Rússland er Evrópuríki - mér finnst algerlega óskiljanleg sú afstaða, að viðskiptasamningur milli Úkraínu og ESB, sé ógn við Rússa eða Rússland

Skv. fréttum, hefur samningur Úkraínu og ESB um "aukaaðild" af svipuðu tagi, og felst í EES samningi Íslands og ESB frá 1994 - - verið staðfestur af aðildarríkjum ESB og nú formlega af þinginu í Kíev. Á hinn bóginn, var sett af hálfu aðildarríkja ESB - klásúla um að "gildistöku samnings væri frestað í 1-ár."

Skv. viðbrögðum sem sjá má í rússneskum fjölmiðlum, sé litið á þessa 1-árs frestun, sem sigur!

Skv. fréttum komi fram, að Rússar hafi íhugað "viðskipta-aðgerðir gegn Kíev" ef samningurinn mundi taka gildi.

  1. Mér finnst þessi afstaða - að líta á þ.s. ógn, að Úkraína gangi í náin viðskiptatengsl við ESB.
  2. Gersamlega óskiljanleg!
  •  Mér er algerlega "hulin ráðgáta" hvernig unnt er að líta það - ógn!
  • Að nágrannalandið, fari í náin tengsl við nágrannalöndin í Vestri.

En stór hluti ástæðunnar fyrir öllu því öngþveiti, sem málin í Úkraínu hafa verið - sl. ár.

Eru einmitt deilur út af þessum viðskiptasamningi!

  • En það er augljóst - að rússn. stjv. leggja mikla áherslu á, að koma þeim samningi fyrir kattarnef!
  • Á sama tíma, fljúga margíslegar - skrítnar sögur um það, hve hættulegur sá samningur á að vera fyrir - tja, Úkraínu.

EU and Ukraine ratify trade agreement in historic vote

Ukraine Moves to Strengthen Ties With Europe, and Bolster Truce

Það er til sú kenning - - að elítan sem stýrir Rússlandi, líti á það sem ógn, ef Úkraína verður smám saman að landi þar sem efnahagsmál ganga betur en áður, í kjölfar þess að hafa tekið upp náin tengsl við Vesturlönd!

Ég ætla alls ekki að fullyrða - að sá skilningur sé réttur!

  1. En ég virkilega sé ekki með hvaða hætti, Rússlandi eða rússn. þjóðinni - sé ógnað. 
  2. Þaðan af síður sé ég, með hvaða hætti, íbúum Úkraínu af rússn. bergi, sé ógnað!

Það hafa flogið margíslegar fullyrðingar - sem flestar eiga sameiginlegt að vera, lítt rökstuddar!

  • Eins og t.d. að samningurinn, muni leiða til efnahagslegra hörmunga fyrir Úkraínu!
  • Og að auki, að hann "ógni viðskiptasamskiptum við Rússland" sem "landið sé enn í dag mjög verulega háð."

Ég held að andstaðan við samninginn, sem virðist útbreiddur í Rússlandi, og rússn. fjölmiðlar hafa fjallað mjög um hann með neikvæðum hætti, samtímis að stuðningsmenn Rússa - taka undir slík sjónarmið; sé að stærstum hluta "fyrir misskilning!

 

Þvert á móti, sé ég ekki betur, en að þessi samningur, sé Rússlandi í hag, með margvíslegum hætti

Það sama eigi við - - sérstaklega þau héröð í A-Úkraínu, sem einkum eru byggð Rússum. 

  1. Þvert á móti, þá held ég að samningurinn ætti að auka eftirspurn í Úkraínu eftir rússn. vörum - en þ.e. hefð í Úkraínu fyrir því að kaupa frá Rússlandi, þannig að afar líklegt virðist mér - - að bættur efnahagur Úkraínu, mundi líklega leiða til aukinnar eftirspurnar í Úkraínu.
  2. Ég á ekki von á því, að "vinir Rússlands" haldi því fram að "rússn. fyrirtæki" séu ófær um að "framleiða varning skv. evr. stöðlum" - - ég sé því ekki nokkra ástæðu af hverju. Draga ætti úr viðskiptum v. Rússa. Þó að Úkraína á sama tíma, auki viðskipti við V-Evrópu.
  3. Síðan er ekki nokkur ástæða að ætla, að Úkraínumenn og fyrirtæki í Úkraínu, missi áhuga á því - að selja varning til Rússlands. Ég bendi á að Rússland kaupir mikið af varningi af ESB aðildarlöndum eftir allt saman. Ef Rússland verður áfram auðugt olíuríki, ef gasviðskipti Rússa og Evrópu halda áfram - óhindruð. Þá sé ég ekki nokkra ástæðu þess - af hverju kaupmáttur Rússa ætti ekki að tryggja það, að úkraínskir aðilar sjái hag af því. Að halda áfram að framleiða og selja varning til Rússlands.
  • Það virðist e-h misskilningur uppi, að þetta sé "zero sum game" þ.e. ef Úkraína tengist meir við Evrópu.
  • Þá tapi Rússland!

En ég sé ekki nokkra ástæðu þess, að það sé réttur skilningur - - þvert á móti sé ég ekki betur, en að allir 3-aðilarnir geti grætt samtímis; þ.e. Úkraína, Vesturlönd, og Rússland!

Það er - hugtakið "mutual gain."

Hvað með ásakanir, að samn. hafi neikvæð efnahagsleg áhrif? Fyrir Úkraínu?

  1. Ég sé enga ástæðu af hverju, en tökum Ísland sem dæmi, Ísland hefur verið í ákaflega nánum viðskiptatengslum við ESB síðan 1971 - þ.e. 40 ár. Ísland hefur ekki orðið að efnahagslegri auðn á því tímabili. Þó að Ísland hafi orðið fyrir höggi 2008, þá er ekki að sjá neitt augljóst efnahagslegt tap fyrir Ísland "nettó" af EES samningnum 1994.
  2. Bendi á að -Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Búlgaría og Rúmenía- allt lönd sem áður tilheyrðu Járntjaldinu. Að þau hafa ekki orðið að "efnahagslegum eyðimörkum" við það - að taka upp náin viðskiptatengsl við V-Evrópu.
  • Ég sé ekki betur, en að þetta séu "gersamlega órökstuddar ásakanir."

Eina landið ef -fyrrum Austan tjalds löndum- sem er fátækara í dag en 1991, er Sovétríkin hrundu - - er Úkraína.

Öll önnur lönd er áður tilheyrðu Járntjaldinu eða Sovétríkjunum - - eru betur stödd í dag en 1991.

Þeim hefur gengið "misvel" - en öll hafa það betur í dag!

  1. Ég held þvert á móti, að rússn. hluti Úkraínu - sé einmitt sá landshluti af Úkraínu, sem mestan hag hefði af viðskiptasamningi ESB og Úkraínu.
  2. Það er vegna þess, að sá landshluti - - er mest efnahagslega þróaður. Þar er megin kjarni iðnstarfsemi í landinu. Það er langt í frá allt "gamaldags þungaiðnaður" heldur er þar inni á milli, hátækni fyrirtæki t.d. flugvélaiðnaður - geimflaugar sbr. Zenit flaugar.
  3. En sagan sýnir, að það eru vanalega þau landsvæði sem eru "efnahagslega þróuð" sem mest græða, því þau eru í betur stakk búin, til að hagnýta sér þau "viðskiptatækifæri sem skapast."
  4. En einmitt í A-Úkraínu, er að finna vinnuafl, sem hefur "þekkingu." 
  5. Það er því rökrétt, að þangað leiti fyrirtæki sem hafi áhuga á að fjárfesta innan Úkraínu, í því t.d. að efla frekar starfsemi, sem framleiðir fyrir rússl. markað.

Ég hugsa þvert á móti, að samningurinn leiði til ófara fyrir svæði þ.s. Rússar eru hvað fjölmennastir, að einmitt þau svæði - - muni fara í gegnum efnahagslegt "boom" fremur fljótlega á eftir.

  • Í reynd ættu íbúar rússn.mælandi hluta landsins, að vera "mestu stuðningsmenn samningsins." 
  • Því það eru þeir sem hafa samböndin inn í Rússland!

Þeir sem eiga fyrirtæki, sem hafa framleiðslu þekkingu fyrir - ráða yfir þjálfuðu vinnuafli.

Meðan að, fátækari hlutar landsins - - muni óhjákvæmilega "lagga á eftir."

Þá vísa ég til þeirra svæða, sem eru meirihluta byggð úkraínskumælandi fólki.

---------------------------------

Þetta gæti orðið sambærilegt við Norður vs. Suður Ítalíu - þ.s. N-Ítalía hefur um aldir verið auðugra svæði, og þegar Ítalía fór í hagþróun á 20. öld - hefur það "bil" ekki mjókkað að neinu ráði.

  1. Gróði Rússland er þá: að rússn.mælandi svæðin í Úkraínu, verði að "bræðslupotti" þ.s. mætast Vestræn áhrif og rússn.menning, og Vestræn sem og rússn. þekking.
  2. Það til samans, skapi e-h meira og betra! Það er, ekki "Zero sum" að einn vinnur annar tapar heldur "Win-win."
  3. Eins og á Ítalíu þ.s. N-Ítalía hefur haldið sínu forskoti, þó Ítalía hafi þróast. Þá á ég von á því, að rússn. mælandi svæðin í A-Úkraínu, haldi því fremur mikla efnahags forskoti þau hafa á restina af Úkraínu - - verði áfram "ríku svæðin í Úkraínu" þó Úkraína gangi í gegnum frekari hagþróun.
  4. Og þ.s. að rússn. mælandi svæðin, hugsi enn mikið í Austur þó þau fari kannski samtímis líka að eiga viðskipti í Vestur.
  5. Þá muni bættur efnahagur íbúanna á þeim svæðum, stuðla að því að "viðskipti Úkraínu við Rússland - - vaxi, fremur en að minnka" - eins og virðist ótti um.

Það er kannski grunn misskilningurinn - - að líta á málið þannig!

Að Rússland tapi - ef Úkraína tengist Vesturlöndum "nánar."

  • Rússn./úkraínsk fyrirtæki, gætu síðar meir - - orðið að mikilvægum viðskipta aðilum innan Rússlands.
  • Rússn. mælandi svæðin í Úkraínu, gætu þannig - - myndað tengingu milli Vesturlanda og Rússlands, flutt þau áhrif sem mætast í Úkraínu inn í Rússland.

Það er ekki slæmt - - heldur gott!

 

Niðurstaða 

Eins og ég sagði í titlinum - er Rússland Evrópuland. En Rússland á marga alda gamla sögu samskipta við V-Evrópu. Sem eins og gengur - voru æði misjöfn. Rússland var þátttakandi í mörgum stríðum innan Evrópu, sem dæmi. Rússland varð fyrir innrásum - en það einnig stundum réðst á að fyrra bragði. Saga Evrópu á öldum áðum, var saga - tíðra styrjalda. Og Rússland var sannarlega eitt af stórveldunum sem tókust á um völd á áhrif á meginlandi Evrópu.

En þetta var ekki - bara átaka saga. Einnig saga - samskipta á menningarsviðinu. Þar sem, flæðið var ekki "bara í eina átt" heldur þvert á móti - "bárust líka rússn. menningaráhrif til restarinnar af Evrópu."

Evrópa varð þannig að mörgu leiti einnig - bræðslupottur hugmynda og áhrifa. 

  • Rússland hefur ákveðið val - ég segi að Rússland eigi að láta af andstöðu sinni við viðskiptasamninga ESB og Úkraínu.
  • Ég held að ef Rússland það geri, og aðstoði við það, að binda endi á átökin í A-Úkraínu.
  • Þá muni þessi deila gleymast fljótt - - að auki muni það verða mögulegt. Að taka aftur upp þráðinn varðandi viðskiptasamskipti Rússlands og V-Evrópu.
  • En það voru áform uppi um, dýpri viðskipta tengsl Rússlands og ESB - - áður en Úkraínudeilan hófst.

Því ekki, að í staðinn - venda alveg um kúrs. Og stefna að því að tengja alla Evrópu upp að Úralfjöllum í náin viðskiptatengsl!

Það mun enginn tapa á því.

Allra síst Rússar sjálfir!

 

Kv.


Bloggfærslur 17. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 49
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 868
  • Frá upphafi: 846624

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 802
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 40

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband