Seðlabanki Evrópu íhugar að þrengja að ríkisstjórn Grikklands

Ég er hér að vísa til -útgáfu ríkisstjórnar Grikklands á skammtíma ríkisbréfum- sem ríkisstjórn Grikklands, er að nota til að fjármagna sig - meðan viðræður standa milli grísku ríkisstjórnarinnar og meðlimaríkja evrusvæðis um skuldir Grikklands.

  • Punkturinn er sá, að Seðlabanki Evrópu - getur lokað á þessa fjárgátt.
  • Og er að íhuga að einmitt að loka henni.

ECB weighs curbs on Greek banks’ government debt purchases

  1. "The T-bill issue has become a central faultline in Greece’s relations with its creditors. Athens had been hoping to use such short-term debt issuances to finance itself while negotiating a revision of its bailout."
  2. "But the ECB has resisted on the grounds that Greek banks are the only buyers of the government-auctioned bills."
  3. "Those banks are being kept afloat by loans from the Greek central bank, and central bank funds cannot legally be used to fund a sovereign government in the eurozone."

Skv. lögum um Seðlabanka Evrópu - er honum bannað að með beinum hætti, fjármagna aðildarríkin. Regla sem á sínum tíma, var sett - skv. þrýstingi frá Þýskalandi. Þetta er hluti af stofnsáttmála um evruna.

Vegna þess að grísku bönkunum er haldið á floti með "ELA" þ.e. neyðarfjármögnun í gegnum útibú Seðlabanka Evrópu í Aþenu, skv. heimild höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu.

Og að eina fjármagnið sem grísku bankarnir hafa til umráða til að kaupa skammtímaríkisbréf grísku ríkisstjórnarinnar - er einmitt neyðarfjármagn Seðlabanka Evrópu.

  • Þá verður því vart neitað - - að þá fjármögnun er unnt að skilgreina sem brot á lögum um Seðlabanka Evrópu.
  1. En Seðlabanki Evrópu samtímis hefur erfitt val, því ef hann skrúfar fyrir -lögformlega- þessa fjármögnunarleið grískra stjv. - - en tilmælin "ECB" til grísku bankanna um að hætta þeim kaupum, eru ekki "lagalega" bindandi.
  2. En "ECB" geti gefið út skuldbindandi skipanir. Þá sé áhættan sem "ECB" tekur hugsanlegt ríkisþrot Grikklands, brotthvarf landsins úr evrunni. Og "ECB" hefur a.m.k. ekki enn, virst til í að hætta á þá útkomu.
  • Höfuðstöðvarnar eru þá að vandræðast með þetta, því þær vita að -líklega- mun gríska ríkisstjórnin, skipa grísku bönkunum að leiða -óskuldbindandi- fyrirmæli hjá sér, og halda áfram að kaupa skammtíma-bréf gríska ríkisins.

Ef "ECB" lokar á gríska ríkið - - þá virðist enginn vita nákvæmlega hvenær gríska ríkið mundi verða uppiskroppa með fé.

En það gæti verið svo snemma sem nk. mánuð!

Þó svo að í gildi sé samkomulag við aðildarríkiun sem gildir í 4-mánuði, til að gefa tíma fyrir viðræður. Þá virðast þær viðræður ekki hafa a.m.k. fram að þessu, virst líklegar til að skila lendingu sem aðilar geta verið sáttir við.

Ekki endilega virst líklegar til að skila slíkri útkomu.

 

Niðurstaða

Grikkland er stöðugri fjármögnunar-krísu þessa mánuði, meðan deilur ríkisstjórnar Grikklands og meðlimaríkja evrusvæðis standa enn yfir. Þ.e. eiginlega erfitt að ráða í ummæli sem birtast í fjölmiðlum t.d. nýleg ummæli fjármálaráðherra Belgíu - að ESB geti vel ráðið við það áfall sem mundi fylgja ríkisþroti Grikklands.

Aðildarríkin virðast halda Grikklandi í afskaplega þröngri stöðu hvað fjármögnun varðar, þannig að - tæknilega ólögleg aðferð grískra stjv. að láta grísku bankana kaupa skammtíma ríkisbréf fyrir neyðarfé Seðlabanka Evrópu - virðist þessa dagana eina féð sem gríska ríkið hefur aflögu.

Svo að þegar höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu eru að pæla í að loka á þá fjármögnun, þá eru þær höfuðstöðvar sennilega einnig að velta upp því hvort þeir sem þar starfa, vilja kalla fram gjaldþrot Grikklands og brotthvarf þess úr evrunni.

En það veit í reynd enginn hvort þ.e. rétt ályktað að hættan af brotthvarfi Grikklands úr evru, ásamt gjaldþroti þess lands - - sé í reynd óveruleg, eins og margir halda fram.

Svo þ.e. ekki undarlegt að það sé hik á starfsmönnum höfuðstöðva Seðlabanka Evrópu, um það hvernig þeir eiga að höndla þessa - funheitu kartöflu.

 

Kv.


Netanyahu formlega drepur hugmyndir um ríki Palestínumanna

Tek fram að ég hef verið samfellt þeirrar skoðunar að 2-ja ríkja lausnin væri dauð síðan Aril Sharon hóf að reisa svokallaðan aðskilnaðarmúr rétt eftir 2000. Með öðrum orðum, samfellt í ca. áratug. En Sharon hóf til vegs og virðingar samtök svokallaðra "landnema" sem síðan hafa samfellt haft mjög öflugan pólitískan stuðning á hægri væng ísraelskra stjórnmála. Reyndar hefur nánast samfellt síðan verið hægri stjórn í Ísrael - þó stöku sinnum hafi hún verið samsteypustjórn Likud og ísraelska Verkamannaflokksins.

Síðan þá hafa nýbyggðir gyðinga sprottið upp innan um byggðir Palestínumanna á Vesturbakka, nú búa -nokkur hundruð þúsund Gyðingar- allt í allt í þeim nýbyggðum sem reistar hafa verið síðan Aril Sharon var við völd.

Í hvert skipti eru byggðir Palestínumanna, múraðar af - til þess að tryggja öryggi -nýbyggða.-

Þannig að svo er komið að Vesturbakkinn er orðinn að kraðaki hólfa, lönd þau sem Palestínumenn hafa aðgang að - hafa sama skapi minnkað, jafnt og þétt.

  • Það hefur verið alveg augljóst, að samfelld stefna ísraelskra stjv. hefur verið sú - að tryggja að engin leið verði "nokkru sinni" að stofna til formlegs ríkis Palestínumanna.
  • Ég botna samt ekki almennilega í þeirri hreyfingu sem hefur verið í gangu um að viðurkenna ríki Palestínumanna.
  • Því það ríki er þá ríki, án lands, án getu til þess að tryggja innra öryggi eigin borgara - - þ.e. alveg ný leið, að viðurkenna tilvist ríkis, sem ekki hafi neina landfræðilega tilvist.

Slík leið - lýsir hreinni örvæntingu þeirra, sem enn styðja 2-ja ríkja lausnina.

Því eiginlega - hve fullkomlega vonlaus sá málsstaður virðist vera!

Forvitnilegt kort af Ísrael og byggðum Palestínumanna

Topographical map of Israel

Berið saman kortin, og sjáið hvernig hæðirnar þ.s Palestínumenn búa gnæfa yfir láglendið sem er megnið af Ísrael

Það sem þetta líklega þíðir er, að Jórdan dalurinn, myndar nokkurs konar dauðagildru.

Fyrir hvern þann her sem vill ráðast inn í Ísrael. Ef Ísrael hefur her í hæðunum.

En að auki þíðir þetta, að stórskotalið staðsett á hæðunum, ef þ.e. undir stjórn óvinveitts liðs.

Þá getur það skotið á nánast hvern blett á láglendingu við ströndina!

Þetta er að mínu viti -mikilvægt atriði- því að þetta sé nánast eina varnarlínan í þessu landi, sem sé til staðar frá náttúrunnar hendi.

Gólan hæðir, mynda síðan annan -fasta punkt- sem felur í sér -vörn frá náttúrunnar hendi á landamærum Ísraels gagnvart Sýrlandi.

Í átt til Egyptalands séu það stórar auðnir þ.e. Sínæ skaginn sé að mestu þurr auðn. Í þá átt einna helst skorti Ísrael -landamæri sem innibera varnarlínu frá náttúrunnar hendi.

Mig hefur lengi grunað, að eingöngu út frá - - varnarsjónarmiðum.

Sé afar, afar - ólíklegt að Ísraelar nokkru sinni, gefi eftir að hafa hernaðarleg yfirráð yfir hæðunum þ.s. byggðir Palestínumanna eru á Vesturbakkanum.

Rökrétt ákyktun er - - að þetta land þurfi að vera, eitt ríki.

Eins ríkis lausn, með öðrum orðum.

Einungis sem heild, hafi það verjanleg landamæri.

 

Nokkrar tilvitnanir í Netanyahu

Hann virðist hafa á síðustu dögunum - hafa rekið kosningabaráttu er einkenndist af "hræðsluáróðri" eða "alarmism."

Deep Wounds and Lingering Questions After Israel’s Bitter Race

Netanyahu Says No to Statehood for Palestinians

  1. "In interviews with the Israeli news media that Mr. Netanyahu usually shuns, he complained of a conspiracy of left-wing organizations funded from abroad and foreign governments out to topple him."
  2. Eitruð ummæli um arabíska Ísraela - “Right-wing rule is in danger,” he said. “Arab voters are streaming in huge quantities to the polling stations.” - "He said they were being bused to polling stations in droves by left-wing organizations in an effort that “distorts the true will of the Israelis in favor of the left, and grants excessive power to the radical Arab list,” referring to the new alliance of Arab parties."
  3. "He said that if his Likud Party won Tuesday’s national elections, he would never allow the creation of a Palestinian state," - "“I think that anyone who is going to establish a Palestinian state today and evacuate lands is giving attack grounds to the radical Islam against the state of Israel,” he said in a video interview published on NRG, an Israeli news site that leans to the right. “There is a real threat here that a left-wing government will join the international community and follow its orders.”"

Það virðist að þessi -ýkti málflutningur- hafi fallið í góðan jarðveg.

Og dugað Netanyahu til sigurs í 4-sinn. Sem er víst met í Ísrael.

Ummæli hans gagnvart ísraelskum aröbum eru ekkert annað en "rasismi."

 

Niðurstaða

Það að Netanyahu nái kjöri út á "lofoð um að heimila aldrei stofnun ríkis Palestínumanna." Í kosningabaráttu, þ.s. hann beitti að því er virðist - skefjalausum hræðsluáróðri, um meinta hættu af "palestínsku ríki" - meinta hættu af Íran - meinta hættu frá ísraelskum aröbum.

Hann virðist hafa höfðað til allra verstu kennda ísraelskra kjósenda.

Og haft sigur út á akkúrat það.

Ég held að eðlileg ályktun sé að líta á þennan kosningasigur - sem loka líkkystunaglann í vonir um sérstakt ríki Palestínu skv. 2-ja ríkja lausninni.

Framtíðar barátta hlýtur því að snúast um - 1 ríkis lausn.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. mars 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband