagnvart Gaza.

Þ.e. algerlega augljóst -að herseta Ísraela mundi leiða fram stöðugt mannfall meðal ísraelskra hermanna er hersætu svæðið. Að auki yrði hún mjög kostnaðarsöm.

Svo mundi Ísrael fá yfir sig -fordæmingu heimsins, en stöðug átök hermanna og borgara svæðisins, mundi einnig viðhalda stöðugu mannfalli meðal borgara svæðisins.

 

Niðurstaða

Besta lausnin væri að sjálfsögðu sú, að Ísrael semdi við PLO um það að sú hreyfing mundi taka Gaza svæðið yfir. PLO er sennilega eini aðilinn sem væri fær um að stjórna svæðinu, í kjölfar hruns stjórnar Hamas þar -án þess að átökum þar fylgdi fordæming heimsins á Ísrael.

Augljóst -væri verðið sem PLO mundi vilja á móti í formi eftirgjafar Ísraela gagnvart -heimastjórn Palestínumanna á Vesturbakkanum- umtalsvert.

En mig grunar að sá valkostur -mundi til lengri tíma litið, vera sá valkostur er mundi valda Ísrael minnstu tjóni.

En því miður virðist ríkjandi afstaða innan Ísraels, sem og afstaða núverandi stjórnar -ekki líkleg til þess að leiða fram þá tiltölulega farsælu lausn.

Þannig að líklegar til mikilla muna virðist, að útkoman verði sennilega miklu mun verri -Ísrael gæti síðan í kjölfarið lent í verulega miklum vanda með vandann á Gaza. Og enginn utanaðkomandi hefði áhuga á að veita aðstoð.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. maí 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband