Er það fáránlegt að styrkja starfsmenn Fiskistofu til þess að flytja með stofnuninni til Akureyrar?

Ég ætla ekki í þessari færslu að taka afstöðu til þess - hvort það er yfir höfuð snjallt að flytja Fiskistofu til Akureyrar. Ég ætla að tjá mig um ummæli Vigdísar Hauksdóttur, þar sem hún gagnrýnir ákvörðun Sigurðar Inga, að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir króna í styrk auk þess af kostnaður við flutning verður greiddur.

Ef þeir kjósa að flytja með stofnuninni Norður: Má ekki skapa „galin fordæmi“

http://www.ruv.is/files/imagecache/frmynd-stor-624x351/myndir/vigdis_4.jpg

Er það galið fordæmi?

Nú ætla ég að bera blak af Sigurði Inga - að sjálfsögðu er það fordæmisgefandi, ef Sjávarútvegsráðherra, lætur styrkja starfsmenn Fiskistofu til flutnings - um 3 milljónir króna, auk þess að beinn flutningskostnaður verður greiddur.

En til að svara því hvort það er "galið fordæmi" er rétt að rifja upp - - hver reynslan hefur hingað til verið af flutningi starfsemi á vegum hins opinbera út á land.

En rannsóknir hafa sýnt fram á, að yfirleitt flytja afskaplega fáir starfsmenn með stofnun - til annars sveitafélags, jafnvel þó flutningurinn sé ekki til héraðs sem getur talist sérstaklega afskekkt.

  1. Það sem þarf að hafa í huga, er það verðmæti sem fólgið er í þekkingu og reynslu starfsmanna.
  2. Hvaða áhrif það hefur á gæði þeirrar þjónustu eða ráðgjafar sem viðkomandi stofnun veitir, að það þurfi að ráða t.d. 95-98% starfsmanna að nýju, þannig að þeir til að byrja með jafnvel alfarið snauðir af reynslu. 

Í "fullkomnum heimi" mundu "kannski" starfsmenn flytja allir sem einn - og starfsemin ekki neitt líða fyrir flutning í annað sveitafélag.

En útkoman hefur fram að þessu verið í þá átt, að það þurfi nánast að - hefja/byggja starfsemina upp á nýjum stað - - á "0" punkti.

  • Ég held að "sanngjörn túlkun" sé sú - - að Sigurður Ingi, sé að leitast við að komast framhjá þessum grunn galla, er verið hefur við fyrri flutninga á stofnunum út á land. 
  • Ef reynslan verður sú, að 3 millj.kr. auk greidds flutningskostnaðar, dugar til þess að "sannfæra meginþorra starfsm." að flytja með stofnuninni - - þá kannski þíðir það.
  • Að þar með séu þeir ágallar er hingað til hafa verið á slíkri aðgerð - að mestu sniðnir af.
  • Sem mundi þíða, að minni andstaða yrði í framtíðinni við slíkar tilfærslur á stofnunum og þar með "opinberum störfum" út á land.

Nú þurfa menn að svara því - hver fyrir sig. Hvort viðkomandi er fylgjandi því, að dreifa frekar en nú er, opinberum störfum um landið. Það er bæði hægt að færa rök með og á móti.

 

Er þetta brot á "jafnræðisreglu"?

Ég verð að segja - að mér finnst það afar hæpið að svo sé. En jafnræðisregla er brotin, ef aðgerð gengur lengra en góðu hófi gegnir, ef það er t.d. til "vægara úrræði" sem nær líklega svipuðum árangri.

  1. Ef við íhugum vandamál við fyrri flutninga á stofnunum út á land - þá er reynslan sú. Að starfsmenn almennt flytja ekki.
  2. Sem þíðir að þekking þeirra og reynsla er þar með glötuð viðkomandi stofnun. Sem þarf þá að ráða nýja og ferska starfsmenn, síðan tekur þá nýju starfsmenn - tíma að afla sér þekkingar og reynslu. Það sé á meðan - líklegt að gæði þeirra vinnu séu um einhverja hríð. Síðri en þeirra starfsmanna, sem ekki fluttu - sem höfðu þekkingu og reynslu. Þannig að gæði þeirrar vinnu - þjónustu - ráðgjafar, sem viðkomandi stofnun veiti. Séu þá um tíma - síðri.
  3. Þeim ágalla - hlýtur að fylgja kostnaður. Sem ég veit ekki til að hafi verið greindur.

Ef þetta úrræði, að styrkja starfsmenn um 3 milljónir króna, dugar til þess að komast framhjá þessu vandamáli, að starfsmenn flytja ekki með stofnun. Þannig að flutningur leiði ekki til tapaðra gæða í veittri vinnu - ráðgjöf eða þjónustu.

Þá a.m.k. blasir ekki við neitt "augljóslega vægara úrræði" sem mundi duga.

Né mundi ég telja það sanngjarna túlkun, að líta svo á að viðkomandi úrræði, sé bersýnilega umfram meðalhóf.

  • Að óreyndu, áður en úrræðið hefur gengið í gegnum sína prófraun, sé í reynd ekkert hægt að fullyrða af eða á.

 
Niðurstaða

Fljótt á litið þá að sjálfsögðu eykur það kostnað við flutning á Fiskistofu. Að greiða starfsmönnum "3 milljónir króna + kostnað við flutning" fyrir að flytja Norður með stofnuninni. Ég vil ekki meina að sú aðgerð sé augljóslega "ómálefnaleg" - enda býr í starfsmönnum með langa reynslu, reynsla og þekking sem hefur verðmæti.

Ég veit ekki til þess enn a.m.k. að kastað hafi verið mati á það - hver hugsanlegur kostnaður samfélags hefur verið í gegnum tíðina, af fyrri tilflutningum á starfsemi stofnana. Þegar haft er í huga, að það hefur komið tími - þegar gæði veittrar þjónustu - ráðgjafar eða vinnu - - hafa liðið fyrir það að stofnun hefur þurft að hefja starfsemi á nýjum stað. Með nánast alla starfsmenn nýja.

Mig grunar að með því að "glata þekkingu og reynslu" reyndra lykilstarfsmanna - - hljóti að hafa bæst við umtalsverður viðbótar kostnaður af fyrri tilraunum til flutninga á stofnunum. Þannig að í ljósi þess, geti það "minnkað frekar en hitt endanlegan kostnað við flutning á Fiskistofu" ef aðgerð Sigurðar Inga, að styrkja starfsmenn - svo þeir flytji - verði til þess að stofnunin heldur þeirri þekkingu og reynslu sem býr í núverandi starfskröftum að mestu eða a.m.k. miklu leiti.

-----------------------------

Ég læt vera að svara því hvort sú aðgerð að flytja til stofnun, sé skynsöm eða ekki.

A.m.k. - ef það tekst að færa til stofnun, án þess að þekking og reynsla starfsmanna glatist.

Þá tekst ef til vill, að flytja í þetta sinn stofnun, án umtalsverðs tjóns fyrir starfsemi þeirrar stofnunar.

Sem mun auðvitað, ef það tekst að forða því tjóni, leiða til þess - að líklega verður horft til flutnings á fleiri stofnunum. Sem er gott, ef menn eru því fylgjandi, en kannski slæmt í augum þeirra sem eru á móti slíkum flutningum.

 

Kv.


Bretland gæti orðið að sambandsríki

Ef marka má yfirlísingu David Cameron, er honum fullkomin alvara með þá yfirlýsingu sem hann gaf út örfáum dögum fyrir atkvæðagreiðsluna í Skotlandi þar sem Skotum var lofað auknu sjálfræði. Skv. því sem Cameron segir nú að kosningunni aflokinni - er að það þurfi að hugsa samband landsvæðanna sem mynda Bretland að nýju. Ræða hans, virðist ákall um einhvers konar "stjórnarskrárþing."

  • Það áhugaverða er, að bresk Verkamannaflokkurinn, virðist líklegastur flokka, til að standa gegn þessum breytingum. 
  • Þar virðist koma til, að Verkamannaflokkurinn virðist - óttast að slík breyting leiði til minnkaðra áhrifa flokksins á Bretlandseyjum, sérstaklega í Englandi þ.s. fylgi Verkamannaflokksins virðist sára lítið.

T.d. sjá Skotar þegar um menntamál, ef það væri tekið upp "svæðisþing" í einnig í Englandi, þá þíddi það - - að Verkamannaflokkurinn yrði þá "áhrifalaus" um ákvarðanir í menntamálum í Englandi.

Þetta kemur fram í áhugaverðri fréttaskýringu Financial Times:

Salmond resigns as No vote reverberates across political landscape

"...Mr Cameron’s idea of giving English MPs votes on English laws was dismissed by Labour as a “nakedly partisan” response to the Scottish vote..." - "Ed Miliband, Labour leader, believes Mr Cameron wants to exclude his party’s solid bloc of MPs elected in Scotland – currently 41 in total – from voting at Westminster on “English” issues such as health, education and even income tax rates. Those powers have already been devolved to Holyrood."

Verkamannaflokkurinn, virðist lesa úr tillögu Cameron, að England hafi einnig sitt eigið héraðsþing með sömu völd og önnur héraðsþing í Skotlandi og N-Írlandi; sem flokkspólit. plott til að "veikja Verkamannaflokkinn."

Það finnst mér vera "afar neikvæð afstaða."

  • Það er auðvitað eðlilegt - ef sérstök héraðsþing starfa í hverju héraði - - Englandi einnig.
  • Þá geta ekki þingmenn Verkamannaflokksins "sem flestir virðast kosnir á þing fyrir Skotland" kosið um "sérmál Englands."

Það þíðir auðvitað á móti - - að þingmenn Íhaldsflokksins "sem virðast flestir kosnir í Englandi" geta ekki þá kosið um "sérmál Skotlands" eða "Wales."

--------------------------

Scots spurn independence in historic vote, devolution battle begins

David Cameron - "Just as Scotland will vote separately in the Scottish parliament on their issues of tax, spending and welfare, so too England, as well as Wales and Northern Ireland should be able to vote on these issues," - "All this must take place, in tandem with and at the same pace as the settlement for Scotland,"

  • Mér líst vel á þessar hugmyndir Camerons, mér virðist þvert á móti, foringi Verkamannaflokksins, vera að gera tilraun til þess, að keyra þetta mál inn í "flokkspólit. gryfju."
  • En það þarf auðvitað að taka tillit til þess, að eftir allt saman - - kusu 46% Skota með sjálfstæði. Þ.e. eðlilegt að skilja þetta - - sem ákall um aukið sjálfforræði.
  • Eins og Cameron virðist gera, og þ.e. einnig skynsamlegt, að bregðast við því ákalli, með jákvæðum hætti - eins og Cameron virðist gera.

Ég held að slík héraðsþing í öllum 4-meginhéröðum ríkisins, þ.e. Englandi, Wales, Skotlandi og N-Írlandi.

Ásamt slurk af skattfé til þeirra þinga, þannig að þau hafi raunverulega vigt. Réttindi til að taka ákvarðanir sem skipta máli.

Ætti að duga til þess að kveða niður kröfur um frekara sjálfstæði, og beina sjónum íbúa ríkishlutanna - frekar að því sem sameinar þá eftir allt saman.

 

Niðurstaða

Hin afar neikvæði fyrstu viðbrögð Milibands, við þeirri tillögu David Cameron forsætisráðherra, að "England" fái sitt héraðsþing. Þannig að starfandi verði héraðsþing í öllum 4-meginhlutum Bretlands. Finnst mér vera sláandi - - en með því að íja að því, að þar fari plott er snúist um að veikja Verkamannaflokkinn, þá virðist mér hann einmitt vera að slá á flokks pólitíska strengi - - eins og hann ásakar Cameron fyrir.

Ef niðurstaðan verður sú, að það verði 4-héraðsþing sem svipuð völd, sem fari með velferðarmál og menntamál og einhver flr. mál. Þá sannarlega virðist það rétt. Að Verkamannaflokkurinn tapar áhrifum yfir ákvörðunum um t.d. menntamál í Englandi þ.s. hann virðist ekki njóta neins verulegs fylgis.

Á móti -auðvitað- minnka ekki möguleikar Verkamannaflokksins, til þess að hafa áhrif um þau mál, sem áfram verða á könnu þess þings sem situr í Westminster. Þar sem hann væntanlega hefur sömu möguleika og áður, til að hafa áhrif á þau mál - - er áfram verða sameiginleg.

  • Áhugavert er að Miliband, virðist ekki andsnúinn sérþingi fyrir Wales, eins og bæði Skotland og N-Írland hafa haft um nokkurn tíma.

Þetta eru auðvitað - - fyrstu viðbrögð. Það á eftir að koma í ljós, hvernig gengur að starta þessu ferli, sem væntanlega mun framkalla mestu breytingar á sambandi landshluta Bretlands í 300 ár.

Kannski er tími kominn einmitt til breytinga á Bretlandseyjum.

 

Kv.


Bloggfærslur 20. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband