Hvaða afleiðingar fyrir evrusvæði hefur -Grexit-?

Bankastjóri Seðlabanka Evrópu Mario Draghi sagði eftirfarandi - “Having said that, we are certainly entering into uncharted waters if the crisis were to precipitate, and it is very premature to make any speculation about it.” - sem er ákaflega rökrétt. Því að sannleikururinn er sá, að enginn raunverulega veit hvaða akkúrat afleiðingar fyrir evrusvæði -Grexit- eða það að Grikkland yfirgefur evruna - - mun hafa.

Draghi says eurozone has tools to deal with Greece crisis

 

Ég get einungis tjáð mig um það, hvað mér finnst líklegast - að gefnum tilteknum forsendum

Forsendan er -peningaprentun- sú sem hafin er, haldi áfram á evrusvæði. Þá meina ég að hún hætti ekki í -neinni fyrirsjáanlegri framtíð.

En ég eiginlega sé ekki neina framtíð, þegar þær aðstæður líklega skapast að -ECB- geti hætt prentun.

En mér virðist -prentun- hafa augljóslega þær afleiðingar, að lækka og það verulega, kostnað aðildarríkja við það að -- > Rúlla skuldunum yfir, eða, að endurnýja þær sí og æ.

Með því að tryggja aðildarríkjunum, afar - afar lága vexti. Þá geti -ECB- forðað frekari gjaldþrotum en gjaldþroti Grikklands, a.m.k. töluvert lengi.

Á meðan sennilega feti evrusvæði svipað munstur og Japan á 10. áratugnum, þ.e. löturhægur hagvöxtur + hækkandi skuldir.

En krafan um það að -vinna á atvinnuleysi- verði líklega svo stíf smám saman í aðildarríkjunum, samtímis að löturhægur vöxtur muni ekki vinna á atvinnuleysi nándar nærri nægilega hratt til þess að almenningur eða kjósendur - sætti sig við það ástand.

Að aðildarríkin, muni ákaflega sennilega feta þann farveg - - hallareksturs, sem a.m.k. sumir hagfræðingar leggja til. Þá hefjist fyrir rest, þær framkvæmdir - - sem margir hagfræðingar sérstaklega á vinstri kantinum hafa verið að kalla eftir.

  • Hafið í huga, að slíkt er - - endurtekning á Japan.

Framkvæmdagleðin minnki a.m.k. að einhverju leiti atvinnuleysi - - en tryggi eins og í Japan stöðugt hækkandi skuldir; en vegna lágra vaxta muni það ekki verða mjög íþyngjandi fyrir ríkissjóðina, eða a.m.k. ekki hratt verulega meir íþyngjandi.

  • Eins og í Japan, gætu spurningar aftur vaknað um sjálfbærni, þegar meðalskuldir nálgast 200%. Þá auðvitað gætu nokkur aðildarríki evru verið komin með meðalskuldastöðu - - duglega umfram 200%.
  1. Þá má ekki gleyma því fordæmi sem -Grexit- er, þ.e. að skapa það fordæmi að land getur yfirgefið evru, og ákveðið að skilja skuldirnar eftir.
  2. Eða, ef um er að stærstum hluta að ræða skuldir í eigu innlendra aðila, væri unnt að framkvæma gjaldmiðilsskipti og síðan láta þær skuldir brenna uppi á verðbólgubáli - - verða að engu samhliða því að hinn nýi gjaldmiðill mundi virðislækka um marga prósentu tugi.

Til lengri tíma litið verði evrusvæði ekki sjálfbært - en með prentun verði unnt að fresta hugsanlega um töluverðan slatta af árum þeim degi; þegar reikningsskil verða.

Það getur verið að lönd eins og Þýskaland, þau sem standa nærri Þýskalandi með tiltölulega lágt atvinnuleysi og skuldir, feti ekki þann farveg, aukinna framkvæmda og ríkissjóðs halla - og því skuldasöfnunar.

  • Vegna minni þrýstings úr þeirra þjóðfélögum, um aðgerðir til að dragar úr atvinnuleysi.

Það geti því verið, að aðildarlönd evrusvæðis, þróist freksr í sundur, en fram að þessu - verði ólíkari frekar en líkari, þannig að það haldi áfram sú þróun að þau vegferð þeirra sé í sitt hvora áttina.

Munurinn á skuldastöðu landa í tiltölulega góðu horfi og hinna, vaxi því frekar en að sá munur minnki. Á endanum verði ólíkir hagsmunir of erfiðir - að líkindum.

 

Niðurstaða

Mér virðist prentun sennilega halda áfram og áfram sennilega til margra ára á evrusvæði. En það sé sennilega eina leiðin til þess að viðhalda því - áfram. Það muni virðast í hvert sinn, sársaukaminna að halda prentun áfram - - > Því ef henni verður hætt, þá muni reikningsskil sennilega skella yfir. En með því að viðhalda prentun, verði unnt að fresta þeim reikningsskilum -hugsanlega- í töluvert langan tíma. Meðan að sameiginleg skuldabóla aðildarríkjanna stöðugt og stöðugt stækkar.

Þegar að reikningsskilum endanlega kemur - - gætu aðildarríkin tæknilega ákveðið að keyra upp -sameiginlega verðbólgu- innan kerfisins til að brenna upp skuldum.

En ástand ríkjanna verður sennilega alltaf það mismunandi að samstaða um slíkt líklega næst ekki, þannig að þá gæti -exit- orðið kostur a.m.k. nokkurra landa á einhverjum enda.

Nema auðvitað að ný andstaða við prentun skapist í fremur náinni framtíð, og reikningsskil fari fram - - mun fyrr.

  • Það sé með öðrum orðum unnt að fresta afleiðingunum lengi, kostur sem evrusvæði sennilega mun velja.
  • Það geti því -á árum prentunarinnar- virst að -Grexit- hafi ekki haft neinar teljandi afleiðingar; en fordæmið mun samt hafa verið búið til, að land geti farið.
  • Grexit- breytir eðli evrusvæðis, þó að unnt verði að fresta afleiðingum þess í töluverðan tíma með prentun.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. apríl 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 236
  • Sl. sólarhring: 295
  • Sl. viku: 319
  • Frá upphafi: 846957

Annað

  • Innlit í dag: 223
  • Innlit sl. viku: 305
  • Gestir í dag: 216
  • IP-tölur í dag: 216

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband