Það virðist vera yfirvofandi lokaorusta í átökum í A-Úkraínu

Ef marka má fréttir þá eru uppreisnarmenn á hröðum flótta eftir að hafa gefið eftir borgirnar Slovyansk og Kramatorsk. Ríkisstjórn Úkraínu segist hafa minnkað umráðasvæði uppreisnarmanna um 2/3 síðan vopnahléi var aflýst sl. föstudag - ef þ.e. rétt þá er sókn stjórnarhersins þessa dagana án mótspyrnu.

Pro-Russia Rebels Prepare Last Stand in East Ukraine

Ukraine rebels vow to fight on after abandoning Slavyansk

Ukraine says forces will press forward after taking rebel stronghold

Íbúar virðast fegnir því að bardögum sé lokið:

""Everything is different now. Tonight is the first night with no shelling," said Mikhail Martynenko, 58, a guard at a local market near Slaviansk." - ""People are in a better mood and there are more people on the streets. Everyone was afraid. They had no idea when another mortar would come flying," he said."

Stjórnarherinn stefnir að því að setja borgirnar Luhansk og Donetsk í herkví

"Deputy security council chief Mykhailo Koval said blockades were being prepared around the capitals of the two separatist regions, Donetsk and Luhansk." - ""A complete blockade will be carried out on these cities and corresponding actions will lead to the separatists and bandits being forced to lay down their weapons," Interfax reported him as saying."

Á meðan er stjórnarherinn að handtaka óþekktan fjölda uppreisnarmanna:

"Andriy Lysenko, a senior official of Ukraine's "anti-terrorist operation", said scores of rebels were surrendering and providing information on locations of rebel units and weapons."

Á meðan kvarta uppreisnarmenn undan skorti á viðbrögðum frá Moskvu:

""I'm very disappointed," said Fedor Berezin, rebel deputy defense minister, of Moscow's lack of action. "That means it will be a long and bloody war until we all die valiantly on the barricades.""

Meðan að skipaður þingmaður þeirra taldi enn vera von á aðgerðum yfirvalda í Moskvu:

"A lawmaker representing the far-eastern self-declared “New Russia” confederation, formed last month by the breakaway People’s Republics of Donetsk and Lugansk, urged Russia to intervene." - "“I think we will be able to convince the leadership of the Russian Federation to intervene in this very complicated situation,” Sergey Babryshnikov said by telephone from Donetsk. “If a city of 1m faces such attacks, this will be beyond any international norms,” he added."

-------------------------------------------

Eins og er komið - virðist eina von uppreisnarinnar að Pútín fyrirskipi innrás í A-Úkraínu

Uppreisnarmenn ef þ.e. rétt að umráðasvæði þeirra hafi skroppið saman um 2/3 á örfáum dögum, þá er þetta ekki "undanhald" hjá þeim heldur "flótti."

Þeir séu sennilega að undirbúa varnir í Luhansk og Donetsk borgum - með það litla lið sem þeir þá eiga eftir.

En í ástandi því sem á ensku nefnist "rout" þá er einmitt líklegt að töluverður fj. þeirra sem reyndi að flýja - hafi gefist upp fyrir stjórnarhernum einhvers staðar á leiðinni.

Það sem líklega muni ráða mestu í viðbrögðum almennings, sé líklegt til að verða - - feiginleiki yfir því að bardögum sé lokið - svo að uppbygging geti hafist að nýju - fólk að nýju mætt til vinnu o.s.frv.

  • En vísbendingar eru um að almenningur sé þreyttur orðinn á uppreisninni, þ.s. af hún hafi haft þær afleiðingar - - að klippa á efnahagsleg tengsl við restina af landinu.
  • Sem hafi leitt til mjög mikils atvinnuleysis á umráðasvæðum uppreisnarmanna. Það hafi einnig verið skortur á rafmagni og öðrum nauðsynjum.
  • Fólk hafi hætt að fá bætur svo sem atvinnuleysis - trygginga og elli.

Families caught in crossfire in eastern Ukraine
"Dobrostroy has had no income since the dairy factory where she worked closed at the start of the fighting, and worries about what would become of her children in an unfamiliar place." - ""I have no money at all", the 29-year-old said, adding that her rainy-day fund was now just 20 hryvnia ($1.70)." - "Since the city's takeover by the rebels, who oppose Kiev's pro-Western government, most adults have either lost their jobs or been deprived of access to the pensions or other benefits they would usually receive."

Þetta er einmitt þ.s. er dæmigert fyrir stríð - að það bitnar verst á almennum borgurum. 

Þau áhrif að með því að gera tilraun til að rjúfa sambandið við Úkraínu - að þá hlaut að klippast á alla þá þjónustu við íbúa sem ríkisstjórn landsins hafði fram að þessu veitt sbr. "tryggingabætur" - "bætur til aldraðra." Og að ef klippt væri á markaðinn við restina af landinu, þá hlaut það að skapa mikið atvinnuleysi.

Þá veltir maður fyrir sér - - hvað uppreisnarmenn voru að hugsa. Eða hvort þeir hugsuðu yfirleitt.

Á sama tíma virðast lífskjör í Rússlandi hafa staðnað, jafnvel farin að lækka, spurning hvernig gangi að reka Krím-skaga, en líkur eru á því að einhverju leiti svipuð vandamál geti verið þar - en hann var einnig snögg klipptur út úr efnahagstengingu við Úkraínu, spurning hversu vel gengur að tengja hann efnahagslega við Rússland?  Crimea euphoria fades for some Russians

  • Það getur einnig verið ástæða þess - - að Pútín sé búinn að ákveða að hætta frekari stuðningi við uppreisnina í A-Úkraínu, að refsiaðgerðir Vesturlanda séu farnar að bíta.
  • Hinar snögg auknu vinsældir Pútíns í kjölfar Krímskaga aðgerðarinnar, geti hjaðnað jafn harðan. Ef ástand efnahagsstöðnunar verður að samdrætti. Rússar hafa ekki séð samdrátt um töluverðan tíma. Og það getur því vel verið, að viðbrögð almennings yfir slíkri þróun - geti orðið hörð. Sérstaklega ef almenningur mundi kenna um stefnu eigin stjórnar - - en almenningur er oft fljótur að gleyma því að hafa sjálfur kóað með, aðdáun gæti þá snögglega umpólast í reiði.

Eins og ég benti á síðast þá getur verið að Pútín sé þegar búinn að afskrifa uppreisnina í A-Úkraínu: Er að draga að endalokum uppreisnar í A-Úkraínu?. Mér finnst virkilega að ef Pútín hefði ætlað að senda rússn. herinn inn - sem er margfalt öflugari en stjórnarher Úkraínu. Þá væri hann þegar búinn að því fyrir nokkru síðan.

  • Eitt sem ekki er unnt að útiloka - er að fyrir liggi samkomulag milli forsetanna Pútíns og Poroshenko, sem sé "leynilegt." Það skíri þá af hverju, Poroshenko telur óhætt sl. föstudag að gefa skipun um - framrás hersins.

En það voru símafundir í sl. viku milli Rússl. og Úkraínu, án þess að uppreisnarmenn hafi verið þar nokkurs staðar nærri. Engin leið að vita, hvað kom fram í þeim.

Gagnrýni yfirvalda í Kreml, þ.s. þau halda áfram að gagnrýna stjórnvöld í Kíev - - gæti þá verið "damage control" gagnvart eigin "þjóð" en rússn. stjv. hafa látið rússn. fjölmiðla - - viðhalda sl. mánuði gríðarlega harkalegri gagnrýni á stjv. í Kíev þ.s. orðaleppar eins og "junta" og "fasistar" hafa verið venjulegt orðalag fremur en undantekning.

  • Það líti illa út - - að skipa fjölmiðlum að skipta um prógramm, of snögglega.

Menn þurfi að stýra með einhverri lágmarks varfærni, þeirri "manipulation" á þjóðfélagsumræðunni, sem stjv. í Kreml ástunda.

----------------------------

Þó svo að umráðasvæði uppreisnarinnar geti á næstu dögum - - orðið ekki nema tvær borgir. Og þá jafnvel svo, að þeir ráði ekki nema "svæðum" innan þeirra borga.

Þá samt sem áður, sé líklegt að átök standi einhverjar vikur til viðbótar. En þ.e. rökrétt að svo verði, þ.s. tafsamara er að sækja fram ef herinn hyggst lágmarka manntjón almennra borgara.

Á sama tíma, getur það einnig verið taktík, að halda uppreisnarmönnum í herkví - til að brjóta niður baráttuþrek þeirra. Þ.s. þá smám saman ganga þeirra eigin vistir til þurrðar. Bæði matur og hergögn.

Að auki þá ætti einnig almennum borgurum í þeim hverfum sem uppreisnarmenn ráða yfir - smám saman að fækka eftir því sem þeir flýja í þau hverfi sem fallið hafa til stjórnarhersins og því ekki lengur barist þar. 

Sem þá þíði, að á sama tíma og baráttuþrekið smá fjari eftir því sem vistir þrjóta, þá samtímis minnki líkur á því að framsókn stjórnvalda skapi manntjón almennra borgara - - þannig að herinn gæti því kosið af báðum ástæðum að halda uppreisnarmönnum í herkví um nokkurn tíma.

Áður en herinn leggur til lokaatlögu inn í síðustu hverfin sem uppreisnarmenn mundu ráða yfir. 

  • Það getur þítt að átökum ljúki samt fyrir mánaðamót ágúst/september.

 
Niðurstaða

Skynsamast væri sennilega fyrir uppreisnarmenn sjálfa að gefast upp - sem fyrst. Þar sem þá halda þeir lífi, en ef þeir halda áfram að berjast - - er það ljóst að töluverður fjöldi þeirra sem nú eru lifandi mun ekki verða lifandi er uppreisninni verður lokið.

Það að uppreisn ljúki með sigri stjórnarhers viðkomandi lands - - er sennilega "algengasta útkoman."

  1. Get nefnt borgarastríðið í Bandaríkjunum er stóð í 3 ár - er enn langsamlega blóðugasta stríðið sem Bandaríkin hafa háð, manntjón mun meira meðal uppreisnarmanna.
  2. Uppreisn Tamíla á Sri Lanka sem stjórnarher landsins barði niður fyrir nokkrum árum, flestir þátttakendur í þeirri uppreisn virðast hafa látið lífið - manntjón uppreisnarmanna í háu margfeldi meira en stjórnarhersins.
  3. Svo má ekki gleyma Tétníu stríðunum á 10. áratugnum sem lauk 2000 ca. Áætlað manntjón nálgast 200þ. eða um 20% þjóðarinnar, sem er gríðarlega hátt hlutfall - rússn.herinn virðist hafa drepið langsamlega flesta þá sem voru í her uppreisnarmanna. 

Þátttaka í vopnaðri uppreisn með öðrum orðum - virðist óskaplega áhættusöm.

Ætla uppreisnarmenn í Úkraínu - einnig að berjast þar til yfir líkur? Þá veltir maður fyrir sér - til hvers? En ef eins og virðist, að Pútín hafi afskrifað uppreisnina. Þá eiga hinir fámennu hópar uppreisnarmanna í A-Úkraínu - alls enga von um sigur, virkilega ekki neina. Algerlega rökrétt væri að gefast upp. Meðan að gersamlega órökrétt sé að halda áfram baráttunni þar til yfir líkur.

Von uppreisnarmanna virtist vera sú - að skapa almennan stuðning með uppreisninni, þess í stað virðist líklegt að þegar henni lýkur. Verði almenningur fyrst og fremst feginn því að átökum sé lokið. Þannig að daglegt líf geti að nýju smám saman gengið sinn vanagang.

Ólíklegt virðist í því samhengi að fallnir uppreisnarmenn verði að píslarvottum.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. júlí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 845416

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband