Komiđ hefur í ljós ađ einn múslimi var drepinn af íslamista hryđjuverkamönnunum sem réđust á starfsmenn gríntímaritsins Charlie Hebdo

Lögreglumađurinn sem hryđjuverkamennirnir drápu á götunni nćrri skrifstofu Charlie Hebdo, hefur veriđ nafngreindur. Skv. fréttum hét hann Ahmed Merabet ćttađur frá Túnis, hafđi veriđ lögreglumađur í 8 ár, og nýveriđ hafđi lokiđ starfsnámi - til ţess ađ gerast, rannsóknar-lögreglumađur. Fréttum ber ekki saman hvort hann var giftur eđa átti kćrustu, en virđast sammála ađ hann hafi veriđ barnlaus.

Ekki er vitađ hversu trúađur hann var - en allir hans ćttingjar eru ađ sögn múslimar.

Lögreglumennirnir sem ţekktu hann, eru allir í sjokki - skiljanlega. Ef á ađ marka frásagnir, var hann vel liđinn - eins og gjarnan er sagt, ţćgilegur í samskiptum.

Policeman Ahmed Merabet mourned after death in Charlie Hebdo attack

Slain French Police Officer Becomes Symbol of Protests

One victim killed in Charlie Hebdo attacks was Muslim police officer Ahmed Merabet

'He died defending the right to ridicule his faith'

Ahmed Merabet Ahmed Merabet had worked as a policeman for eight years and had just qualified to become a detective. Photograph: Twitter

Skv. frétt Guardian, ţá áttu sér eftirfarandi orđaskipti stađ milli Merabet og hryđjuverkamannsins sem síđan skaut hann í höfuđiđ af örstuttu fćri.

Do you want to kill us?” - skv. frásögn félaga Merabet, hafđi hann dregiđ upp eigiđ vopn.

Merabet replies: “Non, ç’est bon, chef” (“No, it’s OK mate”).

Eftir ađ ţađ fréttist ađ lögreglumađurinn hefđi veriđ múslimi af foreldri ćttuđum frá Túnis - hefur hann orđiđ ađ töluverđum tákngervingi mótmćla gegn ofbeldi íslamista sem hefur sprottiđ upp í Frakklandi í kjölfariđ á ódćđinu.

Ekki síst ţegar ţađ er haft í huga, ađ gríntímaritiđ hefur veriđ sérdeilis ţekkt fyrir - endurteknar ádeilur teikninga ţess, á Íslamstrú sem slíka.

Ofangreint - minnir á orđ Voltaire: “I do not agree with what you have to say, but I’ll defend to the death your right to say it.

En eins og gjarnan vill gleymast, ţá eru "ađrir múslimar" ekki síđur fórnarlömb öfga íslamista.

 

Niđurstađa

Sennilega eru langsamlega fjölmennastir međal fórnarlamba íslamista, ađrir múslimar. En ţeir drepa ađra múslima ekki síđur miskunnarlaust, en hvern ţann annan sem ţeim er í nöp viđ. Íslamista ógnin, sennilega mun verri fyrir löndin í N-Afríku og fyrir botni Miđjarđarhafs. Ţar sem langsamlega flest fórnarlömb öfgaíslamista er ađ finna.

 

Kv.


Banvćnasta hryđjuverkaárás íslamista í Evrópu síđan 2005

Skv. fréttum af árásinni á útgáfu gríntímaritsins Charlie Hebdo ţá virđist fljótt á litiđ hún hafa veriđ vel undirbúin. Athygli vekur ađ ţeir 2-einstaklingar sem framkvćmdu verkiđ. Myrtu 10 manns. Ţeir virđast hafa gengiđ afskaplega "fagmannlega" ađ ţví.

Sem bendir til ţess ađ ţeir hafi ekki veriđ - - nýgrćđingar.

The questions left by Paris terror attack

Terror Attack on Paris Newspaper, Charlie Hebdo, Kills 12

Heldur vel ţjálfađir sbr: "The gunmen were not only dressed and equipped professionally, but moved and behaved professionally, too. They appeared calm and disciplined. Their handling of weapons was restrained and they were precise in their use of ammunition. And they operated as a team, covering each other’s positions."

Ég er međ hlekk á besta vídeóiđ af atburđinum, en vara fólk viđ ţví ađ í ţví er framiđ morđ, lögreglumađur drepinn, áđur en hryđjuverkamennirnir aka á brott

  • En ţiđ sjáiđ einnig hvađ sérfrćđingurinn á viđ, ţeir eru algerlega miskunnarlausir, en samtímis "professional."
  • Ţeir bersýnilega vinna vel saman sem teimi.

Vitni á skrifstofu blađsins - sagđi ađ ţeir hefđu talađ fullkomna frönsku.

Corinne Rey - “It lasted five minutes . . . I hid under a desk,” - “They spoke perfect French . . . they said they were al-Qaeda.

Ţađ vekur athygli, ţví ţađ bendir til ţess ađ ţeir séu franskir.

Starfsmenn voru ađ halda sinn vikulega fund, er árásin átti sér stađ - önnur vísbending ţess ađ árásin var vel undirbúin, ţ.e. ţeir lögđu til atlögu er fólkiđ sem ţeir vildu drepa var á stađnum.

Međal látinna eru einmitt - - helstu teiknarar blađsins.

"Clockwise from top left, the cartoonists Jean Cabut, known as Cabu; Bernard Verlhac, who used the name Tignous; Georges Wolinski; and Stéphane Charbonnier, known as Charb, who was also the editorial director of Charlie Hebdo."

 

Skv. frétt, ţegar skotmennirnir gengu inn, ţá gengu ţeir beint ađ Stéphane Charbonnier og myrtu og lögreglumanninn sem gćtti hans sérstaklega.

Skotmennirnir voru greinilega engir brjálćđingar - heldur yfirvegađir í athöfnum. Ekki síst ţađ, ađ ţeir hverfa af vettvangi, ţ.e. kjósa ekki ađ deyja píslarvćttisdauđa, eđa sprengja sig í loft upp - - minnir verđ ég ađ segja dálítiđ á athafnir svokallađra borgarskćruliđa 8. og 9. áratugarins. Eđa hvernig IRA fór ađ á N-Írlandi.

Ađ ţessu leiti sker sig ţessi árás út - en ákaflega margar múslima árásir hafa veriđ sjálfsmorđs.

Ađ sjálfsögđu er "manhunt" í gangi, en hafandi í huga hve vel ţetta virđist undirbúiđ - var örugglega búiđ ađ ganga frá flóttaleiđ fyrir skotmennina.

Ţeir gćtu vel veriđ ţegar farnir frá Frakklandi.

charlie

Niđurstađa

Viđ vottum ađ sjálfsögđu fórnarlömbum slíks hrottalegs glćps alla okkar samúđ. Vel vćri viđ hćfi ađ sem flest blöđ - tímarit og ađrir fréttamiđlar, birti sem mest af skopteikningum hinna látnu skopteiknara. Til ađ sýna samstöđu međ ţeim látnu - - og međ ţví verki einnig fordćma ţá ađgerđ ađ myrđa skopteiknara fyrir ađ búa til skopteikningar.

Vonandi finnast glćpamennirnir sem frömdu verknađinn, ţó ég óttist ađ ţeir geti ţegar veriđ farnir frá Frakklandi.

---------------------

Ps: Franska lögreglan segist hafa 2-grunađa ... 

Cherif Kouachi, left, 32, and his brother, Said Kouachi, 34, who are suspected in a deadly attack on a satirical newspaper in Paris.

... ekki fylgir sögunni hvađa upplýsingar lögreglan hefur, en ţađ má vel vera ađ sjónarvottar hafi séđ einhverjar vísbendingar međan á flótta ţeirra stóđ í gegnum París, ţ.s. ţeir víst lentu 3-svar í ryskingum viđ lögreglu, lentu í einum árekstri áđur en ţeir hurfu sjónum.

... Grimmileg aftaka lögreglumanns hefur vakiđ athygli, er hann bađst vćgđar.
----------------------------------
Ps2: Frönsk yfirvöld virđast viss ađ hinir seku eru ţeir tveir sem ţau hafa leitađ síđan í gćrkveldi, mér skilst ađ sést hafi til ţerra er ţeir rćndu bensínstöđ - ţeirra sé leitađ enn. Ef marka má fréttir skildi annar ţeirra eftir debit kort í bifreiđinni sem ţeir notuđu til ađ yfirgefa vettvang, hvort sem ţađ var viljandi eđa óviljandi: 

 

Kv.


Bloggfćrslur 8. janúar 2015

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband