Sérkennileg krossferð Netanyahu gegn tilraunum Vesturvelda að semja við Íran

Benjamin Netanyahu var staddur í Washington á þriðjudag, og fékk að ávarpa bandaríska þingið. Þar varaði hann við samningum við Íran - sem staðið hafa nú yfir um töluverðan tíma.

Að sögn Netanyahu er engin leið að treysta því að Íran virði nokkra samninga. Ekkert minna dugi en að - gersamlega taka kjarnorkuprógramm Írana í sundu stykki fyrir stykki, flytja öll kjanakleyf efni frá Íran. Samt eigi að viðhalda refsiaðgerðum áfram, því að Íran - styðji Hesbollah og stjórnina í Damaskus.

Þetta var víst - í stuttu máli boðskapur Netanyahu á Bandaríkjaþingi!

WASHINGTON, DC - MARCH 03: Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu speaks about Iran during a joint meeting of the United States Congress in the House chamber at the U.S. Capitol March 3, 2015 in Washington, DC. At the risk of further straining the relationship between Israel and the Obama Administration, Netanyahu warned members of Congress against what he considers an ill-advised nuclear deal with Iran. (Photo by Win McNamee/Getty Images)

Vandamálið við þetta er náttúrulega að, slík stefna mundi alveg örugglega leiða til stríðs við Íran. Og þ.e. einmitt það síðasta sem Vesturlönd þurfa á að halda!

  1. En það er ekki endilega það versta, því að kjarnorkuprógramm Írana er grafið inn í fjöll, svo djúpt á þeirra best vörðu stöðvar - að þær verða ekki eyðilagðar með venjulegum sprengjum.
  2. Það þíðir, að ekkert minna dugar heldur en - innrás. Tæknilega þarf það ekki að vera herseta, heldur mundi tæknilega duga að senda her inn - láta hann taka tiltekna mikilvæga staði. Halda þeim í nokkrar vikur - - síðan láta liðið hörfa.

Þetta er með öðrum orðum - - gersamlega snargalin stefna!

Um hvað eru þá Vesturlönd að semja við Íran?

  1. Íran hefur þegar samþykkt, að draga verulega mikið úr auðgun á Úran.
  2. Það verða til staðar eftirlitsmenn, sem fá að skoða staði. Fylgjast með því að samkomulagið sé virt.
  3. Miðað við útlínur er liggja fyrir, mundi skilvindum Írana fækka niður í að -tæknilega væri mögulegt fyrir Íran að búa til sprengju með 1-árs fyrirvara. Það sé talið ásættanlegur fyrirvari.
  4. Samningur mundi gilda í 10 ár.
  5. Íran fær verulegar tilslakanir á refsiaðgerðum - sem ætti að leiða til betri efnahags Írans. Og styrkja lýðræðisleg stjórnvöld í Íran.

Enn séu þættir óljósir - t.d. akkúrat hve hratt verður dregið úr refsiaðgerðum, og hve mikið.

Það ber enn eitthvað á milli, um það hve mikið úran Íran má geta auðgað per ár.

Sjá hve Íran er fjöllótt! Íran væri Afganistan, bara enn verra!

http://miangin.persiangig.com/nostradamus/cheats/Iran-topographic-Map.gif

Það sem vinnst við þetta!

Það er ekki einungis það að losna við - hugsanlegt stríð. Heldur sá möguleiki að Íran verði í framtíðinni - vinveitt land Vesturveldum. En höfum í huga að samanborið við t.d. Saudi Arabíu er Íran miðja frjálslyndis. Þegar kosið er í Íran - virðast kjósendur hafa raunverulega valkosti. Þannig er íran t.d. verulega frjálsara heldur en Rússland Pútíns er í dag.

Batnandi samskipti Vesturvelda og Írans, gæti stuðlað að frekari eflingu lýðræðis þar. Og því að Íran smám saman verði að þeim kyndli lýðræðis í heimi Múslima. Sem Vesturveldi hafa verið að leita að um nokkurt skeið.

  1. Það auðvitað blasir við, að Íran gæti orðið miklu mun áhugaverðari bandamaður en Ísrael.
  2. Eftir allt saman, hefur Íran - - tvær strandlengur. Þ.e. ekki bara við Persaflóa. Heldur einnig við Kaspíahaf. Og þar er einnig olíu að finna!

Það sé því margt hugsanlega að vinna fyrir Vesturlönd.

Í því að feta friðsamlegu leiðina gagnvart Íran.

 

Niðurstaða

Það ætti að blasa við, að þegar Vesturlönd standa frammi fyrir þvi vali - þ.e. leið Netanyahu sem þíddi nær öruggt stríð við Íran. Eða þá leið sem Vesturlönd eru að gera tilraun með, að semja við Íran - - og a.m.k. standa frammi fyrir þeim möguleika að eiga friðsamleg og síðar batnandi samskipti við Íran. Þá virðist valið auðvelt - - að velja þá leið þ.s. friður er a.m.k. hugsanlegur, í stað þeirrar leiðar þ.s. stríð verður að teljast alveg öruggt!

 

Kv.


Bloggfærslur 4. mars 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband