Enn eina ferðina vilja Vinstri Grænir - gera tilraun til þess að koma Íslandi úr NATO. Barnaskapur VG í öryggismálum þjóðarinnar ætlar engan endi að taka

Eins og kemur fram í fréttum, vill Ögmundur og Birgitta "sem er meðflutningsmaður ályktunartillögunarinnar" skora á ríkisstjórnina að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO aðild. Ef marka má þetta fólk, þá er staða heimsmála algerlega breytt í dag. NATO hafi annað hlutverk að mörgu leiti en áður. Að þeirra mati, þá sé Íslandi engin akkur af því - að tilheyra samstökum, sem standi fyrir átökum t.d. núna í Mið-Austurlöndum.

Vilja atkvæðagreiðslu um úrsögn úr NATO

Áhugaverð tilvitnun í ummæli Ögma: Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO

"Áform eru nú uppi meðal leiðtoga bandalagsins um 4.000 manna herlið á vegum bandalagsins  til að mæta óskilgreindri ógn frá ríkjum utan bandalagsins. Hvorki sér fyrir endann á þessari útrás bandalagsins, né átökunum sem þau standa í nú og í framtíðinni. Nauðsynlegt er að staldra við og gefa landsmönnum færi á að svara þeirri spurningu hvort þeir telji rétt að Ísland eigi aðild að slíkum hernaðaraðgerðum og ljóst að mikil þörf er á opinni og lýðræðislegri umræðu um samflot Íslands í fyrrnefndum hernaðaraðgerðum."

Þarna nefnir hann "fámennar" hraðsveitir sem Evrópulönd, hafa ákveðið að stofna - til þess að svara kalli Eystrasalt þjóðanna. Þar sem varnarvígbúnaður hefur fram að þessu verið ákaflega lítill.

En hafa ber í huga, að skv. loforðinu "árás á einn er árás á alla" þarf NATO að sína fram á, eða a.m.k. geta sýnt fram á, að geta varið öll aðildarríki - - og það hefur verið "vaxandi spenna í samskiptum við Rússland."

Rússland hefur auðsýnt getu, til að færa með hraði til "tugi þúsunda hermanna." Eða hæglega - 10. faldan þennan fjölda.

  • Með það í huga, er stofnun 4000 manna liðssveitar - - afskaplega væg aðgerð.
  • En auðvitað, Ögmi nefnir að sjálfsögðu ekki á nafn, hver sú ógn er - sem aðgerðin beinst gegn.

Heldur lætur hann eins og um sé einhverja "óútskýrða hernaðarstefnu af hálfu NATO."

http://waldotomosky.files.wordpress.com/2013/03/map-of-northern-atlantic.jpg

Við skulum ímynda okkur að Ísland hefði sagt sig úr NATO, og varnarsamningnum við Bandaríkin að auki

Þá væri sýn "einlægra friðarsinna" um "fullkomið varnarleysi" - þar með "fullkomnuð." En skv. sýn slíkra einstaklinga, þá getur þjóð eingöngu verið fullkomlega góð - ef hún hefur engar varnir af nokkru tagi. Enda sjá slíkir einstaklingar, alltaf "varnarviðbúnað" sem "hernaðarstefnu" þ.s. þeir gera engan greinarmun á "varnarviðbúnaði" og "viðbúnaði ætlað til árásar á annað land."

Slíkir einstaklinga að auki, líta ávalt á hervígbúnað sem "illan" hlut, alveg óháð að því er best verður séð, tilgangi þess vígbúnaðar.

----------------------------------

  1. Ég bendi á að á hverju ári koma hingað til lands, fjölmennir hópar ferðamanna frá margíslegum heimshornum.
  2. En þar eru þó fjölmennastir hópar frá Evrópu og N-Ameríku.
  • Höfum í huga að í dag, eru til hryðjuverkasveitir sem eru ákaflega vel vopnum búnar.

Íslenska lögreglan á einhvern fjölda af gömlum Heckler og Koch hríðskotarifflum, gömul týpa sem flestir eru hættir að nota.

  • Þær sveitir ættu ekki roð í vel vopnum búnar sveitir hryðjuverkamanna, ef þeir mundu ganga hingað á land.

Er það ekki frámunalega ólíklegt? Munum eftir "ferðamönnunum" - en hingað koma "frakkar" - "þjóðverjar" - "Bretar" - "Bandaríkjamenn." Auk fjölda annarra.

Hér má á sumrin reikna með, að hér séu ávalt fjöldi vestrænna ferðamanna, og margir frá þjóðum "sem hryðjuverkasveitir hafa líst réttdræpa" - "ef til þeirra næst."

  • Meðan Ísland er í NATO, þá eru nágranna lönd okkar, skuldbundin til þess að koma Íslandi til aðstoðar.

Utan NATO, utan varnarsamstarfs - - væri aðstoð algerlega háð duttlungum pólit. ákvarðana. Jafnvel þó að aðstoð mundi "sennilega berast" á "einhverjum enda" - gæti það tekið nokkurn tíma.

  • Punkturinn er sá, að hinir fjölmennu hópar ferðamanna hér, þar sem "engar varnir eru fyrir hendi" gætu verið - freistandi skotmark. 

Hér gætu hryðjuverkamenn, komist yfir "ferðamenn" - "tekið þá í gíslingu" - og "hótað að drepa þá nema að t.d. hættulegir hryðjuverkamenn væru leystir úr haldi."

  • A.m.k. þíðir NATO aðild í þessu tilviki, að hver sá sem hingað ræðst, á að vita - - að hjálp mundi berast fljótt.
  • Við höfum engar aðrar varnir - en þá sem felst í varnarskuldbindingu nágranna þjóðanna gagnvart okkur.
  • Og sú gildir einungis svo lengi, sem við erum NATO meðlimir.

 

Að sjálfsögðu gildir þetta enn frekar, þegar við erum í samkiptum við þjóðir sem ekki eru Vestrænar!

Ímyndum okkur, að Kínverjar raunverulega setji hér upp - - "umskipunarhöfn." Nú, það væri ekki mjög mikið vesen af Kínverjum, ef Ísland væri "utan NATO" og "ekki með varnarsamning við Bandaríkin" að einn góðan veðurdag - - umbreyta höfn með nokkrum fjölda kínverskra starfsmanna, þangað sem kínversk skip mundu sigla reglulega. Í eitt stykki flotahöfn fyrir Kínaveldi.

En "hvað sem er getur verið inni í gámum" þess vegna "vopn" - "skriðdrekar" - "fallbyssur" - "eldflaugar" -- -- jafnvel gæti flutningaskip flutt myndarlegan herflokk.

  • Án NATO aðildar, væri ekkert sem mundi augljóslega hindra Kínverja í slíku.
  • Ef Ísland væri utan við NATO, og án varnarsamnings við Bandaríkin.
Meðan Ísland er í NATO, er loforðið að "árás á einn sé árás á alla" ákaflega sterkt fráhrindandi fyrir hvern þann, sem mundi hugsa sér að renna hýru auga á Ísland.


Niðurstaða

Mín sín á málið er afar einföld - að það væri það allra heimskulegasta sem Ísland og Íslendingar geta gert. Að segja upp aðild af því varnarkerfi sem "vestrænar þjóðir" komu sér upp 1949. Þó að NATO hafi víkkað hlutverk sitt á seinni árum. Breytir það ekki því grunnhlutverki. Að NATO er "varnarkerfi" fyrir aðildarlönd. Þó svo að "NATO" hafi bætt við sig "verkefnum" þá sinnir það enn þeim gömlu. Þau eru eftir sem áður - - kjarni tilgangs tilvistar NATO.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband