Tyrkland gæti auðveldlega skotið niður allar rússnesku herflugvélarnar sem eru staddar í Sýrlandi

Frétt gærdagsins var náttúrulega, að Su-24 Fencer vél rússneska flughersins var skotin niður af tyrkneskri F-16 vél, þ.e. umdeilt hvoru megin landamæranna við Tyrkland/Sýrland vélin var þegar hún var skotin niður. En höfum í huga, að eftir að hún er hæfð, fellur hún niður í boga - sem vel má sjá á myndbandi, og það getur vel verið að það hafi dugað til að flakið féll rétt handan landamæranna í stað þess að falla innan.

Turkey Shoots Down Russian Warplane Near Syrian Border

Eins og kemur fram í frétt, NyTimes, þá björguðust báðir flugmennirnir úr vélinni, og svifu í fallhlíf heilu og höldnu til jarðar - en skæruliðar Turkmena þarna á svæðinu, segjast hafa skotið þá báða til bana. Og síðan að auki, skotið niður rússneska þyrlu, er reyndi að bjarga flugmönnunum tveim.
Það hafa verið uppi ásakanir frá Tyrklandi - þess efnis, að Rússar væru að varpa sprengjum á þorp Túrkmena nærri landamærunum.
Það má þannig séð, líta á atburðinn - þannig, að Tyrkland sé að sýna Rússlandi veldi sitt.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/turkey_trans-2006.jpg

Það sem menn þurfa að hafa í huga, að Tyrkland ræður yfir 2-stærsta her NATO, og hefur einnig samsvarandi öflugan flugher - og hvorugt er búið úreltri tækni!

  1. Heildarstærð rússneska heraflans í þessu tilliti skiptir ekki máli.
  2. Heldur, hve stórum heralfa getur Rússland haldið uppi í Sýrlandi, ef Tyrkland verður algerlega óvinveitt.

Það lítur ekki sérstaklega vel út - ef kortið er skoðað.
En eins og sjá má, þá dreifir Tyrkland ansi vel úr sér, milli Sýrlands og Rússlands.

  1. Tyrkir ættu að geta mjög auðveldlega hindrað að Rússar geti flutt vistir til sinna hermanna í Sýrlandi - flugleiðis.
  2. Og Tyrkir ráða sundunum milli Svartahafs og Miðjarðarhafs, svo þeir geta mjög auðveldlega lokað á siglingar þar á milli, gert Sevastopol nánast - einskis nýta.

Það þíðir einfaldlega - að Tyrkir ættu á afskaplega skömmum tíma, að geta ráðið niðurlögum hvort tveggja flughers Rússa í Sýrlandi, og þess herliðs er Rússar þar hafa.
Og síðan, ef Tyrkland hefur áhuga á - sent her sinn alla leið til Damaskus.

  1. Þetta segir ekki, að sérstaklega líklegt sé að Tyrkir láti af þessu verða.
  2. En það er a.m.k. möguleiki, að Tyrkir hafi skotið niður rússnesku vélina, til að koma þeim skilaboðum til Rússa - að fara varlega, að taka tillit til sjónarmiða Tyrkja, þ.s. eftir allt saman - væri herafli Rússa í Sýrlandi, algerlega upp á náð og miskunn Tyrkja kominn.

Ég held að enginn vafi geti verið um - að svo einmitt sé!

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því nk. daga og vikur, hvort að Rússar breyta eitthvað taktískri nálgun sinni, innan Sýrlands.

Tyrkir - t.d. heimta að Rússar hætti að varpa sprengjum á svæði byggð Túrkmenum.

 

Mundi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Tyrkland, ef Tyrkir létu verða af þessu?

Ég kem ekki auga á nokkrar sem máli skipta - en augljóst fer Pútín ekki að varpa kjarnasprengjum á NATO land.
Rússar eiga engin landamæri beint að Tyrklandi - þannig að Rússar geta afskaplega fátt gert, eiginlega - nánast ekki neitt.

Maður gæti ímyndað sér, tæknilega hugsanlegan möguleika, að Rússar fengju Írana í lið með sér. En ef einhverjum dettur það í hug, þá bendi ég viðkomandi á - að ef eitthvert land á svæðinu er með tæknilega séð gersamlega úreltan heralfa, þá er það Íran.
Þ.e. algert viðskiptabann síðan 1980.

Íranar eiga enga raunhæfa möguleika - gegn tæknilega fullkomnum landher.
Og það síðasta sem þeir mundu vilja, væri stríð við Tyrkland.

Þannig að Íranar mundu afskaplega kurteislega en samt ákveðið - segja nei við Pútín.
_____________________

Þ.e. einmitt vegna þess hve afskaplega veik staða Rússa er þarna!
Sem það eiginlega kemur einungis á óvart - að Tyrkir skuli ekki fyrr hafa ákveðið, að beita Rússa þrýstingi.

 

Niðurstaða

Það mun aldrei verða sannað hvorum megin landamæranna rússneska vélin var er hún var hæfð. En skv. frásögn Ankara varaði flugmaður tyrknesku orrustuvélarinnar, rússnesku sprengjuvélina - 10 sinnum. Áður en eldflaug var skotið sem grandaði rússnesku vélinni.

En eitt ætti að vera lýðum ljóst, nema menn séu haldnir blindu, að Tyrkland á nánast alls kosti - við liðsmenn Rússa í Sýrlandi.

Það verður virkilega forvitnilegt að fylgjast með því á næstunni - hvort að Tyrkir auki þrýsting sinn á Rússa --> En það getur vel verið, að Tyrkir séu til í að umbera að Rússar séu þarna áfram, ef Rússar gerast nægilega auðsveipir.

Ég sé eiginlega ekki að Pútín eigi annan möguleika en þann, að bíta í það súra.
Og semja við Ankara!

 

Kv.


Bloggfærslur 24. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband