Evran hefur lækkað um 19,5% miðað við hágengi sl. 12 mánaða gagnvart dollar

Það kom ekki á óvart að evran lækkaði, eftir að kynnt var um stóra prentunaraðgerð Seðlabanka Evrópu. Ég er eiginlega á því - að líkur séu á að evran geti náð niður á 1:1 gengi við dollar, áður en árið er á enda. En skv. sveiflu föstudags, endaði evran í 1,12093 - en var hæst sl. 12 mánuði í 1,39306 sem gerir lækkun um 19,49880%. Ef maður notar sama fj. aukastafa.

XE Currency Charts (EUR/USD)

 

The Greater lira? Eða líran hin meiri!

Ég sagði, 11.11.2013 - Klofningur innan bankaráðs Seðlabanka Evrópu vekur athygli!, að það væri ekki ósennilegt, að evran -ef hún ætti að lifa af- að þá yrði hún að vera veikur gjaldmiðill.

Evran hefur lengi vel, virst miðast við þarfir Þýskalands. En í þessari færslu 2013, benti ég á að "Þýskaland væri ekki eina nauðsynlega aðildarland evru."

Ítalía væri ekki síður - nauðsynleg. Því að skuldsetning Ítalíu er sú langsamlega stærsta af einstökum löndum, þó svo að þær séu ekki hæstar miðað við hlutfall af þjóðarframleiðslu - - þá skuldar ekkert aðildarland evru. Stærri heildar upphæðir en Ítalía.

Þetta séu það stórar upphæðir - - að ekkert annað aðildarland geti bjargað Ítalíu.

Hrun Ítalíu í ástand gjaldþrots - - líklega þíði: endalok evru.

 

Í reynd hafi spurningin um að -prenta- eða -ekki prenta- verið spurningin um það hvort evran á að halda áfram, eða ekki

Sú niðurstaða stórs meirihluta bankaráðs Seðlabanka Evrópu - - ætti því ekki að koma á óvart. En ef evran hefði lagst ef, hefði "ECB" ekki haft neinn tilgang lengur. Sú stofnun hefði lagst af.

Að prenta, hafi verið nauðsynleg aðgerð fyrir -tilveru evrunnar- þegar ljóst var orðið við upphaf þessa árs - - - að það var hafin verðhjöðnun á evrusvæði.

En í ástandi verðhjöðnunar - - var ekki spurning, að ekkert aðildarland evru í S-Evrópu, væri líklega "greiðslufært" til lengdar.

Og á sama tíma var það ljóst, að evran gæti ekki lifað það af, ef Spánn eða Ítalía, eða Spánn og Ítalía - - yrðu greiðsluþrota.

 

Niðurstaðan hafi orðið sú, að gengi evrunnar verði að miðast við þarfir S-Evrópu

Vegna þess að það sé eina leiðin til þess, að tryggja áframhaldandi framtíð evrunnar. Það þíði aðvitað að evran verður ekki - - sterkur gjaldmiðill eins og gamla þýska markið var. Heldur líklega í framtíðinni - - veikur gjaldmiðill meir í ætt við það hvernig líran var.

 

Niðurstaða

Ég geri mér greið fyrir því, að það verður hund-óánægja með það í löndum eins og Þýskalandi, Austurríki, eða Hollandi - - að evran verði veikur gjaldmiðill. En sl. 10 ár var hún oft að sveiflast á bilinu 1,4 - 1,5 á móti dollar. En eins og ég benti á að ofan, nú með gengi við 1,12 og prentun rétt ný hafin. Þá tel ég líklegt að það sé aðeins upphafið af gengislækkun evrunnar miðað við dollar. Hún fari líklega í 1:1 fyrir nk. áramót. Og síðar hugsanlega enn lægra. Jafnvel í 0,9 eða 0,8.

Eða á endanun nægilega lágt, til þess að S-Evrópa geti átt möguleika til þess að vaxa upp úr sínu skuldum.

Meðan verði prentað á fullu.

Það yrði auðvitað töluvert gengisfall, t.d. ef hún nær 1:1 fyrir nk. áramót, væri það lækkun um 28% miðað við hástöðu gengis evru við dollar sl. 12 mánuði.

----------------

Það gæti orðið forvitnilega að fylgjast með því, hversu óánægðir Þjóðverjar verða fyrir rest.

 

Kv.


Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að Seðlabanki Evrópu hefur hafið stórfellda prentunaraðgerð

Heildarupphæð kaupanna skilst mér að hlaupi á 1.100 milljörðum evra, eða 60 milljörðum evra per mánuð. Þó kaupin séu ákveðin fyrir tiltekið tímabil fylgir loforð yfirlýsingu Seðlabanka Evrópu. Að keypt verði svo lengi sem verðbólguviðmið upp á tæp 2% hefur ekki náðst.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "Under this expanded programme, the combined monthly purchases of public and private sector securities will amount to €60 billion."
  2. "They are intended to be carried out until end-September 2016..."
  3. "...and will in any case be conducted until we see a sustained adjustment in the path of inflation which is consistent with our aim of achieving inflation rates below, but close to, 2% over the medium term."

Mér virðist þetta loforð vera það sem mestu máli skipti í yfirlýsingu "ECB."

En þá er þetta sambærilegt fyrirheit við fyrirheit Seðlabanka Japans, við upphaf sl. árs, þ.e. að prentað verði þar til verðbólguviðmiði upp á 2% hefur verið náð.

Ég man eftir því á sl. ári, hve margir risu upp og héldu því fram að japanska prógrammið væri vitleysa - - en nú virðist Seðlabanki Evrópu ætla að gera samærilegan hlut.

Augljósa megin markmiðið er auðvitað að trygga það að verðbólga haldist ofan við núll.

  1. En hve háar skuldir eru gríðarlega útbreiddar um Evrópu - - gerir verðhjöðnun afar hættulega. Hún væri það ekki, ef skuldir almennt væru óverulegar.
  2. En í verðhjöðnun hækkar raunvirði skulda stöðugt. Samtímis, ef verðhjöðnun nær að gegnsýra allt hagkerfið, skapast lækkunarþrýstingur óhjákvæmilega á laun. Og ekki má gleyma, að það kemur að því - ef verðhjöðnun viðhelst, að eignaverð almennt fer að lækka.
  3. Það getur skapað mjög eitraðan vítahring fyrir - fyrirtæki, fyrir einstaklinga, meira að segja fyrir ríkisstjórnir.

Sannarlega hefur verðhjöðnun einnig þau áhrif, að hvetja fólk til þess - að eyða ekki peningunum sínum. Heldur halda í þá, því þeir verði meira virði á morgun.

  • En ég lít á þá hlið að skuldir virðishækka stöðugt, sem hina hættulegustu eins og ástand mála er í Evrópu - - vegna þess hve háar skuldir eru algengar.

Áhuga vekur að Seðlabanki Evrópu, samþykkti að hver og einn meðlimaseðabanki að Seðlabanka Evrópu, muni kaupa ríkisbréf síns ríkis - - en þó aldrei hærra hlutfall en 1/3 af heildarskuldum ríkissjóðs viðkomandi lands!

  1. Þetta mætti kalla -gríska ákvæðið- en með þessu mundi nærri allt tjónið lenda á seðlabanka þess ríkis, sem mundi ákveða að - - hætta að greiða af sínum ríkisskuldum.
  2. En það hefur verið umræða um það, ef grísk ríkisbréf væru keypt síðan hætti Grikkland að borga, þá gæti tap lent á hinum löndunum, ef þeirra seðlabankar hefðu keypt grísk ríkisbréf.
  • Annað atriði, er að -Grikkland fær ekki að vera hluti af prógramminu- fyrr en í fyrsta lagi í júní nk.

Mig grunar að sú tímasetning sé engin tilviljun - menn hafi viljað sjá hver vinnur sigur í nk. þingkosningum í Grikklandi.

Þannig að ef Syrisa flokkurinn vinnur, þá væntanlega fær Grikkland ekki aðild að kaupa-prógramminu, fyrr en Syriza samþykkir að Grikkland haldi áfram að greiða af sínum skuldum.

Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 22 January 2015

  1. "According to Eurostat, euro area annual HICP inflation was -0.2% in December 2014, after 0.3% in November. This decline mainly reflects a sharp fall in energy price inflation and, to a lesser extent, a decline in the annual rate of change in food prices. On the basis of current information and prevailing futures prices for oil, annual HICP inflation is expected to remain very low or negative in the months ahead. Such low inflation rates are unavoidable in the short term, given the recent very sharp fall in oil prices and assuming that no significant correction will take place in the next few months."
  2. "Supported by our monetary policy measures, the expected recovery in demand and the assumption of a gradual increase in oil prices in the period ahead, inflation rates are expected to increase gradually later in 2015 and in 2016. "

Ég held það sé alveg trúverðugt - að verðbólga muni ná upp fyrir núll.

Meðan að Seðlabanki Evrópu kaupir fyrir 60 milljarða evra per mánuð.

En aftur á móti verður forvitnilegt að sjá - - hve lengi þetta prógramm mun standa.

 

Niðurstaða

Seðlabanki Evrópu hefur bersýnilega hafið fullt kaupa prógramm, fullkomlega sambærilegt við prógramm Seðlabanka Japans, seðlabanka Bandaríkjanna og Seðlabanka Englands.

Áhugavert að "ECB" er síðastur seðlabankanna.

Og hitt, að Seðlabanki Bandaríkjanna, er hættur prentun.

Hvað annað er áhugavert í tengslum við kaupa prógramm Seðlabanka Evrópu - þá held ég að mestu skipti loforði að kaup haldi áfram meðan að verðbólga hefur ekki náð upp í ásættanlegt viðmið þ.e. nærri 2%.

Það sennilega skipti í reynd litlu máli, að skv. kröfu Þjóðverja, sjái hver seðlabanki fyrir sig sem er meðlimur að Seðlabanka Evrópu, um kaup ríkisbréfa síns lands - þannig að þau ríkisbréf eru ekki sett inn á sameiginlega ábyrgð landanna.

Þetta á að verja hin löndin gegn hugsanlegu greiðsluþroti eins landanna, eftir að kaup eru hafin.

Á hinn bóginn, draga þessi kaup mjög líklega stórfellt út gjaldþrots líkum. Svo eins og ég sagði, á endanum sennilega skiptir þetta ákvæði engu máli.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. janúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband