Stríð Saudi Araba og Írana, um Yemen að hefjast?

Undir lok síðasta árs, tóku svokallaðir "Houthi" menn höfuðborg Yemen -Sana- herskyldi. Þeir eru þjóðflokkur talinn hliðhollur Íran - enda shítar. Það er hugsanlegt, að Íran sé að takast að skapa sér sambærilega hreyfingu í Yemen, við Hesbollah -hreyfingu lýbanskra shíta, sem hefur verið ákaflega öflugur bandamaður Írans í Lýbanon. Og síðan 2013 - beinn þátttakandi í borgarastríðinu í Sýrlandi!

  • Þegar Sana var tekin herskyldi - féll ríkisstjórn landsins, sem hafði verið studd af Saudi Aröbum og Bandaríkjamönnum, og forseti landsins var tekinn höndum.
  • Í síðasta mánuði, tókst forseta landsins að flýja til borgarinnar -Aden, á strönd Yemen við Indlandshaf, gömul flotahöfn frá nýlendutímanum.
  • Í þessum mánuði, náði fyrrum varnarmálaráðherra landsins, bandamaður forsetans, einnig að flýja frá Sana - til Aden: Yemen's defense minister escapes Houthi-controlled Sanaa
  • Bandaríkin og Evrópulönd -þau sem áttu sendiráð í Sana, Þýskaland, Bretland, Frakkland- lokuðu þeim í janúar sl., skv. fréttum hafa Sameinuðu arabísku furstadæmin opnað nýtt sendiráð þeirra landa í Aden, og það sama hefur Saudi Arabía gert. Meðan að hvorki Bandaríkin né þau Evrópulönd eru áttu áður sendiráð í Sana - hafa gengið það langt í því að taka beina afstöðu.
  • Byltingaráð Houthi manna, hefur lýst Abd-Rabbu Mansour Hadi forseta - flóttamann og lögbrjót, segja hann undir rannsókn, og þeir hafa ekki virst liklegir til þess að láta undan kröfum Arabaríkja við Persaflóa, að yfirgefa Sana. Í sl. mánuði var að auki gefin út yfirlýsing Öryggisráðs SÞ þess, að Houthi menn ættu tafarlaust að gefa eftir Sana: Yemen Slides Toward Breakup as Hadi Rallies Support in South
  • Skv. frétt, þá hefur íransk flugfélag hafið reglulegar áætlunarferðir til Sana: Two rulers, two capitals

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/Yemen-physical-map.gif

Valdabarátta Írana og Flóa-araba, með Sauda í broddi fylkingar

...virðist vera að valda vaxandi upplausn í Mið-Austurlöndum. En síðan 2011, höfum við orðið vitni að því - hvernig samkeppni arabalandanna við Persaflóa og Írana um völd og áhrif í Mið-Austurlöndum. Hefur umbreytt borgarastríðinu í Sýrlandi - - í trúarbragðastríð milli Shíta og Súnníta.

Þ.s. við höfum nú tvær öfgafylkingar sem takast á - - þ.e. róttækir Shítar, í formi Hesbollah hreyfingarinnar - og á hinn bóginn, afar róttæka Súnníta í hreyfingu er nefnist, íslamska ríkið.

Bæði Íranar og Saudar, og bandamenn Sauda við Persaflóa - - virðast beita sér til ýtrasta í þeim átökum.

  • Og nú virðist veruleg hætta á að landið Yemen, verði næsti baráttuvöllur þessara andstæðu Póla í Mið-Austurlöndum.
  1. En það virðist margt stefna í þá átt, með bandamenn Írans við stjórn í Sana, og svæðum í N-Yemen.
  2. Og andstæðingar Írana, er flykkjast utan um "forseta" landsins, eða fyrrum forseta landsins, eftir því hver segir frá, í borginni Aden - - hefji stórfelld átök. Virðast báðar fylkingar nú vera að safna liði.

 

Ef stríð hefst í Yemen, verður stríðsástand í alls 4-löndum í Mið-Austurlöndum

  1. Sýrland, þ.s. þessi átakabylgja hófst 2011.
  2. Írak þangað sem stríðið í Sýrlandi barst um mitt ár 2013.
  3. Lýbýa - en þau átök virðast ekki tengjast átökum Írana og fylkingar Sauda, með neinum beinum hætti.
  4. Yemen!

3-þessara stríða verða þá tengd átökum Írana og Sauda, og bandamanna þeirra við flóann.

Eins og ég hef áður sagt, hefur -kalt stríð- staðið yfir milli Írans og Saudi Araba, alla tíð síðan ca. 1980.

En Íranir hafa aldrei fyrirgefið Saudum og flóa aröbum, stuðning þeirra við innrásarstríð Saddam Hussain - gegn Íran.

En þessi átök virðast hafa farið í hraða stigmögnun, síðan stríðið í Sýrlandi hófst 2011.

  • Það verður að segjast, að hættan á allsherjar stríði - fylkinganna. 
  • Hljóti að teljast mjög umtalsverð - þ.e. trúarbragðastríði þeirra.

 

Niðurstaða

Ef Vesturlönd ætla með samningum við Íran, að kæla niður ástandið í Mið-Austurlöndum. Liggur þeim á, því hitastigið virðist ekki fara lækkandi. Heldur virðast átökin vera við það að dreifast til - enn eins landsins. Þ.e. Yemen á S-landamærum Saudi Arabíu.

  • Að einhverju leiti má skoða þetta sem hugsanlegan mótleik Írana.
  • Ef maður lítur svo á, að Íranir telji víst að Saudar standi að baki upprisu ISIS.

 

Kv.


Forseti Brasilíu virðist vísvitandi hafa logið að kjósendum

Ef einhver man, þá heitir forseti Brasilíu -Dilma Rousseff- fremur ömmuleg útlits. Hennar vandi er sá, að Brasilía er á leið inn í kreppu. Talið að samdráttur verði í ár á bilinu 0,7-1%. Á sama tíma mælist verðbólga nú 7% - sumir hagfræðingar spá 8%.

http://blogs-images.forbes.com/chriswright/files/2014/10/dilma-rousseff.jpg

Ég fæ ekki betur séð en hún hafi logið að kjósendum!

En þ.e. ekki nema nokkrir mánuðir síðan hún náði endurkjöri - - með mjög litlu atkvæðahlutfalli. Sigur mjög naumur, með öðrum orðum.

Þá nefndi hún ekki einu orði, að kreppa væri á næstunni. Kreppa var ekki til í hennar orðabók meðan kosningabaráttan stóð yfir.

Að auki, nefndi hún hvergi - - fyrirhugaðar niðurskurðar og sparnaðar aðgerðir, m.a. sparnaður í formi velferðar útgjalda.

Heldur talaði hún um batnandi efnahag og velferð!

  1. En líklega hefði hún ekki náð kjöri, ef hún hefði sagt kjósendum sannleikann.
  2. Sl. sunnudag, ávarpaði hún þjóðina - og talaði á allt öðrum nótum, um þörf fyrir sparnað og ráðdeild, og kynntar voru aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla - aðgerðir lítt til vinsælda fallnar. Og viti menn, fjölmenn mótmæli spruttu upp í fjölda brasilískra borga.
  3. Svo bætist við, að hún er óheppin - - hneyksli er í gangi í tengslum við stærsta fyrirtæki landsins, "Petrobras" eða ríkisolíufélagið, en það virðist að það hafi greitt fjölda pólitíkusa mútur. A.m.k. einhverjir þeirra tengjast flokki forsetans. Ætli það megi ekki segja - að þetta auki á almenna óánægju með pólitíkusa landsins. Og geti verip hluti ástæðunnar, að almenningur brást þetta harkalega við ræðu forsetans.

 

Alvarleg kreppa?

Líklega ekki, Brasilía eins og Ísland - er auðlyndahagkerfi, þó um aðrar auðlyndir sé að ræða - einna helst útfluttar landbúnaðarafurðir svo sem kaffi, og olíu í seinni tíð.

Brasilía virðist ekki ætla verða meiriháttar iðnveldi. Hversu mikið sem Brassar rembast.

  1. Það sem er að gerast, er að verð fyrir útfluttar afurðir hafa lækkað.
  2. Það eins og á Íslandi - leiðir til verðlækkunar gjaldmiðilsins. Realið hefur fallið um nærri 15% síðan sl. áramót.
  3. Það leiðir eðlilega til - innflutnings á verðbólgu, þ.e. innfluttar vörur hækka.
  4. Að auki hefur ríkisstjórnin, hækkað gjöld, og þannig framleitt nokkuð af verðbólgunni sjálf.

Við könnumst við þetta allt hér!

Eins og Ísland, er Brasilía háð verðlagi á helstu útflutningsafurðum - hagkerfið fer upp þegar verðin hækka, niður þegar þau lækka.

Gjaldmiðillinn styrkist þegar verðin fara upp, fellur er þau lækka.

  • Þegar menn halda því fram að óstöðugleiki Ísland, sé einhver einstakur hlutur.
  • Þá er gott að bera Ísland við--önnur lönd sem eru auðlyndahagkerfi eins og Ísland.
  • Þ.e. mun vitrænni samanburður, en að bera Ísl. við lönd, sem ekki eru auðlyndahagkerfi - jafnvel þó þau eigi að vera sögulega skildari okkur.

 

Niðurstaða

Ísland er ekki eina óstöðuga landið í heiminum. En margir halda því fram, að óstöðugleiki landsins - sé eingöngu vegna efnahagslegrar óstjórnar. En ef maður skoðar lönd - víðar en þessi dæmigerðu Evrópulönd. Þá er unnt að finna dæmi um alveg sambærilegan óstöðugleika og Ísland reglulega gengur í gegnum.

Þá þarf ekki að finna einhver vanþróuð 3-heims lönd!

Ég hef trú á að Brasilía komist í gegnum þessa kreppu. Eins og Ísland nær alltaf sér á strik aftur, ef það hefur skollið á timabundin kreppa vegna - fallandi verða.

En auðlynda hagkerfi eðlilega eru háð hagsveiflunni í þeirra helstu útflutningslöndum.

 

Kv.


Bloggfærslur 10. mars 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 199
  • Sl. sólarhring: 260
  • Sl. viku: 282
  • Frá upphafi: 846920

Annað

  • Innlit í dag: 187
  • Innlit sl. viku: 269
  • Gestir í dag: 182
  • IP-tölur í dag: 182

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband