Loftárásir Saudi Araba virðast ekki megna að stöðva framsókn bandamanna Írans í Yemen

Það er merkilegt að verða vitni að því - hve veldi Írans fer hratt vaxandi. En í dag er shíta ríkisstjórnin í Íran - raunverulega bandamaður Írans. Ef út í þ.e. farið gerði George Bush Írönum stórfenglegan greiða, með því að leggja í rúst ríkisstjórn Saddams Hussain.

Það sýndi vel hve lítinn skilning hinir svokölluðu -ný íhaldsmenn- höfðu á Mið-Austurlöndum, að þeir virtust ekki hafa nokkurn hinn minnsta skilning á því; hverjar mundu verða líklegar afleiðingar þess - að leggja Bath flokkinn er tryggði áður yfirráð minnihluta Súnní Araba í Írak í rúst.

  1. En mér virtist þá þegar - sterkar líkur á að ef ríkisstjórn væri valinn í gegnum kosningar.
  2. Þá mundi það leiða óhjákvæmilega til þess, að flokkar meirihluta Shíta mundu þar með komast til valda.
  3. Og það virtist rökrétt að það mundi leiða til þess að stjórnvöld Írak yrðu þá vinveitt Íran.

Það var aldrei neinn vottur þess að -ný íhaldsmennirnir- skildu þetta einfalda grunnatriði.

Þetta auðvitað leitti til þess - að valdahlutföll milli Írans og Súnní-araba ríkja, röskuðust.

Alla tíð síðan hefur verið völlur á Írönum - og enn virðast þeir vera að efla áhrif sín!

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Bandamenn Írans virðast nú vera við það að taka næst stærstu borg Yemen!

Rebels in Yemen Battle for Control of Strategic Port City

Yemen’s Houthi and Saleh rebels tighten grip on Aden

"Houthi fighters backed by tanks pushed into the center of Aden on Wednesday and were battling for control of the southern port city, despite a weeklong Saudi military offensive against them." - "Witnesses reported fierce street battles and high civilian casualties in the Yemeni city on Wednesday night, including in the Khormakser district along the coast." - "Local journalists said the Houthis were facing stiff resistance from fighters allied with the exiled president, Abdu Rabbu Mansour Hadi."

  1. Saudi Arabar ætluðu að nota -Aden- sem 2-höfuðborg landsins, en fyrir rúmum mánuði færðu þeir sendiráð sitt þangað, og það gerðu einnig Sameinuðu Arabísku Furstadæmin.
  2. Ég geri ráð fyrir að þeim sendiráðum hafi nú verið lokað - en skv. fréttum standa nú yfir harðir bardagar um borgina.
  3. Liðssveitir þess sem var forseti landsins, þar til Houthi menn tóku höfuðborgina seint á sl. ári - - verjast enn innan Aden. Ef marka má þessar fréttir.

Það er rökrétt að leitast sé eftir því, að sækja fram meðfram ströndinni. Því eðlilega vill stjórnin í Sana -undir stjórn Houthi manna- ná hafnarmannvirkjum Aden borgar.

En ef þau falla til þeirra, þá er þar með fallin eina djúpsjávar höfnin í landinu.

Það þíðir að þar með loka væntanlega Houthi menn á þann möguleika - að nýstofnaður sameinaður herafli arabaríkja undir stjórn Saudi Arabíu - - geti sent lið til Yemen með þeirri þægilegu aðferð, að skipa liðinu á land þar sem til staðar eru nægilega umfangsmikil hafnarmannvirki, og legupláss fyrir stór skip.

Það væri sennilega umtalsverður -strategískur- sigur fyrir hin nýju stjórnvöld í Yemen.

En með falli Aden - þá verður væntanlega til mikilla muna erfiðara fyrir Saudi Araba og bandalagsríki Saudi Araba að velta stjórninni í Sana úr sessi.

  1. En þá væntanlega þarf að safna liðinu saman - annars staðar.
  2. Þar sem þessi lönd ráða ekki yfir tækjum til að gera innrás af hafi!
  3. Þá er vart um annað að ræða, en að safna saman her á landamærum Saudi Arabíu og Yemen.

Eins og sést á kortinu að neðan, þá þarf innrásarher sem sækir úr norðri!

Að sækja inn á hálent svæði, ef sá sækir í átt til Sana!

Það væri alls ekki auðvelt mál, að safna nægilegu liði - til þess að sækja síðan Suður yfir landamærin, síðan inn á fjall-lendið í átt til höfuðborgar Yemen.

En reikna má með því að - lið verði til varnar.

Ég eiginlega hallast gegn því, að bandalag Sauda leggi í slíkt verkefni. Þess í stað verði loftárásum líklega haldið áfram - samtímis fari Saudar og flóa Arabar í þann gýr sem þeir þekkja í Sýrlandi - - að fjármagna innlenda óvini hinnar nýju ríkisstjórnar Yemen, ásamt því að senda þeim hópum vopn.

Ahuga vekur að, Al-Qaeda, er ákaflega virk í Yemen. Og hefur haldið uppi árásum á Houthi menn, þar á meðal beitt sjálfsmorðsárásum innan Sana borgar.

Spurning hvort að Saudar - - þori að magna upp jihadistan, rétt Sunnan við eigin landamæri.

 

Niðurstaða

Það er nefnilega málið, að ef Saudar fara í þann gýr að efla sem mest upplausn á svæðum í Yemen, sem ekki lúta hinni nýju stjórn í Sana. Þá er langt í frá loku fyrir skotið. Að -jihadista hópar- gætu reynst stjórnvöldum í Saudi Arabíu sjálfum skeinuhættir, innan Saudi Arabíu. Í þeirri útkomu væri ef til vill - ákveðið skáldlegt réttlæti.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. apríl 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband