Óvinur óvinar míns er vinur minn, ég held að það sé kominn tími til að hugsa með þeim hætti í Sýrlandi

Til þess að forða misskilningi - tek ég strax fram að ég er ekki að tala um bandalag við Assad. En ég sé ekki nokkra leið til þess, að bandalag við Assad sé gagnlegt í átökum við ISIS.

  1. Málið er, að Assad ber alla ábyrgð á því, að átök sumarið 2011 urðu að borgarastríði, en Assad hafði valkosti er hefðu fullkomlega forðað þeirri útkomu - bendi t.d. á að í Túnis varð ekki borgarastríð. En Ben Ali steig upp í þotu og yfirgaf landið í janúar 2011. Í Túnis er mestu leiti friðsamt í dag, þ.e. ekkert stríð - borgir ekki í rústum - engar milljónir á flótta - ekki orðið gríðarlegt manntjón. Assad valdi að - - hanga á völdunum hvað sem það kostaði, og skipaði herlögreglu að skjóta á götumótmæli. Afleiðing, að uppreisnin barst til hersins - og upp reis svokallaður "Frjáls sýrlenskur her."
  2. Það að 12 milljón manns séu heimilislaus, meir en 50% íbúa - bendir til ótrúlegs tjóns á húseignum almennra borgara. Fullkomin sönnun þess, að stjórnarherinn hafi beitt sér af fullkomnu miskunnarleysi og skeitingarleysi um manntjón og tjón almennings.
  3. Síðan bendi flest til þess, að stjórnarherinn beri ábyrgð á bróður parti yfir 300þ. manna manntjóns.

Þetta leiðir til þess - að innan Sýrlands hlýtur að vera mikill fjöldi af fólki, sem hefur afskaplega litlu að tapa, hefur misst allt sitt - gjarnan ástvini einnig <-> En telur sig eiga blóðhefndir að hefna gagnvart Assad og fylgismönnum.
Þetta gerir það að verkum, að ég tel að ekki sé raunhæfur valkostur að vinna með Assad.

Hann sé of mikið hataður - og af of mörgum.
Í augum of margra - sé allt til vinnandi, að koma honum frá.
Það sé vatn á myllu ISIS <--> Sem virkilega, beiti þeim áróðri, að einungis ISIS geti varið fólkið í landinu <--> Gegn Assad, og bandalagi hans við Íran - og Hesbollah.
Þar sem að Íran og Hesbollah - er víðtækt hatað af Súnní Araba meirihluta landsmanna, þá virki sá áróður ISIS manna - afskaplega vel.

  1. Það gerir það að verkum - að bandalag við Assad, sé ekki gagnlegt.
  2. Það frekar geri - ógagn. Með því, að reka enn flr. til þess að ganga til liðs við ISIS.

Stríðið við ISIS - - verður ekki unnið, nema að til staðar sé á vígvellinum, Súnní arabískt afl - sem íbúar landsins geta mögulega stutt í staðinn - fyrir ISIS

Allur stuðningur við Assad <--> Muni styrkja ISIS frekar.
Vegna þess, hve víðtækt Assad sé hataður af meirihluta landsmanna, eftir það ótrúlega blóðbað og tjón, sem hann hefur valdið landsmönnum.

Sama gildi um, bandalag við Íran og Hesbollah, en þar komi inn -trúarvinkillinn- Súnní vs. Shía, þ.s. öflugt haturs ástand sé til staðar milli Súnní Araba meirihluta landsmanna og Írana, ekki síður gagnvart Hesbollah.
Þá gildi það sama <--> Að bandalag við Íran, og Hesbollah - mundi smala fólki til fylgis við ISIS, og líklega þar með - nettó styrkja ISIS.

  1. Ég er að horfa til, uppreisnarmanna í Sýrlandi - sem "the lesser evil."
  2. En þeir hafa samfellt verið undir árásum frá ISIS, síðan ISIS kom fram 2013. Og ISIS hefur tekist að ná stórum svæðum af uppreisnarmönnum - stór hluti ástæðu þess, að þeir hafa í dag, sameinast í her sem þeir kalla "army of conquest."
  3. Síðan þeir þannig sameinuðu krafta sína - hafa þeir haldið velli gagnvart ISIS. Og samtímis að auki, gagnvart árásum Írana - Hesbollah - Rússa og stjórnarliða.
  4. Það þíðir, að uppreisnarmenn, eru án nokkurs vafa - sæmilega sterkur her.
  5. Og þeir eru sannarlega - súnní.

Ég geri mér fulla grein fyrir því, að þeir eru flestir - Íslamistar.
En það hefur ekki hindrað ISIS í að ráðast stöðugt að þeim.

  • En ISIS lítur á sig, sem uppsprettu hinnar réttu Íslam trúar, þ.e. hina einu réttu uppsprettu. Þeir telja sig, hafa leitað til uppruna Íslam - fundið aftur hið tæra upphaflega Íslam. Sem þeir séu að endurvekja.
  • Það þíðir, að ISIS - lítur á alla aðra Múslima, sem villutrúarmenn. Þar með einnig, aðra Íslamista.

Þetta er þ.s. ég á við með - - óvinur óvinar míns, sé vinur minn.

Það sé ef til vill langt gengið að kalla Íslamistana í uppreisnarhernum, vini.

En þeir séu sannarlega án vafa - óvinir ISIS.
Og ISIS sannarlega lítur á þá sem - sína óvini.

Og uppreisnarmenn, hafa sannað sig sem hernaðarlegt afl innan Sýrlands.
Það sé "boots on the ground" sem vanti, svo unnt sé að ráða niðurlögum ISIS.

Og þau "stígvél" þurfa að vera Súnní arabísk.
Enda, verði ISIS ekki stöðvað - - nema af öðru Súnní arabísku afli.

Málið er - að ef uppreisnarmenn, mundu verða vopnaðir - með öflugum hætti.
Eins og gert hefur verið við Kúrda.

Þá sé full ástæða að ætla - að unnt sé að fá þá til þess, að ráðast gegn ISIS.

  1. Auðvitað þarf þá fyrst, að semja um - a.m.k. vopnahlé í borgarastríðinu.
  2. Og Rússar þurfa að samþykkja að hætta að ráðast gegn þeim.
  3. Vopnahlé gæti tekið gildi á þeirri línu sem her uppreisnarmanna, í dag heldur gagnvart stjórnarsinnum og Íran, ásamt bandamönnum Írans.

Í dag eru í gangi friðarviðræður í Sviss.
Til þess að unnt sé að einbeita sér að ISIS.
Þarf að algeru lágmarki - vopnahlé.

Í kjölfar þess, yrði her Sýrlands að halda sig til hlés í átökum.
Flugher Rússa gæti beitt sér gegn stöðvum ISIS.
En Hesbollah og Íran, einnig yrðu að halda sig til hlés.

Einungis Súnní her <--> Getur tekið þetta verk að sér.
Sá her er til - það þarf bara viljann til að beita þeim her.

Ég geri mér fullkomna grein fyrir því - að yfirráð uppreisnarmanna í stórum svæðum innan Sýrlands, leiða ekki til einhverrar óska stöðu.
Það sé samt skárra <--> En að búa við ISIS.

 

Niðurstaða

Einmitt - - óvinur óvinar míns, uppreisnarmenn. Einhver mun örugglega koma fram, og segja mig geggjaðan. En þetta er alls ekki geggjað. Innan Sýrlands er - geggjað ástand. Nú liggur á að binda enda á ISIS.
Og aðrir Íslamistar, þó slæmir séu að mörgu leiti, séu samt skárri heldur en ISIS.

Menn verða að skilja <--> Að sá her sem ræðst að ISIS.
Verður að geta stjórnað því landsvæði á eftir.
Það sé gersamlega útilokað - að stjórnarher Sýrlands sé fær um slíkt.

Eftir það sem á undan hefur gengið, vegna þess - hve hátt hlutfall þjóðarinnar lítur á ISIS, sem skárri valkostinn í samanburði við stjórnvöld í Damaskus.
En lái þeim það nokkur - eftir 12 milljón manns hafa verið gerð heimilislaus, eftir þ.s. hlýtur að hafa verið ótrúlega miskunnarlaust sprengjuregn og kúlnaregn, og yfir 300þ. drepin.

Þetta séu það stórir glæpir - að jafnvel glæpir ISIS blikni í samanburði, og samt eru þeir glæpir mjög miklir að umfangi.
Assad sé ekki nothæfur bandamaður - punktur.

Nú með einugis 20% landsins - sé hann mjög augljóslega orðinn afar veikt afl.
Hann sé algerlega háður Íran, sem þíði að Íran sé nú hið raunverulega afl á þessum 20% landsins. Assad sé -de facto- búinn að vera, ef Íranar vilja halda honum sem framhlið fyrir sín yfirráð, sé það þeirra mál.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband