Mun Tiananmen hryllingurinn endurtaka sig í Kína, en nú eru fjölmenn mótmæli í Hong Kong og borgum nærri Hong Kong?

Ég held að Tiananmen sé á vörum allra í dag sem fylgjast með bylgju mótmæla sem virðist hefjast í Hong Kong, og standa í tengslum við - ákvörðun stjórnvalda þar skv. þrýstingi frá meginlandinu, að takmarka lýðfrelsi í Hong Kong. Þar sem meira frelsi hefur verið til staðar - en fram að þessu innan Kína.

Hong Kong pro-democracy protests swell as riot police back off

Hong Kong protesters defy Beijing with calls for democracy

Það sem er merkilegt við þetta, er ekki síst - að Kína skuli velja að þrengja að lýðfrelsi í Hong Kong.

En það mun veikja til muna áhuga t.d. íbúa í Tævan, að verða að nýju hluti af Kína.

Á myndinni má sjá greinilega lík liggja í vegkantinum!

lSzvWLU En á sínum tíma er Bretar afhentu nýlenduna, þá var loforð með í þeim pakka, að stjv. mundi leitast við, að varðveita þá samfélagsmynd - sem hefur verið til staðar í Hong Kong. Og að mörgu leiti hefur gert Hong Kong að þeim stað sem Hong Kong er.

Þetta getur bent til þess, að Kína meti í dag - að ógnin af því tiltölulega mikla frjálsræði sem hafi verið í Hong Kong, sé meiri ógn - - en hugsanlegur gróði.

Hong Kong er ekki lengur stærsta viðskiptaborgin í S-Kína, heldur hefur Shanghæ tekið sinn gamla sess - - þ.e. kannski það. Sem ræður niðurst. kínv. stjv. - - að þau telji sig ekki þurfa lengur á því að halda, að viðhalda Hong Kong eins og Hong Kong hefur verið.

  • En þetta þíðir samt, að það muni draga úr áhuga Tævan búa að ganga Kína á hönd.

Remembering the Tiananmen Square Massacre, 25 Years Later

The Untold Story: “25th Anniversary Tiananmen Square Massacre”

Látnir og lifandi á sömu myndFinals-1

 

Eins og þessar grimmu myndir sína, þá vissulega féllu margir á Tiananmen torgi og nærstöddum götum!

Það er þessi útkoma sem ég óttast, að flokkurinn muni senda herinn inn - ef Hong Kong og nærstödd svæði. Ráða ekki við það að halda mótmælendum í skefjum. Sérstaklega ef mótmælin halda áfram að dreifast út.

  • En ég er viss að flokkurinn, ef flokksmenn telja að völdum flokksins sé ógnað - - láta sverfa til stáls að nýju.

Í dag ráði ekki "hugmyndafræði" miklu - heldur frekar "græðgi" í peninga og völd. Gríðarleg spilling virðist innan flokksins, þ.s. flokks tengdir falbjóða sig út í viðskiptalífinu - að þeir hafi tengsl. Síðan þiggja peninga, til að aðstoða aðila í viðskiptum við það að fá "land" eða önnur gæði á hagstæðum kjörum, eða námu - eða hvað annað. Eða við það að komast framhjá reglum um vinnuvernd eða hvað annað, jafnvel að sleppa undan sköttum að verulegu leiti.

Eftir því sem flokks meðlimir séu hærra í virðingarstiganum í flokknum - - séu þeir líklega spilltari og auðugri af slíkum peningum. Sjálfir t.d. í stjórn fyrirtækja þó þeir hafi ekkert upp á að bjóða, en að geta útvegað fyrirgreiðslu - - að vera innanbúðar menn.

  • Það sé ekki síst þetta fyrirkomulag, sem flokksmenn - muni leitast við að verja.
  • Það er, sinn eigin auð - þá aðstöðu er þeir hafa að geta auðgast.

Á sama tíma grafi þessi spilling undan virðingunni fyrir flokknum - - sú sýn vaxi eðlilega ásmegin, að þetta séu allt - - > þjófar.

Ef einhver stuðningur er enn til staðar - - snúist hann um það. Að þrátt fyrir allt tjónið sem spillingin örugglega veldur. Hafa flestir Kínverjar það betur í dag en fyrir 30 árum.

En það á að sjálfsögðu einnig við mörg önnur lönd - - að þar er betra en fyrir 30 árum. Og þar er annars konar stjórnarfyrirkomulag.

Protesters hold their mobile phones as they block the main street to the financial Central district, outside the government headquarters, in Hong Kong September 29, 2014. REUTERS/Carlos Barria

Þetta virðast virkileg fjöldamótmæli - það að óeirðalögreglan hafi hörfað. Er ekki endilega ólíkt því sem áður gerðist. En framan af reyndu yfirvöld þá, að semja við mótmælendur - - en eftir að þau höfðu staðið yfir í töluverðan tíma. Og ekki sýnt nein merki þess að vera að hætta.

Varð einhvers konar - - innanflokks bylting. Harðlínumenn náðu völdum yfir honum - og sá sem var leiðtogi flokksins þá dagana sem mótmælin fóru fyrir sig að mestu óáreitt. Hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar. Síðan tók við tímabil - - þ.s. mun meiri harka var til staðar en í tíð þess manns.

Það gæti endurtekið sig að nokkru leiti í Kína nú, ef full harka er sýnd - þá megi búast við því, að aukin harka verði sýnd um allt þjóðfélagið, það muni koma nýtt tímabil þegar harka er meiri en verið hefur upp á síðkastið. 

Ég á þó ekki von á innanhús byltingu í flokknum, núverandi valdhafar muni læra þá lexíu af fyrirrennara sínum 1989, að sýna hörku sjálfir - - svo að einhver annar innan flokksins hrifsi völdin ekki af þeim.

 

Niðurstaða

Það er eiginlega það sem mig grunar, að flokkurinn sé hættur að snúast um annað en "völd" og "peninga" þ.e. - - græðgi. Spillingin sé svo víðtæk innan flokksins að hún sé regla - ekki undantekning. Innanbúðar menn falbjóði sig, noti þannig aðstöðu sína til að auðgast persónulega, á móti þjóni þeir aðilum í viðskiptalífinu - - þeirra gróði að miklu leiti tengist þeirri fyrirgreiðslu þeir fá.

  • Þetta fyrirkomulag heitir á ensku "crony capitalism" - einnig er gjarnan notað hugtakið "rent seeking."

Hann er á endanum alltaf ákaflega "kostnaðarsamur" fyrir samfélagið, því hann leiðir til spillingar ekki einungis innan valdastéttarinnar - heldur innan fyrirtækjanna sjálfra.

Og þessi spilling hefur tilhneigingu til að vinda frekar upp á sig, versna.

Meðan hagvöxtur er enn til staðar innan Kína - lífskjör fara batnandi.

Umber fólkið þetta, ef til vill - - en annað mundi sennilega gilda. Ef kreppuástand skapast, og almenningur verður þá meir var við kostnaðinn - tjónið af spillingunni.

Spurning hvað flokkurinn gerir - - ef þessi hreyfing fer að dreifast víðar um kínv. samfélag?

Ég held að flokkurinn muni endurtaka leikinn frá - - Tiananmen. Og það áður en hreyfingin nær að berast of víða. 

Ef hún sýnir hratt aukna útbreiðslu, þá muni þess skammt að bíða, að herinn fái að tala.

Því víðar sem hún dreifist út - - því harðar verður ástandið þegar flokkurinn lætur til skarar skríða í kjölfarið.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband