Við ræðum hér frumvarp til laga um heimild til að staðfesta breytingar á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf.

Fyrirsögn tekin úr áhugaverðri þingumræðu.

Það hefur opnast skrítin umræða um það hvort ríkið átti bankana alla með tölu "um skamma hríð" eða ekki, í tenglum við umræðu þá er hefur vaknað í kjölfar ásakana Víglundar Þorsteinssonar - - þ.e. meint svik sem hann telur hafa kostað þjóðina milli 300-400ma.kr.: „Stórfelldasta svika- og blekkingarmál sem sögur fara af hér á landi“

Sjá einnig: eignarhlutur ríkisins í Íslandsbanka hf., Arion banka hf. og NBI hf., 1. umræða.

Hlekkurinn er á áhugaverða þingumræðu þ.s. verið er að ræða tillögu - að veita stjórnvöldum heimild til þess að ráðstafa bönkunum þrem, þ.e. eignarhlut ríkisins í þeim bönkum.

Eins og flestir ættu muna, þá á endanum "seldi Steingrímur J." eignarhlut ríkisins -sem þá var 100%- til þrotabúa Glitnis og KB Banka.

Greinargerð fjármálaráðherra vegna umræðu um bankaskýrslu

Eins og þarna kemur fram, þá taldi Steingrímur J. -hróðugur- sig hafa framkvæmt mjög góðan gerning með sölu bankanna 2-ja til þrotabúanna - - - þ.e. sparnaður ríkisins upp á 250ma.kr.

Hvernig gat það verið - - að Steingrímur J. væri að afla sér heimildar til þess að selja 2-banka í eigu ríkisins.

Ef ríkið átti þá ekki í fyrsta lagi?

 

En hvað með ásökunina um 300-400ma.kr. tjón?

Sjá nokkra reiðilestra:

Friðþæging – fyrri grein

Friðþæging með framvirkum samningum – síðari grein

--------------

Stóra Víglundsmálið

Nýtt eignarhald bankanna

Það sem mér finnst merkilegast - er andstaðan frá stjv. við niðurfærslu lána -meðan ríkið átti þá alla- sem sagt er frá í greinum "Óðins" og þeirra "Jón Scheving Thorsteinssonar og Sigurðar Berntssonar".

Þeir Jón Scheving og Sigurður, telja ríkið hafi hlunnfarið sig á "sölu" til kröfuhafa um litla 307ma.kr.

  • Hinn bóginn er rétt að taka tillit til þess, að ríkið við söluna slapp við fyrirhugaða eiginfjárinnspýtingu upp á 250 ma.kr.

Það auðvitað -ef Jón Scheving og Sigurði reiknast rétt- lækkar þá tjónið í, 57 ma.kr.

-----------------------

Ég held að það sé ekki rétt hjá þeim félögum að 5 gr. neyðarlaganna hafi verið brotin, þ.s. mér virðist hún afar "óljóst orðuð":

Fjármálaeftirlitinu er heimilt að taka í sínar vörslur þær eignir sem mæta eiga skuldbindingum fjármálafyrirtækis og láta meta verðmæti eigna og ráðstafa þeim til greiðslu áfallinna krafna eftir því sem þörf krefur.

  • Þarna segir ekkert beinum orðum, að mat skuli vera óháð.
  • Ekki heldur, að ekki megi framkvæma annað mat, og nota það í staðinn síðar.
  • Eða, að ekki megi taka tillit til krafna kröfuhafa - um hærra verð á lánapakka.

Áhugavert er, að ríkið virðist hafa litið svo á, að "gríðarlega mikilvægt væri fyrir ríkið" að hafa sem - best samskipti við kröfuhafa.

Mig grunar að sú afstaða "standi að baki andstöðu stjv. á þeim tíma við hugmyndir þess efnis að lækka höfuðstól skulda meðan það var tæknilega hægt er ríkið var eigandi allra bankanna."

  1. Kröfuhafar virðast hafa fengið bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, þ.e. -ríkið hafi í reynd borgað með þeim.-
  2. Kröfuhafar fengu þá með lánapökkum inniföldum, "án þess að höfuðstóll lána væri niðurfærður." Það auðvitað gerði eign "kröfuhafa" umtalsvert verðmeiri - - en annars hefði orðið.
  3. Svo ekki síst, fengu þeir greiddan út arð, þegar bankarnir reiknuðu lánin upp í fullt andvirði - þó þeir hafi fengið þau ca. á hálfvirði, að meðaltali.

Á móti má taka tillit til þess, að ef lánin hefðu verið "niðurfærð" t.d. skv. tillögu Framsóknarflokksins um 20% niðurfærslu:

  1. Þá má reikna með því, að bankarnir tveir hefðu verið -minna hagstæð eign- sem hugsanlega hefði leitt til - - enn óhagstæðari sölu ríkisins á þeim. Þ.e. meiri meðgjafar.
  2. 20% leiðin hefði kannski ekki verið alveg ókeypis fyrir ríkið, á hinn bóginn er alls ekki víst að ríkið hefði tapað á því "heilt yfir" ef tekið er tillit til áhrifa á hagkerfið, sem líklega hefði leitt af "skárri stöðu heimila" í landinu.

Mér virðist samt sem áður - - að ríkið hafi gengið frekar langt í því, að tryggja umtalsverðan hagnað "þrotabúanna" og þannig þeirra kröfuhafa er voru eigendur stærstu krafna.

Að baki því, gæti staðið "sektarkennd" en ég man eftir umræðu á "vinstri væng stjórnmála" þau ár sem síðasta ríkisstjórn stjórnaði - - > Að þjóðin hefði verið "meðsek" þ.e. eigendum bankanna er hrundu, því hún hafi notið ágóðans af bankabólunni er hún blés út - og samtímis hafi þeir í hennar augum verið hetjur er allt lék í lyndi.

Eins og þekkt er, þá urðu eigendur krafna í ísl. bankana fyrir gríðarlegu fjárhagslegu tjóni - - þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þessi "sektarkenndar hugsun" -sem mér fannst t.d. birtast töluvert í umræðunni um Icesave þ.e. hjá þeim sem sögðu réttlátt að þjóðin borgaði- hafi leitt stjórnarliða til þess að vera fremur fulla af samúð - gagnvart kröfuhöfum.

Kannski litið svo á, að það væri réttmætt, að bæta þeim upp -að litlum hluta- þeirra tjón, með því að selja þeim bankana 2-á mjög hagstæðum kjörum, svo vægt sé til orða tekið, auk þess að tryggja þeim þann arð er þeir fengu út úr því, er bankarnir færðu upp lánin og notuðu þ.s. rök fyrir arðgreiðslum.

Stjórnarliðar - hafi litið svo á, að þeir væru að breyta rétt.

Það þurfi ekki að vera - að baki þeirri breytni, hafi legið -spilling.-

 

Niðurstaða

Ég ætla ekki að reyna að slá tölu á það - hvað skuldugir landsmenn misstu af miklu fé. Þegar 20% leiðin var ekki farin, á þeim tíma er hún var sannarlega vel framkvæmanleg.

Ég árétta þá sektarkenndar umræðu, sem virtist gegnsýra stjórnarflokka sl. kjörtímabils - þ.e. áhersla á það að vera fullir sektarkenndar vegna tjóns þess er eigendur krafna í hrundu bankana - - sannarlega urðu fyrir, og var gríðarlegt.

Umræða sem einnig kom fram þegar rifist var um "Icesave" í ummælum þeirra, sem töldu Íslendinga - siðferðislega séð - eiga að borga skv. kröfu Breta og Hollendinga.

Það var eins og, að í þeim tiltekna fókus, þá misstu menn dálítið "fókusinn" á líðan skuldugs almennings hér á landi.

Ekki hafi sennilega ráðið "illska" þeim ákvörðunum - er leiddu til þess, að kröfuhafar fengu "að því er sannarlega virðist" hagnað umfram þ.s. þeir hefðu fengið.

Ef 20% leiðin hefði gengið fram.

Ég efa að hún hefði leitt til "nettó" taps ríkisins, þó ríkið hefði sennilega þurft að hafa eigin fjár innspýtingu í Landsbanka - - ýfið stærri. Hugsanlega hefði söluverð hinna bankanna orðið óhagstæðara - - > Þó það geti verið að sá gerningur hafi verið það "Svavars samningalegur" þ.e. hvort sem er - alltof hagstæður, þannig að ekki hefði verið ástæða til að borga meira með þeim.

 

Kv.


Bloggfærslur 31. janúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband