Einn af auðugustu mönnum Rússlands, virðist skyndilega fallinn í ónáð - sumir vilja líka málinu við mál Khodorkovsky

Vladimir Yevtushenkov, einn af 15 ríkustu löndum Rússlands, aðaleigandi AFK Sistema, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki starfandi í Rússlandi.

Skv. fréttum frá því fyrr í þessari viku, hefur hann verið settur í stofufangelsi.

Russian oligarch Yevtushenkov placed under house arrest

Russia’s rich feel chill wind from the Kremlin

Yevtushenkov loses favour as new Moscow order emerges

  • Athygli vekur, að áður hefur komið fram í fréttum innan Rússlands, að "ríkisolíufyrirtækið Rosneft" hafi áhuga á að kaupa, Basneft sem er í eigu AFK Sistema - - sem skv. fréttum sé í dag "eina starfandi stóra olíufyrirtækið innan Rússlands" - sem ekki sé ríkisfyrirtæki heldur einkarekið.
  • Sá sem ræður ríkjum innan Rosneft er Igor Sechin - "sem er í innsta hringnum utan um Pútín."

Það er afar freistandi, hafandi í huga "spillinguna innan embættiskerfis Rússlands" sem og innan "réttarkerfis Rússlands" að túlka ásakanir á hendur Yevtushenkov - - sem tilraun til þess að "knýja hann til þess að selja Basneft" - til Rosneft.

Að slik séu sambönd Sechin innan opinbera kerfisins í Rússlandi - - að hann geti notað sambönd sín innan kerfisins, til þess að fá Yevtushenkov handtekinn - - gegnt kærum sem séu búnar til.

Á hinn bóginn var Khodorkovsky að ástunda pólitísk afskipti - Yevtushenkov virðist ekki hafa stundað neitt slíkt.

  • Það væri auðvitað - ákaflega slæmt fyrir Rússland, ef þ.e. svo að "innanbúðar menn í Kreml" geti haft fyrirtæki af "öðrum auðmönnum" með því að "notfæra sér sambönd innan embættismannakerfisins" til að fá "viðkomandi handtekna" gegnt kærum sem séu "soðnar saman eftir þörfum."
  • En það mundi einnig þíða, að "Vestræn fyrirtæki sem fjárfesta í Rússlandi" - "væru ekki endilega örugg."

Slíkt augljóslega fælir fjárfestingar frá landinu, ef menn geta ekki treyst því, að "lög séu virt" eða að "farið sé eftir leikreglum."

Það hafa öðru hvoru komið upp mál sem virðast gefa vísbendingu um það, að Kremlverjar - geti nánast pantað hvaða niðurstöðu sem þeir vilja, frá embættismannakerfinu - og frá dómskerfinu einnig.

Síðast var það málið tengt þekktri kvennahljómsveit, Pussy Riot, sem mótmælti eins og þekkt er í kirkju, voru meðlimir dæmdir fyrir í fangelsi - töluvert síðar náðaðir af Pútín.

Khodorkovsky málið er einnig áhugavert fyrir "náðunina sem hann fékk" mörgum árum eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi - - fyrirtæki hans bútað niður, og "skipt milli elítunnar tengd Kreml." Hann er nú eins og þekkt er, í útlegð.

Maður velti fyrir sér, hvort að stutt sé í að - annar auðmaður verði flúinn í útlegð.

 

Niðurstaða

Sennilega hið versta mein sem hvílir er Rússlandi, er hin gríðarlega óskaplega spilling. Sem virðist það slæm - - að lög og reglur, gildi ekki - þegar innanbúðar menn vilja eitthvað annað. Að lög og reglur, gildi mun síður fyrir "auðuga einstaklinga" sem hafa efni á mútum, en fyrir fátækan almenning sem mun síður hefur efni á slíku.

Kremlverjar virðast lítt áhugasamir um það að vinna á henni, því Kremlverjar - - allra tíma. Virðast sjá það frekar sér í hag, að "beita henni fyrir sig."

Þessi spilling - auðvitað gerir Rússland að töluverðu áhættu umhverfi, fyrir hvern þann sem vill fjárfesta í Rússlandi. En mörg dæmi eru um það, að fyrirtæki og eignir, hafi verið hafðar af fyrri eigendum með "fölsuðum pappírum" með uppáskrift mútaðra embættismanna.

Menn héldu kannski, að í seinni tíð, hefði þetta vandamál - rénað.

En kannski, er það nú, á leiðinni til baka - af töluverðum krafti.

 

Kv.


Það er ekki víst að Skotland verði olíuríki, eins og sjálfstæðissinnar á Skotlandi halda fram!

Ég las um daginn áhugavert blogg Martin Wolf sem er okkur Íslendingum kunnugur. En athugasemd sem hann kom með - vakti sérstaka athygli hjá mér:

What happens after a Yes vote will shock the Scots

  1. "Alex Salmond, Scotland’s first minister and head of the Yes campaign, will say that if the rest of the UK will not grant Scotland a currency union, Scotland will not take on its share of the UK debt."
  2. "Not so fast: the negotiations launched by that Yes vote will cover everything. The oil, for example, is not Scottish until the UK agrees. If Scotland repudiates its share of the debt, who says it will get “its” oil?"

Ég held að þarna hafi Martin Wolf - hitt beint á kjarna málsins.

En þetta er alveg rétt hjá honum - Englendingum er enginn akkur af því, að samþykkja að Skotar fái olíuna til eignar.

  1. Ég held að herra Wolf geti haft rétt fyrir sér - - að skilnaðurinn verði geti orðið fæðing.
  2. Að hann geti átt eftir að skilja við sig - - biturð og leiðindi.

 
Það eru nokkrir þættir sem sjálfstæðissinnar hafa "blásið á"

En þ.e. rétt að rifja upp eigi að síður, að þegar bankar léku á reiði skjálfi í Evrópu 2008. Þá "hrundu 3-bankar á Bretlandseyjum. Þar á meðal "Royal Bank of Scotland."

Bresk yfirvöld "tóku fulla stjórn á honum" - "honum var bjargað"

En það kostaði "virkilega skuggalegar upphæðir" - "sem enginn leið er að sjálfstætt Skotland hefði haft efni á."

  • Ég er ekki alveg klár á umfangi "Royal Bank of Scotland" miðað við skoska hagkerfið - mig rámar í að það hafi verið einhvers staðar milli "Landsbanka Hf -sáluga-" og "KB banka" þ.e. á bilinu 2 - 5 þjóðarframleiðslur.

Þetta hafa nokkrir fræðimenn bent á, m.a. Wolf - að Skotland hefði líklega lent í sama vanda og Ísland, árið 2008. Að vera með "hrunið bankakerfi." Þurfa "utanaðkomandi aðstoð."

  • Enn þann dag í dag, er "Royal Bank of Scotland" gríðarlega stór miðað við "skoska" hagkerfið.

Skotar þurfa því að hugsa sig virkilega vandlega um - hvað þeir ætla að gera í gjaldmiðilsmálum. En ég er alls - alls ekki viss. Að það sé "sérlega snjallt" að ætla að "halda Pundinu."

Einfaldlega vegna þess - að ég sé ekki með hvaða hætti, þeir geta knúið Breta til þess, að veita þeim "fullt" gjaldmiðils-samband, ásamt bakábyrgð "Bank of England."

Tæknilega geta þeir, haldið pundinu "einhliða." En þá þurfa þeir að "safna upp birgðum af pundum" þ.e. sjóðum af því, til að geta ráðið við -sveiflur í peningamagni- til að geta -höndlað tímabundið útstreymi peninga- og til að geta -lánað banka í neyð lausafé.

Þá eru þeir komnir í sama "dilemma" og lönd á Evrusvæði, að "þurfa hugsanlega að slá stór lán" í gjaldmiðli - - sem þeir ekki eiga -- og - - sem þeir hafa ekki stjórn á. 

En þeirra vandi er þá í reynd "alvarlegri" því hjá þeim með pund í noktun "einhliða" væri enginn aðili sem unnt væri að leita til, ef skoski ríkissjóðurinn lendir sjálfur í lausafjárvanda.

Sem getur vel gerst í "fjármálakrísu."

  • Ég sé því fyrir mér - að Skotar geti verið að koma sér upp ástandi.
  • Þ.s. fjármálahrun geti átt sér stað hjá þeim - - með afar litlum fyrirvara

Risastærð "skoska" fjármálakerfisins - miðað við þjóðarframleiðslu. Gæti reynst vera "akkílesarhæll."

------------------------------

Þetta lítur allt mun skár út, ef þeir "stofna sitt eigið pund" og breyta öllum "innistæðum" í "skosk pund." 

  • Þá hafa þeir sinn eigin seðlabanka, sem alltaf getur varið "innistæður" (svo lengi sem þær eru í skoskum pundum) og "tryggt bönkum lausafé (í skoskum pundum)."

Þá verður "snöggur fjármunaflótti" og "fjármálahrun" mun minna líklegu útkoma.

Mig grunar að "mjög verulegur popúlismi" sé í loforði "sjálfstæðissinna" til skoskra kjósenda - að, að sjálfsögðu, höldum við pundinu.

 

Sjálfstæðissinnar -grunar mig- að muni ekki komast hjá því, að kaupa olíuna af Englendingum!

Krafan er í reynd ekki -frámunalega ósanngjörn- þ.e. að Skotland taki á sig, sinn skerf af sameiginlegum skuldum landsins. 

Bretland skuldar í dag nærri 90%. Skotland mundi taka á sig "sama hlutfall" og "fá í staðinn uppásrift um" að Skotland eigi olíuna.

  • Fyrir þessu eru fordæmi - - t.d. þegar "Sovétríkin liðuðust í sundur."

Skuldir Bretlands hafa farið í uppihald og uppbyggingu í Bretlandi öllu.

Ekki má gleyma björgun "Royal Bank of Scotland" sem örugglega ein og sér, kostaði meir en 100% af þjóðartekjum Skota.

------------------------------

Augljósa hótun Breta er að sjálfsögðu sú -eins og Martin Wolf bendir á- ef sjálfstæðissinnar halda t.d. til streitu kröfunni um "currency union" og hóti að neita að samþykkja að taka hluta af skuldum Bretlands á sig við skilnaðinn.

  • Þá hóti Englendingar - að halda olíunni í panti.
  • Að Skotar fái hana ekki.

Ef Englendingar hóta þessu, þá kem ég í fljótu bragði ekki auga á neitt það sem Skotar geta gert, en England er eftir allt saman "herveldi" með allt í senn "landher" - "sjóher" og "flugher."

Meðan að nýsjálfstætt Skotland, mundi ekki eiga nokkurn her af nokkru tagi.

Það væri því Englendingum mjög auðveldur leikur, að láta sinn her og flota gæta olíulindanna.

  1. Eins og ég sagði, ég sé ekki hvernig Skotar komast hjá því, að taka á sig skuldir.
  2. Og á sama tíma, sé ég enga leið fyrir Skota, að knýja fram "gjaldmiðilssamstarf" ef Englendingar vilja það ekki.

Það mundi þíða -sennilega- að Skotum mundi einungis standa til boða að "halda pundinu" með "miklum afarkostum."

Ég í reynd mæli með því, að "sjálfstætt" Skotland - - taki upp sinn eigin gjaldmiðil, skoskt pund.

 

Niðurstaða

Þannig er það, að mig grunar að sjálfstætt Skotland endi fljótlega með nýjan gjaldmiðil. Þó svo að sjálfstæðissinnar lofi öllu fögru. Það sé einfaldlega ekki til staðar neitt það sem Skotar hafa í hendi. Til að neyða Englendinga til þess að "ganga að kröfum Skota" um samstarf um pundið, sem væri Skotum hagfellt.

Ég held að það væri á hæsta máta varasöm leið, að ætla að halda pundinu - án stuðnings nokkurs seðlabanka. 

Það gæti kallað á hættu á "fjármálahruni" nánast án nokkurs fyrirvara.

Að sama skapi, muni Skotar ekki komast upp með - - að samþykkja ekki að taka á sig "sinn skerf" af skuldum Bretlands.

Englendingar muni þá hóta, að halda olíunni eftir - - og ég sé ekki neitt sem Skotar geta gert á móti, til að laga þá samningsstöðu sér í hag.

Þetta sé ekki beint þ.s. sjálfstæðissinnar séu að lofa.

  • Það verður forvitnilegt að sjá hver verður niðurstaða kjósenda í Skotlandi.  

Mér virðist því nokkur popúlismi vera í þeim loforðum til kjósenda, að Skotland muni halda pundinu.

-----------------------------------------

Það eru auðvitað nokkur fleiri óvissuatriði, eins og ég benti á um daginn:

Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"

 

Kv.


Bloggfærslur 18. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband