ISIS virðist hafa unnið stórsigur í Írak, samtímis því að ISIS sækir fram innan Sýrlands

Skv. fréttum virðist ISIS hafa tekið borgina -Ramadi- höfuðborg svokallaðs Anbar héraðs. Skv. Wikipedia var skráð íbúatala Ramadi 483þ. 2004 -þeir geta verið verulega færri í dag. Eftir að ISIS hélt borginni í herkví mánuðum saman - - virðist líklegt að margir séu flúnir.

Isis drives Iraqi troops out of stronghold to strengthen its grip on Ramadi

ISIS Fighters Seize Government Headquarters in Ramadi, Iraq

"It would also mark a significant defeat for Iraqi forces, who had allied with several powerful Sunni tribes in a bid to defend Ramadi and stop Isis from taking control of the highways west to Syria and Jordan, as well as the water supply to southern Iraq which is regulated by a dam on the Euphrates river that runs through the city."

Mig grunar, að það sem fram kemur í rauðlitaða textanum að ofan sé lykilatriðið. Í landi sem er -eyðimörk- fyrir utan þau svæði sem eru vökvuð af hinum forn frægu ám -Efrat og Tígris.

Þá er að sjálfsögðu, það algert lykilatiði -að stjórna vatnsveitum.

  1. Ef marka má kortið þá rennur Efrat í gegnum Ramadi.
  2. Allt fyrir sunnan er neðan stíflu.

Þ.e. auðvitað samt sem áður, takmörkunum háð -hve miklu vatni er unnt að safna fyrir ofan stíflu, á við allar stíflur.

En það virðist blasa við, að sterkar líkur séu á að -ISIS- notfæri sér með einhverjum hætti samt sem áður, að stjórna flæði í gegnum stífluna sem liggur um borgina Ramadi.

Tæknilega, væri unnt að framkvæma stórfellt hryðjuverk -með því að safna vatni fyrst ofan stíflu, síðan að sprengja hana.

Á hinn bóginn - - hefur reynslan af ISIS hingað til verið sú - -> Að ISIS gjarnan velur að þvinga fé út úr andstæðingum, ef ISIS hefur aðstöðu til þess.

ISIS gæti því frekar valið, að pína stjv. í -Bagdad- til að greiða ISIS háar fjárhæðir, fyrir að -valda ekki truflunum á vatnsfæði.

En t.d. innan Sýrlands, hefur ISIS selt stjv. í Damascus olíu úr olíulindum undir stjórn ISIS. Velur m.ö.o. að þiggja peninga, væntanlega svo ISIS geti aflað frekari vopna.

 

Niðurstaða

Framrás ISIS nú í Írak og Sýrlandi samtímis. Sýnir að ISIS er langt langt í frá sigrað afl. Þó að loftárásir hafi valdið samtökunum tjóni. Og að íraskir Kúrdar með aðstoð Bandar. hafi tekist, að taka aftur til baka landsvæði sem ISIS hafði tekið af íröskum Kúrdum.

Þá virðist samt sem áður fátt benda til þess, að stjv. í Bagdad séu líkleg til að -vinna sigur á ISIS á næstunni. Frekar en hitt, virðist að Bagdad þurfi að leggja áherslu á að halda því sem stjv. í Bagdad enn stjórna.

ISIS virðist hafa -öruggt tak á þeim svæðum í Írak, og Sýrlandi -sem samtökin stjórna.

Þar með er yfirlýsing samtakanna um stofnun -ríkis- ekki án trúverðugleika. Þ.e. þau ráða yfir landi - þau eru fær um að þvinga íbúa þeirra svæða til að hlíða þeirra boðum og bönnum.

Þó það ríki sé ekki formlega viðurkennt af nokkrum. Þá virðast rök fyrir að tala um ríki.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. maí 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband