Rannsókn á flaki farþegavélarinnar sem skotin var niður yfir Úkraínu - segir að hún hafi farist vegna skemmda í kjölfar þess að fjöldi smárra málmhluta fór í gegnum byrðinginn

Þetta getur vel passað við þá sviðsmynd að B777 vélin hafi verið skotin niður með loftvarnareldflaug. Því hefur reyndar verið haldið fram, sem skýringu B - einkum af netverjum sem styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu. Að malasíska vélin hafi verið skotin niður með beinni skothríð frá orrustuvél stjv. í Kíev.

Sukhoi Su-25 - Frogfoot

Vandamál við þá kenningu er - "Service ceiling: 7,000 m[100] (22,965 ft) clean, 5,000 m (16,000 ft) with max weapons." - að skv. uppgefnum upplýsingum, nær þessi tegund ekki þetta hárri flughæð.

Þ.e. rúmlega 30þ.ft. Að auki er hámarks-flugæð "minni þegar vélin er vopnuð" en þegar hún flýgur án vopna. Ég árétta einnig, að flugvélar úkraínskra stjv. -- eru gamlar frá því er Sovétríkin liðuðust í sundur, það má vera að í dag séu framleiddar uppfærðar týpur sem geta flogið hærra, en það eigi ekki við þær sem eru í eigu úkraínskra stjv. - þ.s. þær séu allar gamlar vélar.

Svo er að auki vöntun á góðri skýringu á því af hverju úkraínsk stjv. mundu vísvitandi skjóta niður stóra farþegavél - - séð þá fullyrðingu, að persónuleg vél Pútíns eigi að hafa verið nærri.

Dutch report suggests MH-17 shot down from ground

En skv. skýrslu rannsóknaraðila, "voru einungis 3-vélar nærri" malasísku vélinni, allt "farþegavélar" - - > "The report finds there were only three other aircraft in the vicinity: two Boeing 777s and one Airbus A330, so both civilian, which makes the surface-to-air missile more likely."

Þess hefði pottþétt verið getið, ef opinber flugvél forseta Rússl. hefði verið ein þeirra - en þ.e. vendilega tekið fram "civilian" þ.e. flugvél í "einkaerindum." Fyrir utan að það væri stórfurðulegt ef Pútín væri svo óvarfærinn að fljúga nærri þessu svæði - ef hann það gerði mundi hann örugglega láta eigin flugher fylgja vélinni. Ég held það sé afar ólíklegt - að hans flugvél hafi verið þarna nærstödd.

Að auki er tekið fram - að engin herflugvél hefði verið nærstödd. Til þess að - svara þeirri kenningu, að hún hafi hugsanlega verið skotin niður af nærstaddri herflugvél.

  • Best að taka það vendilega fram, að þó svo að líkur séu yfirgnæfandi á að malasíska vélin hafi verið skotin niður með loftvarnarflaug frá Jörðu.
  • Þá, getur rannsóknin örugglega a.m.k. ekki enn svarað því, hver skaut henni. Það má vel vera, að rannsóknaraðilar "geti engu um það svarað."
  • Þannig, að það verði ætíð "umdeilt" hver akkúrat skaut hana niður.

""The preliminary report suggests that high energy objects penetrated the aircraft and led it to break up midair," Malaysian Prime Minister Najib Razak said in a statement. "This leads to the strong suspicion that a surface-to-air missile brought MH17 down, but further investigative work is needed before we can be certain," he added."

"Although the report did not mention a missile, impact with a large number of fragments would be consistent with a "proximity" warhead, designed to explode in the air and hurl shrapnel at its target, said Tim Ripley, a defense analyst with Jane's Defense Weekly magazine."

Ef einhver hefur gaman af að skoða myndir - þá er mikið til af myndum af malasísku vélinni, ef leitað er eftir "shrapnel damage."

Ég veit ekki um ykkur - - en mér finnst þessar skemmdir, líkjast frekar því - að eldflaug springi rétt fyrir framan vélina, síðan rigni flísunum og brotunum yfir vélina á ógnarhraða.

Frekar en að vera vísbending um "kúlugöt" - þið getið séð að götin eru mjög misjöfn að lögun, að auki er skemmdin á "vænghlutanum" -vil ég meina- "dead givaway" þ.s. hún virðist bersýnilega bera vott um árekstur vélarinnar við e-h hlut á mikilli ferð.

Sem getur mjög vel passað við þá sviðsmynd, að eldflaug með "proximity warhead" springi rétt fyrir framan, síðan fljúgi vélin í gegnum "regn af smáhlutum" á ógnarhraða - hugsanlega samanlagt um 2000km./klst.

Síðan hafi vélin orðið fyrir það miklu tjóni - að í kjölfarið hafi hún brotnað upp í loftinu á nokkrum sekúndubrotum.

  • Ef e-h er að pæla í flugmönnunum, þá líklega gerðist þetta það snöggt - - að þeir vissu aldrei hvað hitti vélina.
  • Sennilega gildir það sama um flesta farþega, að þeir létust á þeim sekúndubrotum þegar flísarnar og málmhlutirnir rákust á vélina, fóru í gegn og síðan vélin brotnaði í smátt í loftinu - - rigndi síðan í ótal pörtum á víð og dreif um svæðið þ.s. brotin úr henni komu niður.

 

Niðurstaða

Ég held að niðurstaðan komi fáum á óvart. Ég hef sjálfur ávalt virst langsamlega flest benda til þess að B777 vél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður af loftvarnarflaug af jörðu niðri. Það má aftur á móti deila um það - hver akkúrat skaut hana niður. En mín skoðun er, að yfirgnæfandi líkur séu á að hún hafi óvart verið skotin niður af uppreisnarmönnum. En fyrr sömu viku skutu þeir niður Antonov flutningavél í ca. 22þ.ft. Það er sterk vísbending að dögum áður en malasíska vélin var skotin niður, hafi uppreisnarmenn haft til umráða - tæki fært um að granda henni frá Jörðu niðri. En 22þ.ft. er of mikil hæð fyrir handheldar flaugar, það þarf færanlegan skotpall sem er mun þyngri, mjög líklega á farartæki af einhverju tagi. Þó tæknilega sé unnt að setja slíkan skotpall upp, á undirstöðu á t.d. graslendi, án þess að sá sé auðfæranlegur.

Síðan er rétt að árétta flugleið vélarinnar, að hún kom yfir Úkraínu þá flaug hún yfir nágrenni Kíev borgar, sem þíðir að þegar uppreisnarmenn sáu hana - kom hún beint úr stefnu í átt að Kíev borg. Það að sjálfsögðu ýtir undir þann mögulega misskilning, að uppreisnarmenn hafi skotið hana niður - talið hana flutningavél á vegum stjv.

Ég á ekki von á að nokkur verði nokkru sinni dæmdur fyrir þennan verknað.

Því hefur verið hafnað af evr. flugyfirvöldum, að flugleið vélarinnar hafi verið önnur en sú, er kynnt var fyrir flugtak.

Kv.


Bloggfærslur 9. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 271
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846992

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband