Við megum ekki láta hryðjuverkamennina sigra

Hryðjuverkamennirnir sigra - ef samfélög Vesturlanda láta þá kúga sig, til þess að fara í það ferli að skerða mannréttindi og almenn lýðréttindi einstakra hópa.
En það er hættuleg freysting við aðstæður sem þessar, þegar mannskæð árás - vekur ótta og eflir almennt óröyggi ibúa; þá fara gjarnan þeir á kreik - sem vilja notfæra sér ástandið, til að sveigja samfélagið í átt að þeirra vilja - gjarnan sett fram með þeim hætti, að um sé að ræða breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir almennt öryggi.

 

Það er sennilega ekki til neitt það hugtak í nútíma sögu mannkyns er oftar hefur verið herfilega misnotað - heldur en hugtakið öryggi!

Á 20-öld var það notað til að réttlæta þætti, allt frá takmörkunum á - skoðanafrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi.
Yfir í fjöldafangelsanir, pólitísk morð og pyntingar.

  • Ýktasta dæmið er að sjálfsögðu útrýmingarherferð nasista á gyðingum, sem réttlætt var á þeim grunni, að Gyðingar væru ógn fyrir heildarsamfélagið - sem framanaf var beitt til að réttlæta eignaupptöku, takmarkanir á ferðafrelsi - síðan fangelsun þeirra, og að lokum - skipulagða útrýmingarherferð.
  • Að mörgu leiti sambærilegar eru útýmingarherferðir þær sem stjórnir kommúnista hófu alltaf án undantekninga fljótlega eftir valdatöku, á skilgreindum óvinum byltingarinnar.

Við þurfum að varast að endurtaka leika sem þessa.
Það er, að skilgreina tiltekna þjóðfélagshópa sem óvini.
Sem síðan sé réttlætt til að - beita þann tiltekna hópa, harðræði af margvíslegu tagi - sem miðað við sögu 20-aldar er hætt við að fari stig-magnandi.

  1. Ég skynja augljósa hættu á því - að áhrifamiklir skoðanahópar.
  2. Fari að berjast fyrir því, að Múslimar sem búa í Evrópu, séu beittir - almennum skerðingum, takmörkunum - sem sagðar verða í því skyni að verja samfélögin gegn þeim.

Miðað við það hvernig slíkum - almennum skerðingum á rétti einstakra hópa, hefur verið herfilega gjarnan misbeitt á 20-öld.

Þá tel ég fulla ástæðu til þess að vara við hugmyndum af slíku tagi.

 

Ég bendi fólki á að V-Evrópa beitti aldrei slíkum almennum skerðingum á rétti kommúnista í Kalda-Stríðinu!

Það voru mörg dæmi þess í öðrum heimshlutum, að kommúnistaflokkar - væru bannaðir.
Að skoðanafrelsi kommúnista væri skert, þeirra rit bönnuð.
Þeir fangelsaðir - án þess endilega að vera sekir um annað, en að hafa þessa sannfæringu.

  1. Vandamálið er, að þetta leiddi nær alltaf til - - miklu mun meiri átaka, en þ.e. mjög merkilegt í raun og veru, hve afskaplega vel V-Evrópa slapp við samfélagsleg átök í Kalda-stríðinu.
  2. En víða um heim, urðu gríðarlega harkaleg slík átök - ég er að tala um allt yfir í ákaflega mannskæð borgarastríð.
  • Höfum í huga, að í Evrópu var meðal stuðningur við kommúnisma á bilinu 10-20%.

Hann m.ö.o. var alls ekki lítilfjörlegur.
Kommúnistar m.ö.o. voru mun flr. en Múslimar í dag eru innan Evrópu.

  1. Og það væri afskaplega rangt, að halda því fram að kommúnismi hafi verið, minna hættuleg stefna - en stefna öfga íslamista.
  2. Ítreka, að án nokkurra undantekninga - hófu kommúnistar í kjölfar valdatöku. Skipulagðar útrýmingarherferðir á þjóðfélagshópum - sem þeim var í nöp við.
  • Alltaf varð gríðarlegt manntjón, í kjölfar valdatöku kommúnista - þegar þeir fóru að drepa í stórum stíl, skilgreinda óvini byltingarinnar - eða varpa í fangabúðir þ.s. margir létu lífið vegna slæmrar aðbúðar.

Við erum að tala um það.
Að hundruðir þúsunda - upp í milljónir, létu lífið.

 

Haturs Íslam hættulegra Íslamista, er ekki hin dæmigerða stefna Íslam - eins og hatursmenn Íslam gjarnan halda fram

Ég hef veitt því athygli - hvernig hættulegir Íslamistar eru að æsa upp gamalt og undirliggjand hatur gagnvart Íslam. Sem virðist hafa verið til staðar í Evrópu, en legið í dvala.
Íslam hatarar gjarnan - láta sem að haturskenningar öfgamúslima, séu réttmæt lýsing á því hvernig allir Múslimar hugsa, og hvernig Íslam með réttu sé.

  1. Þarna eru að rísa upp haturshópar - þeirra hatur með vissum hætti, virðist endurspeglun á hatri öfgaíslamista á samfélögum Vesturlanda.
  2. Hatur hvorra tveggja - virðist nærast á hatri hins, þannig efla hvort annað.

Þetta minnir mig töluvert á upprisu nasista á 4-áratugnum.
Algerlega án gríns.
__________________

En þær haturshreyfingar sem eru að rísa innan evrópskra samfélaga - sem endurspeglun gegn hatri öfgaíslamista.
Eru sennilega nærri því eins hættulegar evrópsku samfélagi, og sjálfir öfgaíslamistarnir.

  1. Þó þeir sem hatast við Íslam, séu ekki líklegir til að skjóta fólk á götum úti, eða sprengja sig í loft upp.
  2. Þá hvetja þeir til - skerðingar á frelsi; í nafni - öryggis sjónarmiða.
  3. Þannig getur þeirra stefna, þróast upp í hugsanlega alvarlega ógn við almennt lýðfrelsi í Evrópu. Ef þær haturshreyfingar - halda áfram að eflast.
  • En frelsis-skerðingar, gjarnan færa sig upp á skaftið.

__________________

  1. Ég hef að auki veitt athygli - - hræðslu áróðri, sem rekinn er af þeim sem hata Íslam.
  2. Ég er að vísa til áróðurs sem heldur því fram - - að fjölgun Múslima í Evrópu, sé hvorki meira né minna en - ógn við sjálfa tilvist samfélaga Evrópu.

Það er nákvæmlega ekki neitt hæft í fullyrðingum af því tagi, að stórfelld hætta sé á að Múslimar - - verði meirihluti íbúa innan nokkurra áratuga.
Þær fullyrðingar styðjast við ákaflega barnalega lélega tölfræði.

En þegar menn eru komnar inn í slíkar hugmyndir.
Er samanburðurinn við nasismann orðinn ákaflega óþægilega mikill.

  1. Takið eftir, að nasistar skilgreindu ávalt herferð þeirra gegn Gyðingum, þannig að þeirra aðgerða væri þörf til varnar samfélögum svokallaðra -aría.-
  2. Þegar menn halda því blákalt fram, gegn öllum staðreyndum, að einungis nokkrir áratugir séu í að Múslimar taki yfir Evrópu.

Þá eru menn þar með farnir að skilgreina Múslima.
Með hætti, sem svipar óþægilega til þess, hvernig nasistar töluðu um gyðinga.

__________________

Með hugmyndum af þessu tagi.
Séu haturshópar sem vaxa eins og púkinn á fjósbitanum.
Að tala sig sennilega upp í það, að þörf sé á að beita múslímska íbúa Evrópu - afar harkalegu harðræði, til að verja samfélög Evrópu gegn þeim.

  • Hætta sé á að evrópskir Múslimar verði Gyðingar framtíðarinnar.

 

Það er alls engin þörf á að skerða almenn réttindi Múslíma í Evrópu. Fullyrðingar um hættulega fjölgun Múslima - eiga ekki neitt skilt við veruleikann! Þetta sé staðhæfulaust rugl!

Við eigum að koma fram við Múslima í Evrópu - með algerlega sama hætti, og í Kalda-stríðinu var komið fram við Kommúnista.
Ég hafna því algerlega að öfga Íslam sé varasamara fyrirbæri, en heims kommúnisminn var.
Bendi á að yfir 100 milljón manns létu lífið í löndum kommúnista.
Ítreka að í kjölfar valdatöku kommúnista í landi, hófust alltaf - útrýmingarherferðir. Kommúnisminn, var - allsherjar kenning þ.e. "universal" og stefndi sannarlega á heims yfirráð.
Það vantaði ekkert upp á fanatík skæruliða kommúnista, eða þeirra er börðust fyrir honum.
Loforð kommúnismans, um nokkurs konar himnaríki á Jörðu - virtist algerlega duga til að hala inn ofsafengna fylgjendur, eins og hugmyndir um himnaríkisvist.

Ég er að tala um - fullt lýðfrelsi.

  1. Skoðanafrelsi.
  2. Ritfrelsi.
  3. Félagafrelsi.
  4. Óskertan kosningarétt.
  5. Óskertan rétt til framboða.
  • Það er rökrétt að fylgjast með hópum öfgamanna - njósna um þá.
  • Eins og njósnað var um og hafðar gætur á kommúnistum.

Um leið og menn brjóta lög, þá er farið með þá eins og aðra lögbrjóta.
Að sjálfsögðu, beitt fullri hörku á hverja þá hópa sem rísa upp, til að beita hryðjuverkum.

En ekki undir nokkrum kringumstæðum - á að beita "collective punishment."

  1. Bendi á að, sigur Vestrænna samfélaga í Kalda-Stríðinu, varð þegar samfélög A-Evrópu ákváðu sjálf að -kasta kommúnismanum, og taka upp vestrænt lýðræði.
  2. Það gerðu þau að sjálfsögðu vegna þess, að samfélög V-Evrópu stóðu vörð um sín lýðræðisgildi, og þannig tryggt að V-evr. samfélög væru til mikilla muna meir aðlaðandi fyrir íbúa - og þannig höfðuðu þau sterkt til annarra til eftiröpunar.

Ég á von á því - að "ISIS" eins og gilti um ríki kommúnista.
Muni mistakast að skapa - aðlaðandi samfélag.

Þvert á það sem -öfgamenn er hatast við Múslima halda fram- þá er lýðræðis-fyrirkomulagið sjálft, ásamt fyrirkomulagi lýðfrelsis.
Einn helsti styrkur Vesturlanda.

  1. Það að Múslimar vilja setjast að á Vesturlöndum, frekar en í öðrum Múslima löndum.
  2. Er eiginlega fullkomin sönnun þess, hve sterk Vestræn samfélög eru.

En þetta sýnir - að Vestræn samfélög eru aðlaðandi.
Og einmitt það er einn helsti styrkur Vestrænna samfélaga.

Þ.e. - aðlaðandi að búa í þeim.
Þ.e. - aðlaðandi að vera þar.

Það sést einnig á ítrekuðum sjálfs-sprottnum tilraunum til lýðræðisbyltinga í öðrum heimsálfum.
Að það mörgum öðrum þjóðum hugnast að öðlast frelsi og lýðræði.
Að þeim hugnast fordæmi Vestrænna samfélaga.

  1. Þó að arabíska vorið 2011 hafi megin hluta mistekist.
  2. Þá einnig er það fullkomin sönnun þess, að löngun í lýðfrelsi er til staðar í Mið-austurlöndum.
  • Mjög sennilega - sýnir aðstreymi fólks þaðan, sem hefur aukist mikið eftir að arabíska vorið almennt séð rann út í sandinn.
  • Einnig löngun til þess að lifa við slíkar aðstæður.

Fyrst að íbúum mistókst að skapa þær aðstæður heima fyrir.
Þá dreymi þá um að lifa þar hvar slíkar aðstæður þekkjast.

  1. Það sé einmitt hvað ég held, að eigi við um flesta þá sem séu að flytja til Evrópu frá Mið-Austurlöndum.
  2. Það sé að sjálfsögðu, duglegasta fólkið - en þ.e. alltaf duglegasta fólkið sem flytur annað, ef það getur - ef aðstæður eru slæmar heima fyrir.
  3. Það sé að sækja í sannarlega - betri kjör. En einnig, það lýðfrelsi sem er til staðar innan Evrópu; og svo ákaflega skortir víðast hvar í Mið-Austurlöndum.

Með tíð og tíma - muni þessi "diaspora" hafa áhrif til baka inn í sín heima lönd.

Vestræn  samfélög séu - ekki veik.
Eins og öfgahægri menn - gjarnan halda fram.

Þvert á móti - sanni aðflutningurinn, styrk þeirra.

  1. Vestræn samfélög séu sterkari, og muni móta þá sem setjast að.
  2. Slíkt tekur gjarnan 2-3 kynslóðir að skila sér.
  3. Þ.e. barna-börn innflytjenda, séu oftast nær orðin full-aðlöguð.
  1. Menn gjarnan láta töluvert með það, hvernig - innflytjendur setjast að í sömu hverfunum. Leitast við að halda sinni menningu.
  2. En þetta gera einmitt Vesturlandabúar sjálfir, þegar þeir sjálfir lifa í Arabalöndum.
  3. Það gera Vesturlandabúar einnig, þegar þeir lifa í Asíulöndum.

Málið er - að þegar fólk sest að í framandi menningu.
Þá sest það innan um sína líka, vegna þess að því líður betur þannig.

Ef tekið er mið af Bandaríkjunum - en þar var gríðarlegur aðflutningur á 19. öld. Þá tekur full aðlögun, eins og ég benti á, ca. 3-kynslóðir.

Þá vísa ég til þess, ef að streyma fjölmennir hópar.

  • Á 3-kynslóðum urðu þetta allt, að Bandaríkjamönnum.
  • Ég sé enga augljósa ástæðu þess, af hverju það virkar með öðrum hætti fyrir Evrópu.

 

Niðurstaða

Málið er - að besta vörn Evrópu gegn áróðri hættulegra Íslamista. Er að halda fast í sjálft frelsið. Og hafna öllum hugmyndum í þá átt - að fara að tálga af því, skerða það - smám saman, stig af stigi.
En besta vörnin gegn áróðri hættulegra Íslamista, í þá átt að Vesturlönd hatist við Múslima, er að sjálfsögðu að - koma fram við Múslima er lifa meðal vor með sama hætti og aðra.

Málið með aðflutning Múslima til Evrópu <-> Er að Múslimar sjálfir sem flytjast búferlum eru með sínu vali, að sína fram á allt annan hlut.
Nefnilega þann hlut, að eftirsóknarvert sé fyrir Múslima að lifa í Evrópu.

En eftir allt saman, búa Múslimar í Evrópu við miklu mun víðtækari lýðréttindi og vernd mannréttinda - en tíðkast á nokkru byggðu bóli í N-Afríku, eða Mið-austurlöndum.
Það ásamt betri kjörum, leiðir til þess að - Múslimum finnst eftirsóknarvert að lifa í Evrópu.

Þetta sýnir að sjálfsögðu fram á styrk evrópskra og vestrænna samfélaga almennt, að fólk úr öðrum heimshlutum vill stöðugt setjast þar að.

Að sjálfsögðu er ekki rétta svarið við hættum af öfga Íslam.
Að draga úr lýðréttindum - gera samfélög okkar, minna aðlaðandi.

En öfugt við það hvað sumir halda - mundi það minnka mótstöðu-afl okkar samfélaga.
Styrkur okkar samfélaga liggur að stórum hluta - í sjálfum lýðréttindunum.

Að veikja þau réttindi - mun einnig veikja okkar samfélög.
Og sennilega stuðla að - raunverulegri hnignun þeirra.


Kv.


Bloggfærslur 15. nóvember 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband