Á nýr hægri sinnaður forseti Argentínu möguleika á að leysa stórfelldan vanda landsins?

Argentína er með haftakerfi, sem að sumu leiti líkist því haftakerfi sem Ísland bjó við á árunum milli 1946-1958. Ég held samt, að ekki sé til staðar -formleg innflutningsstjórnun, með nefnd er veitir leyfi- en hvað virðist til staðar.

  1. Takmörkun á aðgengi að gjaldeyri. Þekki ekki hve strangar.
  2. Opinber gengisskráning, er virðist víðsfjarri markaðsgengi.
  3. Mismunandi hagsmuna-aðilar í samfélaginu, og útflutningsaðilar, virðast fá gjaldeyri gegn mismunandi gengi. Þannig, virðist Argentína hafa - mörg gengi.
  4. Síðan er 20% fjárlaga varið í að - niðurgreiða eldsneyti til almennings. Í stað þess að eldsneytissala sé -tekjulynd- fyrir ríkið eins og hér.
  5. Ekki síst, ríkið er rekið með mjög miklum halla.
  6. Þrátt fyrir haftakerfi, er gjaldeyrissjóður - smár.
  7. Og Argentína er enn föst í deilu um gamlar skuldir argentínska ríkisins, frá þeim tíma er argentínska ríkið lenti í alþjóðlegu greiðsluþroti 2000. Deilur við harðan hagsmunahóp minnihluta kröfuhafa - sem neita að taka þátt í samkomulagi, sem flestir kröfuhafar samþykktu um -hluta niðurskurð- skulda. Sá hópur heimtar enn fullar greiðslur. Þó er vitað að þeir aðilar keyptur skuldabréf er þeir eiga - fyrir lítið. Raunverulegir hrægammar.
  • Við þetta má bæta, að argentínska ríkið án vafa, er með umfangsmeiri ríkissrekstur, en er raunverulega ástæða til. Og sennilega er margt þar illa rekið.

Macri topples Argentina's Peronists, tough reforms ahead

http://www.ezilon.com/maps/images/southamerica/political-map-of-Argentina.gif

Líkleg skýring á smáum gjaldeyrissjóði - þrátt fyrir höft, getur verið að mikið af neysluvörum séu innfluttar á, hærra gengi en landið hefur efni á!

Mér virðist sennilegt að forseti Perónista, hafi valið þennan valkost - margar gengissrkáningar, sem væntanlega er flókið í rekstri - og inniber sennilega spillingarhættu.
Til þess, að lágmarka óþægindi fyrir hennar helsta kjósendahóp, almennt verkafólk.

  1. En einu rökin sem ég kem auga á, er að forseti Argentínu --> Hafi viljað forða þeirri skerðingu á raunvirði launa, sem almenn gengisfelling hefði leitt til.
  2. En það þá væntanlega þíðir í staðinn, að --> Innflutningur er heldur mikill.
  3. Sem væntanlega útskýri - af hverju gjaldeyrisforðinn er smár.
  4. Og að gjaldeyrisforðinn, hafi verið að - skreppa saman.
  • Til þess að halda útflutningsfyrirtækjum gangandi, hafi orðið að heimila þeim - að kaupa aðföng á mun lægra gengi.
  • Og væntanlega leiðir það til margra gengissrkáninga, að mismunandi útflutningsgreinar - hafi mismunandi mikið undir sér, því mismundandi pólitísk áhrif.

Þetta eru ágiskanir - sem mér finnst þó sennilegar.

Nýkjörinn forseti, Mauricio Macri, á mjög erfitt verkefni framundan.
En nánast allt sem þarf að gera --> Verður óvinsælt.
Og það má treysta því, að það endurtaki sig síðan síðast að Argentína hafði hægri sinnaðan forseta, að stéttafélög sem flest hver séu hluti af flokki Perónista, viðhaldi öflugri stjórnarandstöðu - og geri sitt til að eyðileggja möguleika forsetans á því að stjórna.

  1. Argentína er ekki í samskonar ástandi og Ísland, hvað það varðar að gríðarlegt fé sé fast í landinu, sem vill leita út. Þannig að afnám hafta ætti --> Tæknilega að vera eins einfalt, og 1959. Þegar Viðreisnarstjórnin felldi gengið 30%.
    En það blasir við, að líklega má treysta því - að Perónistar beiti verkalýðsfélögunum til að skapa glundroða, til að lama hagkerfið og þjóðfélagið, ef Mauricio Macri reynir að losa um gengið - með einni stórri gengisfellingu.
  2. Mauricio Macri, hefur sagt - að höft verði losuð í áföngum. Sem væntanlega þíðir, að hann ætlar að gera tilraun til að tala til, hagsmuna-aðila í landinu, og gera tilraun til að vinna almenning inn á sitt band, að aðgerðirnar verði betri fyrir almenning - í lengra samhengi.
  3. Síðan virðist það einfaldasta sem unnt er að gera, til að draga úr miklum hallarekstri ríkisins - að draga úr, eða jafnvel afnema, niðurgreiðslur á eldsneyti á bifreiðar. En Mauricio Macri virðist varfærinn í yfirlýsingum, og sennilega ætlar hann aftur að gera tilraun, til að - afla sátta um málið. En það mætti hugsa sér, að niðurgreiðslur væru lækkaðar að hluta, það væri einhver niðurskurður í ríkisrekstri.
  • Deilur um gamlar skuldir Argentínu, eru í afar erfiðu ferli - vegna þess að Argentína var það óheppin, að óvægnir aðilar eignuðust lítinn hluta skulda landsins.
  • Rétt er að benda á, að samkomulag Argentínu við meirihluta kröfuhafa, útilokaði í reynd - að argentínska ríkið gæti veitt hluta kröfuhafa hagstæðara samkomulag, án þess að eyðileggja gildandi samkomulag við meirihluta kröfuhafa.
  • Á hinn bóginn, þá var ekki langt í að það samkomulag, mundi renna úr gildi - ekki ólíklegt að það klárist á kjörtímabili, Mauricio Macri.

En það verður augljóslega afar óvinsælt í Argentínu - að greiða skv. kröfu þeirra aðila, er hingað til hafa ekki gefið eftir tommu, hvað varðar að krefjast að fá - fullar greiðslur skv. upphaflegu framreiknuðu virði gömlu krafnanna ásamt upphaflegum vöxtum skv. þeim skuldabréfum.

En erfitt að sjá að Argentína losni úr veseninu er skall á 2000 - nema að bíta í það afar súra, að greiða minnihluta kröfuhafa að fullu.

  1. Sá hópur kröfuhafa, hefur sennilega þó, minnkað til muna líkur þess að í framtíðinni, fari sáttagerð milli kröfuhafa og ríkis - um aðlögun og endurskipulagningu skulda, fram í New York.
  2. En eins og frægt er, vann minnihluti kröfuhafa mál í New York, þess efnis að minnihluti kröfuhafa, væri ekki bundinn af samkomulagi argentínska ríkisins og meirihluta kröfuhafa.
  • En það var einmitt grundvöllur þess að endurskipulagning skulda, án boðvalds geti mögulega virkað --> Að meirihluta samþykki, tilskilins meirihluta, geti bundið minnihlutann.

Það getur einnig þítt - að ríki verði í framtíðinni, tregari til að gefa úr skuldabréf, með lögsögu í New York.
Þannig að dómstólar þar - úrskurði um deilur milli aðila.


Niðurstaða

Argentína er land sem er afar auðugt mörgu leiti eins og Ísland, frá náttúrufari. Í stað fiskimiða Íslands - koma Pampas slétturnar argentínsku. Þar sem óskaplega stórar hjarðir nautgripa fara um. Og enn er nautakjöt fyrir bragðið gríðarlega mikilvæg útflutningsafurð.

Þetta er endurnýjanleg auðlind - svo fremi sem þess er gætt að ofbeita ekki.

Argentína hefur einnig vínekrur og argentínsk vín fást víðast hvar.
Þar er að auki umfangsmikil akuryrkja.
Og leðuriðnaður -rökrétt séð- vegna allra þeirra skinna er falla til.

  • Vín og kjöt, virðist meginútflutningur.

Argentína virðist föst virka eins og Ísland, þó Argentína sé mun stærra landa og fjölmennara - að þurfa að flytja út, til að geta flutt inn.
Að vera háð innflutningi fyrir hátt hlutfall varnings.

Í landinu er  bifreiðaframleiðsla. Innan mestu lokaðs hagkerfis.
Eins og sjá má, eiga mörg þekkt merki þar aðild: List of automobiles manufactured in Argentina.

Þeir hafa lengi framleitt þar módel eða gerðir sem eru orðnar úreltar annars staðar.

  1. Argentína hefur alltaf haft mikla möguleika.
  2. Argentína enn hefur mikla möguleika.
  3. Að Argentína sé ekki ríkasta lands S-Ameríku, sé langri sögu innanlands óstjórnar að kenna án nokkurs vafa.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 804
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 740
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband