Tyrkland/Rússland eru greinilega á leið í harkalegan árekstur - hvort eiga vesturlönd að styðja Tyrkland eða Rússland?

Mitt svar - Tyrkland. Ég færi auðvitað rök fyrir því svari.
En málið er grófum dráttum að, þegar kemur að málefnum Sýrlands - fara hagsmunir Tyrklands og Vesturlanda meir saman, heldur en hagsmunir Vesturlanda og Rússlands.

  1. En þ.e. ljóst af nálgun Rússa, að þeir eru fyrst og fremst að hugsa um, að styrkja stjórnvöld í Damaskus, og veikja uppreisnarmenn sem berjast við stjórnvöld og ráða svæðum innan landsins.
  2. Þó Rússar ráðist einnig nú að ISIS, virðast enn stærri hluti sprengju-árása beint að uppreisnarmönnum.

Málið er - að Vesturlönd og Tyrkland hafa mjög ríka hagsmuni af því að forða hruni uppreisnarmanna.
Meðan að aðgerðir Rússlands sýna - að þeir vilja helst brjóta þá á bak aftur sem fyrst.

Til þess að skilja hvað ég á við um hagsmuni.
Þarf að skoða kort yfir dreifingu flóttamanna, innan Sýrlands!

http://www.internal-displacement.org/assets/library/Middle-East/Syria/graphics/201410-map-me-syria-idmc-en-thumb.jpg

Uppreisnarmenn ráða:

  1. Aleppo héraði a.m.k. hálfu leiti.
  2. Idlib héraði alveg.
  3. Verulegum hluta Homs héraðs.
  4. Og héraðinu á milli.

Svo geta menn talið - hve margar milljónir flóttamanna eru á svæðum uppreisnarmenna.

Skv. SÞ - er heildartala flóttamanna innan Sýrlands, 7,6 milljón.

Gróft litið virðist það fara nærri 3-milljón, sem sennilega eru undir vernd uppreisnarmanna.

Höfum í huga, að líklega stendur verulegur hluti íbúa á þeim svæðum með uppreisnarmönnum, og gætu líklega einnig gerst flóttamenn - - ef hersveitir stjórnvalda hefðu sigur.

 

Málið er, að stjórn Assads - er ekki stjórn allra landsmanna, hefur aldrei verið

Þetta virðist að stuðningsmenn Assads á Vesturlöndum og Pútíns - vilji aldrei heyra.
En stjórn Assads <--> Er minnihlutastjórn Alavi fólksins, ca. 12% íbúa - fyrir stríð.
Öðrum íbúum var haldið niðri með harðri hendi með klassískum lögregluríkis aðferðum.

Þessi stjórn eins og slíkar minnihluta stjórnir alltaf eru, hefur alltaf verið gríðarlega ósanngjörn - - þ.e. hlaðið undir "Alavi" fólkið
En einnig tiltekna hópa - - sem gerðust bandamenn hennar.

Áherslan var stærstum hluta á að halda niðri - Súnní Aröbum er fyrir stríð voru 70% íbúa.

  1. Sumum virðist finnast það afar undarlegt, að uppreisn skuli hafa myndast gegn þannig stjórnarfari - meðal meirihluta íbúa.
  2. Eins og þeim detti ekki í hug - að það geti verið, að fólki sé illa við að láta traðka á sér linnulaust áratug eftir áratug.

____________________
Eins og sést á Kortinu frá SÞ.
Þá virðist landið - alveg flosnað upp.
Takið eftir - það er fjöldi flóttamanna í öllum héröðum.

Það sennilega þíðir <--> Að mismunandi hópar er áður bjuggu saman.
Hafa verið að aðskiljast.
Fólk er hrakið burt.

Minnir mig á fyrrum Júgóslavíu - þegar stríðið þar hófst - voru:

  1. Króatar hraktir frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
  2. Serbar frá svæðum þ.s. þeir voru í minnihluta.
  3. Sama gerðist með Bosníu Múslima.

Það þíddi - mikinn fjölda flótamanna innan landsins.
Þegar íbúar voru aðskildir og hraktir milli svæða.

Mér virðist nákvæmlega það sama vera að gerast innan Sýrlands!

 

Í Tyrklandi eru tæp 2-milljónir Sýrlendinga!

Það ætti að vera klárt - af kortinu að ofan.
Að Tyrkland hefur mjög ríka hagsmuni af því, að styðja við uppreisnarmenn - a.m.k. nægilega svo að þeir haldi velli gegn Assad - Rússum og ISIS.

  1. Klárlega eru loftárásir Rússa, að því leiti sem þær beinast að því að veikja víggstöðu uppreisnarmanna - atlaga að hagsmunum Tyrkja.
  2. Og við ættum ekki að ætla Tyrkjum að láta það liggja kyrrt.

Menn sem tala um það - eins og sjálfsagðan hlut, að styðja Assad.
Algerlega líta framhjá þeim - massívu hreinsunum sem hafa átt sér stað í stríðinu.
Og hvernig þær hreinsanir og gangkvæmir voða-atburðir - hafa stórfellt magnað hatur milli íbúa.

Ítreka - stjórn Assads, er ekki stjórn landsmanna!
Heldur eingöngu - hluta landsmanna, og þeirra hópa sem ákveðið hafa að standa með Alavi fólkinu, í því - að halda Súnní Aröbunum niðri.

  1. Hið augljósa er - að ef uppreisnarmenn mundu vera ofurliði bornir, árásir Rússa og bandamanna Írana mundu stuðla að því.
  2. Þá yrði ný stórfelld flóttamanna bylgja út úr Sýrlandi.

Það mundi sennilega einnig verulegur hluti íbúa þeirra svæða sem uppreisnarmenn nú stjórna, einnig leggja á flótta - ekki bara þeir sem hafa flúið inn á þeirra umráðasvæði.

  1. Tyrkland gæti því hæglega séð --> 3-földun flóttamanna í Tyrklandi, úr núverandi 2 millj.
  2. Og pælið aðeins í því --> Af hverju ætti Tyrkland ekki að senda þá áfram til Evrópu, ef Evrópa og Vesturlönd standa ekki með Tyrklandi.
  • Svo að hagsmunir Vesturlanda séu settir fram með skýrum hætti.

Þetta væri mesta flóttamannabylgja - frá því þegar Þjóðverjar voru hraktir frá A-Prússlandi og Súdetahéröðunum í Tékklandi, undir lok Seinni Styrrjaldar.

Ég hef veitt athygli bersýnilegu kaldlyndi þeirra sem styðja Pútín og Assad - gagnvart stöðu flóttamanna.
Eins og þeim sé einnig slétt sama um þessar afleiðingar.
En það væri algerlega órökrétt af Vesturlöndum - að taka þá afstöðu.


Samkvæmt fréttum í dag, hafa Rússar ákveðið refsiaðgerðir á Tyrkland - auk þess að Pútín fyrirskipaði að héðan í frá verði sprengjuvélum fylgt af orrustuvél! - og loftárásum var haldið áfram af fullum þunga í fjallahéröðum nærri Tyrklandi!

Skv. því er Pútín að senda Tyrkjum - fingurinn.
Og hann heldur áfram að hundsa - raunverulega mjög ríka hagsmuni Tyrklands, af því að forða nýrri stórfelldri flóttamannabylgju frá Sýrlandi.
Meðan að Rússland -þvert á móti- gerir sitt besta, til að stuðla einmitt að henni.

  • Það virðist því stefna í - frekari átök.

Russia and Turkey refuse to back down in row over jet downing

Range of Frustrations Reached Boil as Turkey Shot Down Russian Jet

  • Næst er hætta á að verði raunveruleg - loftorrusta.

Eins og ég benti á að ofan - þá eru það einnig hagsmunir Vesturlanda, að forða þeirri flóttamannabylgju - sem Rússland virðist leggja áherslu á að einmitt stuðla að.

Þannig er Pútín - þó hann tali nú um þörf á samstöðu gegn ISIS, að vinna gegn ríkum hagsmunum þeirra - sem hann þó segist vilja fá með sér.

Það er sérkennilegur kleyfhugagangur - nema að honum hafi aldrei verið raunverulega alvara með því tilboði um bandalag.

 

Niðurstaða

Megin rökin fyrir því, að styðja uppreisnarmenn - er að forða því að það fólk sem hefur flúið á náðir þeirra; leggi á flótta út fyrir landsteina.
Vegna þess, hvernig stríð þetta hefur verið, þá eru ríkar ástæður að ætla - að sigur stjórnarhers í bandalagi við Hesbollah og Rússland - einmitt leiði til stórfelldrar nýrrar flóttamannabylgju.

Í reynd - hreinsun að stórum dráttum á Súnní Araba íbúum landsins.

  • Ég bendi fólki á auki á að íhuga - hvaða áhrif það hefði innan Araba-heimsins, ef sú hreinsun á Súnní Araba hluta íbúa - fer fram.
  • Ég held að ekki nokkur vafi geti verið um - að það mundi valda gríðarlegum æsingum í Arabaheiminum, og stórfellt auka fylgi við öfgahreyfingar.

Sennilega er engin hreyfing er meir á því græddi - þeirri útkomu.
En einmitt - ISIS.

Þannig í reynd stuðlar sú stefna að styðja Assad til að ná aftur fullri stjórn innan Sýrlands. Að frekari eflingu ISIS í Mið-Austurlöndum. Og eflir þá ógn að stríðið í Sýrlandi dreifist frekar um Mið-Austurlönd. Og verði að svæðis-stríði eða "regional war."

Við erum í reynd að tala um sambærilegt stríð við - 30 ára stríðið í Evrópu á 17. öld.
En ef öll Mið-Austurlönd færu í bál og brand, eftir að flestir Súnní Araba íbúar hefðu verið hraktir frá Sýrlandi - þá er vart að ætla að þau átök stæðu stutt.

Ekki síst eru það ríkir hagsmunir okkar allra, að forða því að allt fari í bál og brand.
Sem aftur beinir sjón að því - að það verður að forða þeirri bylgju flóttamanna er yrði, ef uppreisnarmenn væru ofurliði bornir.
Sem rökrétt er best gert með því að senda uppreisnarmönnum nægilegt magn vopna, svo þeir haldi velli.

Flest í hegðan Rússa sýnir - að þeim virðist slétt sama um allt annað, en það að styðja við Assad. Og miðað við þeirra hegðan - virðist að þeir séu til í að hætta á þann möguleika að allt fari í bál og brand. Má vera þ.s. Rússland er langt í burtu, að Pútín meti það litla hættu fyrir Rússland. Að vandinn mundi fyrst og fremst lenda á Vesturlöndum og Evrópu.

  • Það verður náttúrulega að skiljast - að Pútín er ekki vinur V-Evrópu, eða Vesturlanda.

 

Kv.


Bloggfærslur 25. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband