Hvað ætli að gengisfellingin verði stór síðar á árinu?

Ég er búinn að velta þessu fyrir mér, síðan að samningar voru gerðir við kennara um kringum 30% launahækkanir. En þá þegar blasti við mér, að þeir samningar mundu geta orðið öðrum stéttarfélögum - hvatning til þess að "einnig krefjast launahækkana í 2-stafa prósentu tölu."

Nú nýverið hefur lokið samningum við lækna, um launahækkanir sem skv. fréttum eru á þessu ári rétt undir 30%, en síðan bætast við frekari hækkanir á nk. ári, og að auki - ef tilteknar skipulagsbreytingar fara fram, bætast enn frekari hækkanir við. Með öðrum orðum, hljómaði þetta í mín eyru sem e-h sem gat nálgast 40%.

Ég man eftir skemmtilegum orðum samningamanns ríkisins - - þess efnis, að "báðir aðilar hafi slegið af kröfum sínum."

Mér fannst þau orð merkileg, því þá veltir maður fyrir sér - hverjar voru kröfur lækna?

Sjá einnig eldri skrif:

Mun leiðréttingin fara forgörðum?

Mér fannst áhugaverð skilaboð Seðlabankastjóra, að ef launahækkanir verða umfram 3,5% þá verði sennilega vaxtahækkun

Stefnir Ísland í átt að stórri gengisfellingu - eins og svo oft áður?

Eins og ég hef bent á nokkrum sinnum áður - getur launaleiðrétting eingöngu staðist - ef aðrar stéttir launamanna samþykkja að fara ekki fram á sambærilegar hækkanir

En því miður bendir flest til þess, að skriðan hafi farið af stað, og að hún sé að nálgast - óstöðvandi ferð.

 

En núna er ríkið búið að samþykkja 3-samninga, þ.e. við kennara, við lækna, og við skurðlækna - um launahækkanir um og yfir 30%

Ég bendi ykkur á að lesa viðtal við framkvæmdastjóra "Starfsgreinasambandsins":

Verkalýðshreyfingin býr sig undir átök

"Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir ekki hægt að ætlast til að verkafólk sætti sig við minni launahækanir en samið hafi verið um að hálfu ríkisins við einstakar stéttir."

Akkúrat - nákvæmlega þ.s. ég óttaðist er í býgerð. En samningar við "Starfsgreinasambandið" eru lausir á næstunni - og miðað við umtal, má reikna með kröfugerð upp á 2-ja stafa prósentu tölu.

Síðan að farið verði í verkfall - - en ég reikna fastlega með verkfalli.

En ríkið er þegar búið að ganga í gegnum verkföll lækna og kennara - - > Hafandi í huga að "Starfsgreinasambandið" hefur orðið vitni að ríkinu "kikna í hnjánum" eftir að verkföll kennara og lækna voru búin að standa yfir um nokkurn tíma.

Þá held ég að því megi treysta - - > Að "Starfsgreinasambandið" muni fara í verkfall, í trausti þess - að sagan endurtaki sig. Og ríkið kikni einnig í hnjánum gagnvart þeim.

-----------------

Ég á von á því að "ASÍ" muni bíða með sínar verkfalls aðgerðir, þar til niðurstaða úr kjaradeilu ríkisins við "Starfsgreinasambandið" liggur fyrir.

Nú, ef ríkið kiknar í hnjánum gagnvart "því" þá efa ég ekki að "ASÍ" muni fara einnig fram á 2-ja stafa prósentuhækkanir, og treysta á að ríkið einnig kikni í hnjánum þegar allsherjar verkfall "ASÍ" verður hafið.

  • Eftir að ríkið hefur kiknað í hnjánum undan kennurum, og læknum - nú þegar.
  • Þá á ég fastlega von á því, að það einnig kikni í hnjánum í hin skiptin.

 

Ég er ekki alltaf sammála Þorsteini Víglundss:

Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið - En það blasir við, að augljóst er rétt - að það stefnir í gengislækkun síðar á árinu.

  1. Þ.s. ég óttast þó mest, er að ríkisstjórnin sé að fórna möguleikanum á því að losa höft fyrir lok kjörtímabilsins.
  2. En besta tækifærið var á þessu ári, með verðbólgu komna niður í ekki neitt. En með 30% samningum yfir línuna, þá auðvitað gýs aftur verðbólgan og óstöðugleikinn fram að nýju.
  3. Og það tækifæri sem fólst í þeim stöðugleika sem er þessa stundina, verður þá horfið.
  • En mér virðist af "lélegum hagvexti sl. árs" en skv. desember niðurstöðu Hagstofu - Landsframleiðslan jókst minna en nam vexti þjóðarútgjalda - var hagvöxtur fyrstu 9. mánaða 2014 einungis 0,5%.
  • Að líklega séu höftin að - - halda aftur af hagvexti.
  • Fyrirtæki séu ekki að fjárfesta, meðan sú óvissa er enn til staðar.

Það mundi þá leiða til - áframhaldandi hagvaxtardoða út kjörtímabilið.

Úrslit kosninga yrðu þá vart hagfelld fyrir stjórnarflokkana 2017.

 

Niðurstaða

Það getur ekki verið annað en að verkalýðsforingjar skilji það mæta vel. Að ef 30% gengur yfir línuna þá leiði það til gengisfalls. Þannig að þegar þeir segja - að ekki sé annað en sanngjarnt að þeirra fólk fái einnig 30%. Þá séu þeir í reynd - - að knýja fram gengisfellingu vísvitandi.

Það sé sennilega til þess, að viðhalda hlutfallslegum stöðugleika milli kjarahópa.

Þ.e. að sneið eins af þjóðarkökunni minnki ekki hlutfallslega borið saman við sneið næsta hóps.

En með því að pína fram 30% hækkun fyrir alla, þá séu launamenn raunverulega að "lækka laun þeirra sérfræðihópa" er hafa fengið 30% - jafnvel gott betur - aftur niður, þannig að sú leiðrétting launa þeirra sérfræðihópa sem fram fór - sé þannig eyðilögð.

Eins og ég sagði í upphafi, þá getur ekki launaleiðrétting tekist - nema að almennir launamenn sætti sig á að fá minna í prósentum talið.

  • Svo má ekki gleyma því, að ef kennurum og læknum er alvara með það að flytja úr landi, ef laun þeirra hækka ekki -verulega.
  • Þá reikna ég með þeim landflótta þeirra, í kjölfar gengislækkunar og þeirrar verðbólgu sem kemur í kjölfarið á henni.

Því neyðarástandi nk. vetur í skólakerfinu landsins, sem og í heilbrigðiskerfinu.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. janúar 2015

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband