Algerlega andvígur því að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi

Nú er komið fram frumvarp Vilhjálms Árnasonar sem felur í sér að leggja af ríkiseinkasölu á áfengi á Íslandi, og færa þar með sölu á áfengi inn í almenna verslun - þar á meðal, stórmarkaði. Ég hafna ekki út af fyrir sig rökum hans, að með því að færa sölu áfengis yfir í almennar verslanir. Verði "aðgangur almennings að áfengi bættur" auk þess að "mun þægilegra verði fyrir almenning að nálgast áfengi í sömu ferðinni og það kaupir sér mat" og síðan að "viss sparnaður verði af því að reka sölu á áfengi á sömu stöðum sala matvæla fer fram."

Breyting á lögum nr. 86/2011, um verslun með áfengi og tóbak

  • Á hinn bóginn--styð ég ekki þau markmið.
  1. Ég vil ekki "fjölga sölustöðum áfengis." Það er tilgangur í sjálfu sér, að þeir séu "tiltölulega fáir."
  2. Ég vil ekki "bæta aðgang neytenda að áfengi." Það sé tilgangur í sjálfu sér að hafa hann tiltölulega ógreiðan.
  3. Og ég vil alls ekki, færa sölu á áfengi til "einkaaðila." Það sé tilgangur í sjálfu sér, að sala á áfengi sé í ríkiseinkasölu.


Ég tel að ríkið sé "betur fært" um að sjá um sölu áfengis, en einkaaðilar!

Þetta snýst auðvitað um "hvaða markmið" er lögð áhersla á að þjóna!

  1. En galli við það að færa sölu yfir til einkaaðila, er auðvitað sá - að einkaaðilar vilja ávalt - - > hámarka sinn hagnað. Sem er ekkert að í sjálfu sér, þegar seld er vara sem ekki telst til fíkniefna.
  2. Það þíðir auðvitað, að einkaaðilar - munu ávalt "keppast um markaðinn" og ekki síst "keppast um að hámarka sölu" - - > Þau atriði ganga einmitt gegn lýðheilsumarkmiðum.
  3. Þetta er grundvallaratriði - - en tilgangur þess að viðhafa ríkiseinkasölu, er að sjálfsögðu sá, að lágmarka sem mest er mögulegt, tjón samfélagsins af áfengi.
  4. Lágmörkun útbreiðslu og neyslu áfengis, er hluti af þessum lýðheilsumarkmiðum - að auka aðgang að áfengi, gera neytendum það þægilegra að nálgast það, fjölga sölustöðum til mikilla muna, færa sölu áfengis yfir til aðila "sem hafa hagsmuni af því að hámarka sölu þess" - - > Allt það gengur gegn lýðheilsumarkmiðum.
  • Þetta er ástæða þess, að ríkið er "betur fært um að sjá um sölu á áfengi" þ.s. "ríkið er betur fært um að þjóna þeim lýðheilsumarkmiðum" að "lágmarka samfélagslegt tjón af áfengi."

Þegar ekki er verið að selja "skaðleg fíkniefni" þá að sjálfsögðu, geri ég engan hinn minnsta ágreining við rök þess efnis, að einkaaðilar eigi að sjá um málið.

 

Þetta þíðir að ég vil reyndar ganga lengra en gert er í dag, að viðhafa ríkiseinkasölu á fíkniefnum!

  1. En sömu rök virka algerlega, þegar kemur að sölu á tóbaki, og sígarettum - vindlum og öðru sem inniheldur tóbak.
  2. Að auki, er ég kominn á þá skoðun, að rétt væri - - að selja; kannabis - og - hass - einnig í ríkiseinkasölu.
  • En ég tel að gild rök séu fyrir því, að afglæpavæða þau efni - þau séu ekki "augljóslega skaðlegri en áfengi eða tóbak."
  • Sem segir ekki að þau séu "minna skaðleg" - en ef áfengi sé heimilt og einnig tóbak, séu ekki gild rök fyrir því, að banna þessi 2-fíkniefni sem í dag eru undir banni.
  • Það þíðir auðvitað, að ég ætlast til að viðmiðin séu þau sömu - - eins og í dag gilda um sölu áfengis.

ÁTVR - - ætti þá að fá nýtt nafn, Fíkniefnasala Ríkisins eða FR.

 

Niðurstaða

Ég ætlast til þess, að áfram sé viðhöfð sú regla sem hingað til, að ríkið sjái um sölu á áfengi. Að auki tel ég rök fyrir því, að afglæpavæða "kannabis" og "hass" -  viðhafa samskonar ríkiseinkasölu skv. sambærilegum reglum er gilda um sölu á áfengi um þau 2-efni. Til viðbótar, er ég á því að sölu sígaretta - vindla - píputóbaks; ætti einnig að færa yfir í ríkiseinkasölu.

En mér virðist sömu rök halda í öllum tilvikum - að ríkiseinkasala gegni lýðheilsusjónarmiðum.

Auk þess, að réttmætt sé að ríkið hirði allar sölutekjur af þessum skaðlegu efnum, á móti því tjóni sem ríkið óhjákvæmilega ber - vegna þess að það heldur uppi þeim sjúkra- og hjúkrunarstofnunum, sem þeir er tapa heilsu sinni af völdum þessara fíkniefna þurfa á að halda.

Þeir sem eru þeirrar skoðunar að hið mikilvæga yfirmarkmið sé einstaklingsfrelsi, verða eðlilega á öðru máli. 

 

Kv.


Bloggfærslur 13. september 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 846663

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband