Mun gengi krónunnar í framtíðinni miðast út frá þörfum ferðamennsku?

Vöxtur ferðamennsku hefur verið svo gríðarlegur seinni misseri, að á sl. ári virðist hafa það gerst -að ferðamennska varð sú atvinnugrein sem mestum gjaldeyristekjum skilar.

Miðað við að sú grein er enn í vexti, þá líklega þíðir það -að hagsmunir ferðamennsku munu vega þyngst, þegar kemur að togstreitu hér innanlands um mismundandi þarfir starfsgreina.

Líklegt virðist m.a. að þetta þíði, að sú krafa að sífellt fleiri svæðum verði lokað fyrir annarri nýtingu -en þeirri sem felst í nýtingu þeirra sem ferðamannasvæða- muni óhjákvæmilega vaxa - - þetta felur m.a. í sér, að hugmyndum um að hætta almennt öllum framkvæmdum sem geta hugsanlega skaðað hagsmuni ferðamennsku vex fiskur um hrygg - - -> Ég er að vísa til rifrildisins um það hvort að svæði skili meira af sér sem ferðamannasvæði, eða sem grunnur undir aðra starfsemi, þ.e. meiri raforka vs. friðun.

Líkur virðast á að - - > Ferðamennska vinni þetta rifrildi.

Vegna þess að vera orðin stærsta atvinnugreinin - - > Leiðir til þess að hún hefur mesta fjármagnaið, fyrir utan að auki -skaffa flest störf. Þá styður hvort tveggja í senn, það vaxandi fjármagn sem fyrirtæki í þeirri grein hafa hagsmuni þeirrar greinar, sem og að það starfsfólk sem starfar við þá grein samtímis hefur vaxandi vikt í þjóðfélagsumræðunni.

 

Af hverju segi ég að þessi þróun muni sennilega leiða til þess að gengi krónunnar miðist út frá þörfum ferðamennsku?

  1. Ferðamennska hefur mörgu leiti sama galla og sjávarútvegur, þá er ég að vísa til gengisþróunar, en sá galli er. - - > Að það verður takmörkunum háð, hve miklar launahækkanir greinin mun þola.
  2. Þannig að mér virðist líklegt, að háar prósentu launahækkanir í framtíðinni, muni skila - - > kröfu um gengislækkun, að sú krafa komi til að verða þyngri frá fyrirtækjum í ferðamennsku, nákvæmlega vegna þess að þar muni flestir starfa.
  • Hvaða galla vísa ég til?

Fiskur er seldur á almennan neytendamarkað í Evrópu, þar sem hann er keyptur af -venjulegu fólki- þá meina ég, venjulegu fjölskyldufólki sem þarf eins og íslenskt fjölskyldufólk að gæta sín í eyðslu í hverjum mánuði - - hefur takmarkaðann kaupmátt.

  1. Neysla á fiski er ekki leidd af -milljónamæringum- heldur dæmigerðum -almenningi- sem þarf að velta hverri -evru- af sínm launum.
  2. Ef fiskur verður dýrari en svo, að það ágæta fólk treysti sér til að kaupa hann - - > Þá kaupir það ágæta fólk, einhver önnur matvæli - - > En þ.e. nóg framboð þarna úti af einhverju öðru nmatvælakyns, sem það hefur úr að velja. Jafnvel þó það -kjósi fisk- þá kýs það hann -ekki á hvaða verði sem er.
  3. Ef Íslendingar verðleggja sig yfir það verð sem -markaðurinn þolir- þá minnkar markaðshlutdeild Íslendinga; sjávarútvegurinn verður fyrir tjóni, sala minnkar og tekjur einnig.
  4. Klassískt sögulega séð, kallar slíkt ástand á -gengisfellngu, til að redda greininni.

 

Málið er, að mér virðist -rökrétt- að ætla að ferðamennska hafi sömu eiginleika?

  1. En það sama fylgir, að viðskiptavinir Ísendinga eru -venjulegt fjölskyldufólk- og það hefur -takmarkaðan kaupmátt- þ.e. eru ekki milljónamæringar, heldur þarf að -velta hverri- evru eða dollar eða pundi eða jeni - - sem það hefur í laun.
  2. Það þíðir, að þ.e. takmörkunum háð -hversu dýrt frýið á Íslandi getur verið- áður en þetta góða fólk; mun neyðast til að unnvörpum afpanta ferðir hingað.
  3. Eins og hefur gjarnan gerst með sjávarútveg, þá getur -hnignunin verið hröð- um leið og sú stund birtist, að Ísland er að verðleggja sig yfir þ.s. markaðurinn þolir.
  • Ég held það sé alveg óhjákvæmilegt að þetta muni gerast.
  • Get á hinn bóginn ekki sagt -akkúrat hvenær- þ.s. ég þekki ekki hvar þessi sársaukamörk liggja.
  • Er einungis viss um, að slík sársaukamörk eru til staðar.
  • Og að -hröð launaþróun hérlendis- sé líklegust til að leiða það fram, að Ísland rekist á þau sársaukamörk.

En sögulega séð, þegar þ.e. uppsveifla í launum á Íslandi, þá hefur alltaf -þá meina ég án nokkurra undantekninga, þau ár sem sjávarútvegur hefur verið megin atvinnugrein- sú stund komið á einhverjum enda, að gengi hefur verið fellt.

  1. Það sé þá fyrst og fremst spurningin, hvaða atvinnugrein mun -æpa hæst.
  2. En kannski ekki síður, óp hvaða atvinnugreinar, fái mesta áheyrn.
  • Rökrétt virðist mér, að óp þeirrar atvinnugreinar fái mesta áheyrn, sem skaffi flest störf og mestar útflutningstekjur.

 

Athygli beinist auðvitað að miklum launahækkunum framundan nú í þessu samfélagi

Ísland hefur aldrei hingað til, upplifað samdrátt í hinni nýju megin grein, ferðamennsku.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að þær verulegu launahækkanir sem eru í farvatninu á þessu ári, séu nægilega miklar vöxtum -að þær leiði til þess, að Ísland verði of dýrt sem ferðamannaland.

Ef það gerist, þá mun væntanlega -sagan með sjávarútveginn á árum árum endurtaka sig- þ.e. skýr merki um samdrátt í grein, muni leiða til -ákalls um gengislækkun, svo að störfum verði bjargað, og ekki síst -skuldugum fyrirtækjum innan greinarinnar bjargað frá þroti.

  1. Mig grunar að -fyrsta sinn þegar þetta gerist.
  2. Að ferðamennska leiðir kröfur um -gengislækkun.
  3. Þá verði það -töluverður "eye opener" fyrir marga.

Það verður líka spurning þá, hvaða flokkar munu æpa mest, með hagsmunum greinarinnar.

En það gæti farið eftir því, hvaða flokkar eða flokkur, hafa/hefur spyrt sig hvað mest við hagsmuni ferðamennsku.

 

Niðurstaða

Ég held að sú launahækkana bylgja sem er framundan, geti orðið mjög forvitnileg. En það sem er nýtt í dag, er að -nú er það ekki sjávarútvegur sem er stærsta gjaldeyris skapandi greinin. Heldur hefur ferðamennska tekið yfir það hlutverk.

  1. Ég spái því, að ferðamennska muni eins og sjávarútvegur árum áður, berjast fyrir sínum hagsmunum.
  2. Og það að ferðamennska sé orðin stærst, leiði það fram -að hennar hagsmunir verði fremur drottnandi.
  • Lágt gengi krónu, verði meðal þeirra hagsmuna.
  • Það gæti meira en verið, að í því -fari saman hagsmunir greinanna tveggja, þ.e. ferðamennsku og sjávarútvegs.

Vegna þess að báðar greinar séu háðar þeim sömu annmörkum.

Að kaupendur þess sem þær greinar selja, eru ekki -auðugt fólk.

Og samtímis, að sá kaupendahópur, hefur aðra valkosti.

Það þíðir -grunar mig- að ferðamennska verði ekki síður líkleg til að -krefjast gengislækkana í framtíðinni- heldur en hefur gilt um sjávarútveg.

Ég ætla ekki að fullyrða að sú stund sé upp að renna. En bendi þó á það sem möguleika, að það geti orðið -kröfur ferðamennsku- sem verði hvað háværastar um það að lækka gengið.

Kannski snemma á nk. ári, en þá ættu að liggja fyrir -tölur yfir pantanir ferðamanna um ferðir til Íslands sumarið 2016. Ef þá blasir við -samdráttur. Gæti krafan um gengislækkun orðið stíf.

  1. Þegar það hefur gerst, að gengið sé lækkað til að þjóna þörfum ferðamennsku.
  2. Þá grunar mig, að það muni hafa töluverð áhrif á viðhorf til greinarinnar.
  3. Og hugsanlega orðið aftur mögulegt, að taka að nýju upp þá umræðu -hvers konar atvinnu uppbyggingu til framtíðar, Íslendingar vilja- ég er að sjálfsögðu að vísa til stóryðju umræðunnar.
  4. En mín skoðun er sú, að einungis framleiðslugreinar geti í framtíðinni skaffað Íslendingum þau laun sem Íslendingar vilja hafa.
  • Ef Íslendingar vilja ekki vera "láglaunaþjóð" þurfi að byggja upp greinar, sem geta borgað há laun. Svo einfalt sé þetta!
  • Það verður einungis gert með þeim hætti, að -verðmætið að baki hverju starfi sé það mikið- að grundvöllur skapist fyrir þau háu laun.
  • Þá þarf sú vara sem er framleidd að vera nægilega verðmæt.

Eins og ég hef áður nefnt. Vil ég að Ísland stefni í þá átt -að verða iðnríki. Þ.s. byggt verði ofan á núverandi álframleiðslu, framleiðsla á varningu úr áli. Að fá hingað framleiðslu á sólarhlöðum úr kísil, og flr. verksmiðjur sem framleiða úr kísil. Getur haft mjög öflug samlegðar áhrif með framleiðslu tækja og búnaðar á grunni áls. En þá gæti t.d. tæki haft sólarhlöðu framleidda hér og að auki tölvubúnað með móðurborð framleiddur úr ísl. kísil.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. maí 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband