Rússnesk lagasetning endurvekur ótta um skiptingu "internetsins" eftir löndum

Ný samþykkt lög rússnesku Dúmunnar hefur vakið alþjóðlega athygli - en skv. hinum nýju lögum, sem Pútín skv. fréttum á enn eftir að undirrita - þannig að þetta er ekki formlega lög enn. Ber internetfyrirtækjum að varðveita gögn rússneskra ríkisborgara innan Rússlands.

Sem þá þíðir sem dæmi, að Facebook, Twitter, Google - og hvað þetta allt heitir er starfar á alþjóða grunni; verði þá að setja upp "sjoppu" í Rússlandi.

Athygli vakti sambærileg tilraun í Brasilíu fyrir ári, sem Dilma Rousseff hætti síðan við. Eftir frekar hávært kvein frá brasilískum internet samskipta aðilum.

Russia Moves To Ban Online Services That Don’t Store Personal Data In Russia

Russia clampdown stokes fears of Balkanisation of the web

Bendi einnig á áhugaverða umfjöllun um áhuga rússn. stjv. á auknu eftirliti með netnotkun:

The ‘Balkanisation’ of Russia’s internet

 

Það hefur lengi blasað við sá möguleiki að stjórnvöld a.m.k. sumra landa sjái internetið sem hættu eða ógn

Það er auðvitað til yfrið nóg af hættum á internetinu - t.d. höfum við nýlega orðið vör við það hve óskaplega öfluga nettilvist samtökin "Islamic State of Iranq and al Sham" eða "ISIS" hefur. Þ.s. hreyfingin beitir netinu óspart til að dreyfa áróðri - sá virðist vel útfærður vísbending þess að sú hreyfing ráði yfir einstaklingum með þekkingu á "beitingu áróður."

Svo er auðvitað margt annað sem stjórnvöld geta skynjað sem hættu - - t.d. getur hugtakið "öryggi" verið afskaplega teygjanlegt, eins og mannkyn upplifði á 20. öld, þegar fólk var gjarnan handtekið án dóms og laga í fjölda landa, og þessi eina ástæða upp gefin.

Að auki "efni sem getur ógnað almannahag" eða "hatursáróður" - - er sannarlega einnig teygjanlegt, t.d. gæti stjv. í landi X talið að "efni gefið út af landflótta andófsmönnum" sé "efni sem ógni almannahag." Slík afstaða væri líkleg t.d. í Kína af hálfu stjórnvalda.

Stjórnvöld sem vildu virkilega vera ósanngjörn, gætu flokkað "gagnrýni á stjórnvöld" sem hatursáróður.

Í greininni á Opendemocracy kemur fram, að t.d. hafi lögum sem beint er gegn "síðum sem hvetja til öfga" einmitt verið beint gegn - - þekktum síðum stjórnarandstæðinga.

"...particularly following this year’s decision to allow the Prosecutor General to blacklist, without a court order, any online resource promoting ‘extremism.’ - "This term leaves much room for interpretation..." - "the ruling’s first victims were a number of opposition news portals: grani.ru, ej.ru, kasparov.ru as well as Aleksey Navalny’s blog."

Þessu var sem sagt - - beint gegn síðum þekktustu stjórnarandstæðinga innan Rússlands.

Þetta sýnir ef til vill - - hvernig stjórnvöld í Rússland, geta ákveðið að beita þeim lögum sem Dúman var að samþykkja, því ef erlend internet fyrirtæki verða knúin "virkilega" til að varðveita persónuleg gögn rússn. borgara innan Rússlands; þá muni stjórnvöld með auðveldum hætti geta blokkerað aðgang að óþægilegri gagnrýni - á netinu.

  1. Að vísu er erfitt að sjá hvernig Rússland hyggst - ef til vill - framfylgja þeim lögum.
  2. Nema að til standi, að setja upp - - eldvegg utan um Rússland eða svokallaðan "netkínamúr."
  3. En án þess að geta hótað því, að hindra aðgang að þeim erlendu netfyrirtækjum, sem stjórnvöld leitast við að "þvinga" til að varðveita gögn innan landamæra.
  4. Sé ég ekki að þau yfirvöld hafi næga svipu til að beita þau þvingun af nokkru tagi.

Engin opinber áætlun um slíkt hefur a.m.k. enn sem komið er verið kynnt.

Skv. frétt Financial Times um málið, hafi komið fram í umræðu þingmanna - - gagnrýni á erlend netfyrirtæki; þar sem þau leiði hjá sér rússnesk lög.

Þá vísa ég til laganna, sem heimila að aðgangur sé takmarkaður að síðum sem útbreiða hatur eða hvetja til öfga. En töluverður fjöldi þeirra síðna - - er víst vistaður erlendis þ.s. rússn. stjv. ná ekki til þeirra með neinum beinum hætti.

Þar sem afstaða þingsins virðist beinast að því vandamáli - að framfylgja ofangreindum lögum gagnvart síðum sem rússn.stjv. hafi ákveðið að loka á, en ekki getað framfylgt þeirri lokun fram að þessu.

Þá virðist mér blasa við að sennilega hafi rússn.stjv. það í huga eða í undirbúningi, að setja upp sambærilegt kerfi í Rússlandi - og það kerfi sem til staðar er í Kína, og einnig í Íran.

  • Það er síðan áhugavert, að Íran er bandamaður Rússlands, og Pútín virðist nú vera að stefna að bandalagi við Kína - bæði þau lönd hafi "Netkínamúr."
  • Tilviljun?

 
Niðurstaða

Það getur verið að myndast ný skipting í heiminum, milli landa sem óttast "upplýsingafrelsi" - óttast óþvingað flæði þeirra. Og landa sem líta á einmitt óþvingað flæði gagna, sem grunn mannréttindi.

Með öðrum orðum, landa sem styðja lýðræði.

Landa sem standa fyrir einræði og stjórnun á upplýsingum.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. júlí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 68
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 846726

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 87
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband