Eykur það hættu af hryðjuverkum, að veita sýrlenskum flóttamönnum hæli? Eru Vesturlönd að auðsýna einfeldni með því að taka við fjölda sýrlenskra flóttamanna?

Replúblikanar eru að reyna að keyra í gegn um Bandaríkjaþing, frumvarp sem setur það ströng "öryggis skilyrði" fyrir því, að veita sýrlenskum flóttamanni hæli - að nánast virðist útilokað að þau gætu verið uppfyllt.
Þannig að frumvarpið, snúist í reynd um, að alfarið hindra komu þeirra til Bandaríkjanna!

"Under the proposal no refugees from Syria or Iraq could enter the United States until several top-level U.S. security officials verified they did not pose a threat."

Sennilega fullkomlega óframkvæmanlegt!
Þegar haft er í huga, að stjórnvöld Sýrlands séu afar ólíkleg til að vera liðleg þegar kemur að veitingu upplýsinga af þessu tagi. Meðan að flóttamennirnir flestir hverjir, eiga sennilega ekki afturkvæmt til sinna heimkynna er hafa annað af tvennu verið eyðilögð eða að stríðandi fylkingar koma í veg fyrir að þeir eigi afturkvæmt. Það þíðir auðvitað, að engin leið er að - ræða t.d. við fólk sem þekkir viðkomandi úr fyrri heimkynnum viðkomandi.

Þess vegna yrði augljóslega ekki mögulegt að ganga úr skugga um það, að viðkomandi sé sannarlega ekki tengdur neinum hryðjuverkasamtökum. Samtímis ósennilegt, að unnt væri að sína fram á það öfuga - - að viðkomandi væri sannarlega tengdur slíkum.

Höfum í huga, að í Guantanamo fangelsinu á sínum tíma, var um hríð haldið verulegum fjölda Afgana, sem á endanum - engin leið reyndist til að sannreyna hverjir voru. Á endanum var mörgum þeirra sleppt. Vegna þess að ekki tókst heldur að sýna fram á tengsl viðkomandi við hættulegar hreyfingar - - > En punkturinn er, sú endanlega útkoma tók mörg ár.

Það sé því ekki spurning <-> Að það sé enginn raunhæfur möguleiki á að útiloka óvissu um það, hvort tiltekinn flóttamaður - hafi hryðjuverkatengsl eða ekki.
Vesturlönd hafi hafi ekki valkost m.ö.o. að sætta sig ekki við þá óvissu - ég meina, þau verði að ákveða að taka við þeim, eða ekki <-> Þrátt fyrir þá óvissu.

  1. Þegar menn veifa þeirri óvissu - sem ástæðu þess, að ekki gangi að veita flóttamönnum hæli, sem ekki hafi tekist að sannreyna að hafi engin hryðjuverkatengls.
  2. Þá sé það í reynd það sama, vegna þess að ekki sé í reynd mögulegt að ganga úr skugga um þetta; og að hafna alfarið því - að tekið sé við flóttamönnum frá Sýrlandi.
  • Það sé einungis unnt að ræða þetta út frá líkum!

Defying Obama, U.S. House passes tougher Syrian refugee screening

White House threatens to veto ‘untenable’ refugee bill

Republican presidential candidate Ben Carson pauses as he speaks to the media following a fundraising luncheon in La Jolla, California  November 17, 2015.   REUTERS/Mike Blake

"Republican Ben Carson compared Syrian refugees to &#39;rabid dogs&#39;"

Höfum í huga, að þetta eru sennilega einmitt þau viðbrögð gagnvart sýrlenskum flóttamönnum - sem ISIS vonast eftir! ISIS sem sagt vinnur, ef þetta sjónarmið verður ofan á!

Hryðjuverk ISIS í París föstudaginn fyrir viku - er ástæða þess, að málefni sýrlenskra flóttamanna, fóru í hámæli á Bandaríkjaþingi - í þetta sinn.
Einkum sú staðreynd - að það fannst á vettvangi hryðjuverkanna, eitt vegabréf gefið út i Sýrlandi!

  1. Það að vegabréfið fannst á vettvangi, hefur vakið grunsemdir - sérfræðinga.
  2. En, það getur bent til þess, að það hafi vísvitandi verið skilið eftir á vettcangi - svo það mundi verða fundið.
  3. Enda virðist það annars afskaplega undarlegt - að hryðjuverkamenn, skilji eftir sig persónuskilríki, sem auðvelda að bera kennsl á þá. Þar sem eftir allt saman, sé það almennt hagur þeirra samtaka - að flækja fyrir yfirvöldum þegar kemur að því að bera kennsl á fallna hryðjuverkamenn, frekar en að auðvelda það verk.
  • Þetta hefur leitt til þess - að fjöldi sérfræðinga, hefur stungið upp á því, að vegabréfið hafi vísvitandi verið skilið eftir.
  • Einmitt í þeim tilgangi, að framkalla deilur um sýrlenska flóttamenn.

Ég verð að segja eins og er - að mér finnst sú tilgáta geta mjög vel staðist, vera rökrétt.

  1. Enda lítur ISIS á sýrlenska flóttamenn er flýja til Evrópu, sem svikara við málsstað Íslam. Þeir eigi að berjast með ISIS - eftir allt saman, að mati ISIS, í Sýrlandi.
  2. En fyrir utan það, meðan að flóttamennirnir eru staddir í Mið-Austurlöndum, í flóttamannabúðum þ.s. skilyrði eru afar slæm, lítið við að vera - örvænting rýkir. Þá séu til staðar kjöraðstæður fyrir ISIS. Að leita uppi hugsanlega nýja fylgismenn meðal þeirra. Af þeim ástæðum henti það ISIS betur - að flóttamennirnir séu áfram í Mið-Austurlöndum.
  3. En síðan að sjálfsögðu -bætist við- að ISIS vill auka hatur og tortryggni milli Múslima og Evrópu, bæði milli Múslima er búa í Evrópu og annarra Evrópumanna, og Múslima í Mið-Austurlöndum, og Evrópubúa. Að hvetja til þess - að Vesturlönd hafni alfarið að taka við sýrlenskum flóttamönnum, beita þá harðræði til að bægja þeim frá --> Þjóni m.ö.o. að auki þeim tilgangi ISIS, að fjölga þeim Múslimum í Evrópu sem og innan Mið-Austurlanda, sem hata Evrópumenn.
  • Markmið ISIS sé alltaf það - að skapa sér sem besta aðstæður til að fjölga fylgismönnum ISIS.

Það sé því skýrt -að mínu mati- að sú áhersla, að loka á sýrlenska flóttamenn.
Að beita þá harðræði, til að bægja þeim frá.

  • Þjóni málsstað ISIS - með margvíslegum hætti.

Eitt sem er áhugavert við þessar deilur <-> Á sama tíma, og afstaða Repúblikana í þessu máli, þjónar hagsmunum ISIS <-> Þá er mjög algengt að þeir sem aðhyllast þeirra sjónarmið, ásaki þá sem vilja veita sýrlenskum flóttamönnum mótttöku <-> Að vera -einfeldningar- um -kjánaskap.-

Samt virðist blasa við - að eins og ég bendi á, að einmitt sú afstaða Repúblikana, og annarra sem styðja sambærileg sjónarmið - þjónar hagsmunum málsstaðar hryðjuverkamannanna.
Sem eiginlega setur fram þá spurningu - - hverjir eru kjánarnir!

 

Sýrlenskir flóttamenn eru í langsamlega flestum tilvikum, venjulegt fjölskyldufólk - sem einmitt er að flýja stríðið í Sýrlandi, og þar með einnig - þær hreyfingar sem taka þátt í því stríði, þar á meðal ISIS!

Ég er með einn punkt til viðbótar!
En ef markmið manna er að - lágmarka hryðjuverkahættu.
Þá gæti einmitt það að bægja sýrlenskum flóttamönnum frá, það að Vesturlönd hafni mótttöku þeirra.
Þvert ofan í fullyrðingar stuðningsmanna slíkrar stefnu <-> Skapað aukna hryðjuverkahættu.

  1. En ég bendi fólki á, að ef hópnum er haldið í Mið-Austurlöndum, við þau ömurlegu skilyrði sem þar eru í flóttamannabúðum.
  2. Og ekki síst, ef flóttamennirnir vita af því - að Vesturlönd hefðu lokað á þá.

Þá er auðvitað rökrétt að ætla - að örvænting flóttamanna í flóttamannabúðum í Mið-Austurlöndum aukist.
Að auki er ekki ósennilegt, að það mundi fara nokkur reiðibylgja í gegnum samfélag flóttamanna, ef af því yrði - að sú stefna að loka á flóttamenn af hálfu Vesturlanda yrði ofan á.

  1. Ég er aftur að vísa til þess <--> Að ISIS vill frekar að flóttamennirnir verði áfram í Mið-Austurlöndum, því þá hefur ISIS betri möguleika til að - afla sér fylgismanna meðal þeirra.
  2. En einnig að, ef vonleysi flóttamannanna mundi aukast, auk þess ef reiðibylgja færi um þeirra samfélag gagnvart Vesturlöndum <-> Þá mundi það líklega, enn frekar bæta möguleika ISIS á að afla sér fylgismann meðal þeirra.

Það sem ég er að segja - að þvert á móti, að draga úr hryðjuverkahættu.
Gæti sú stefna, að loka á sýrlenska flóttamenn, aukið hana - jafnvel, verulega.

Ekki má gleyma því, að ISIS mundi nota -slæma meðferð á sýrlenskum flóttamönnum af hálfu Vesturlanda- til að efla reiði innan samfélags Múslima á Vesturlöndum.

  • Þannig að þvert á móti, að draga úr hættu fyrir Vestræn samfélög - séu margvíslegar ástæður að ætla, að sú stefna að - loka á sýrlenska flóttamenn á leið til Vesturlanda, hafi akkúrat þau þveröfugu áhrif - að auka hættuna af íslamista hryðjuverkamönnum.

Þessi afstaða umtalsverðs fjölda hægri manna.
Sem gjarnan nálgast þá deilu með afar hrokafullum hætti, með ásökunum á þá leið að andstæðingar þeirra séu fífl eða kjánar.
Sé sennilega - gegn markmiðum Vesturlanda að lágmarka hættuna af hryðjuverkum.
Líklega því afar afar skammsýn!

 

Niðurstaða

Þvert ofan í það sem gjarnan er sagt, þá sé það líklega gegn markmiðum ISIS. Að Vesturlönd fari vel með sýrlenska flóttamenn - og veiti mörgum þeirra hæli, og betri framtíð.
Að auki sé sú stefna, þvert ofan á fullyrðingar um annað, líkleg til að lágmarka hryðjuverka hættu.

Þvert á móti <-> Sé sennilega einna öflugasti mótleikur Vesturlanda gegn haturs áróðri ISIS <-> Einmitt að veita sýrlenskum flóttamönnum sem varmastar móttökur, og þar með svara með eftirminnilegum hætti þeim áróðri að Vesturlönd hati Múslima.


Kv.


Bloggfærslur 19. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 846742

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband