Mikill mannlegur harmleikur gæti verið framundan í A-Úkraínu

Ef marka má yfirlýsingar ráðamanna í svolölluðu "Donetsk People's Republic" eða forsvarsmanna uppreisnarmanna í Donetsk héraði - þá er hafin allsherjar árás á hafnarborgina Mariupol á strönd Azovshafs.

Pro-Russian rebels attack key port, Ukraine says at least 30 dead

Alexander Zakharchenko - "Today an offensive was launched on Mariupol. This will be the best possible monument to all our dead," - "Russia's RIA news agency quoted rebel leader Alexander Zakharchenko as saying at a memorial ceremony in the separatist-held city of Donetsk." - "He said the separatists also planned to encircle Debaltseve, a town north-east of Donetsk, in the next few days, Interfax news agency quoted him as saying."

Ukraine separatists in deadly rocket attack on Mariupol - "At least 30 people were killed and nearly 100 injured after a residential neighbourhood of Mariupol came under rocket attack on Saturday..." - "...as fighting escataled."

Sú borg er "hafnarborg Donetsk héraðs" og þannig séð, er það skiljanlegt að uppreisnarmann - - vilji ná henni á sitt vald. Eftir allt saman, væri þá umráðasvæði uppreisnarmanna í Donetsk þá orðið að mun viðráðanlegri efnahagslegri einingu.

Ukraine map

Á hinn bóginn, ræður her Kíev stjórnar þar í borg.

Og hitt, að ca. helmingur 500þ. íbúa borgarinnar eru Úkraínumenn.

Ef marka má viðbrögð íbúa þar sl. sumar, þá styðja úkrínskumælandi íbúa Mariupol, stjórnarherinn af ráðum og dáð - - en á sl. ári náðu blaðamenn myndum af íbúum aðstoða herinn við það verk, að grafa skotgrafir og önnur varnarvígi.

Residents in Mariupol build trenches (29 August 2014)

  • Punkturinn er sá, að árás á þessa borg - - getur leitt til mikils blóðbaðs.

Þegar íbúarnir eru líklegir til að klofna í fylkingar með eða móti, bardagar á götum gætu því orðið mjög bitrir og mannskæðir, þegar íbúar blandast í málið - sem virðist líklegt við slíkar aðstæður.

Árás á borgina, gæti einnig ýtt undir það, að átökin í Úkraínu - - þróist yfir í að vera allsherjar borgarastríð milli úkraínsku- og rússneskumælandi íbúa landsins.

 

Niðurstaða

Þó fréttir virðist óljósar, þá virðist fréttir benda til þess að yfirlýsingar leiðtoga uppreisnarmanna í Donetsk héraði frá því fyrir viku, þess efnis að "Donetsk People's Republic" væri hætt sáttaumleitunum við stjórnvöld í Kíev, og hefði þess í stað - ákveðið að "halda stríðsátökum áfram" - - að þær yfirlýsingar séu á rökum reistar.

En í þessari viku hefur her Kíev stjórnarinnar, komið undir árásir uppreisnarmanna í Donetsk héraði að því er best verður séð - - á breiðri víglínu.

Og árás á Mariupol, en her uppreisnarmanna hefur verið skammt frá þeirri borg síðan í júlí sl. - - er að mínu mati alveg sérdeilis hættuleg aðgerð.

Vegna þess, hve stórt flóttamannavandamál getur við það orðið til, ef megin hluti úkrínskumælandi ca. kvart milljón, neyðist til að leggja á flótta.

-------------------

Half a million displaced in eastern Ukraine as winter looms, warns UN refugee agency

  1. "The fighting in eastern Ukraine this year has internally displaced over half a million people..." 
  2. "William Spindler said that the fighting has also forced over two hundred thousand Ukrainians to flee to Russia and other neighbouring countries."

-------------------

Skv. tölum SÞ - - þá hefur flóttamannastraumur fram að þessu verið - - að stærri hluta inn á svæði undir stjórn Úkraínuhers, þ.e. ca. 500.000 flóttamenn. Meðan að ca. 200.000 hafa leitað til Rússlands frá A-Ukraínu skv. tölum Sþ. frá desember.

Bardagar um Mariupol, gætu einnig "margfaldað mannfall" í átökum - - miðað við fram að þessu.

En heildar mannfall hingað til er nærri 5.000. En ég get vel séð fyrir mér, að borgaraátök milli fylkinga í Mariupol, gætu leitt a.m.k. 20.000 í valinn.

Hafandi í huga að ef þ.e. rétt að 500þ. ca. íbúatala skiptist 50/50.

Þá miða ég t.d. við það blóðbað er sást í Beirút þegar borgaraátök voru í Lýbanon á sínum tíma.

  • Mikið mannfall í Mariupol - - mundi að sjálfsögðu, leiða til mikilla æsinga innan Úkraínu, og geta skapað átök milli íbúa í S-Úkraínu þ.s. víðast hvar hafa héröð þar á bilinu 20% - 40% hlutfall rússnesku mælandi íbúa.

Í kjölfarið gæti stríðið þróast yfir í almenn borgaraátök þ.s. S-hl. landsins gæti meira eða minna allur logað.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. janúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband