Hvaða afleiðingar hefði það sennilega að beita Ísrael, sambærilegum viðskiptaþingunum og beitt var á sínum tíma gegn S-Afríku?

Til þess að átta sig á því - hvernig mál eru líkleg að þróast. Þarf að rifja upp það tímabil þegar Bretar stjórnuðu Palestínu. Á þeim árum var ekki farið að tala um "Palestínumenn" heldur voru múslímar er bjuggu í landinu helga, jafnan nefndir - Arabar: British Mandate for Palestine. Hreyfing Síonista hafði umtalsverð áhrif á það, hvernig landamæri svæðisins voru mörkuð, og einnig á texta samkomulagsins.

Á þeim árum sem Bretar stjórnuðu Palestínu, þ.e. 1920-1948, mynduðust tvær þjóðernishreyfingar, önnur meðal Araba og hin á meðal Gyðinga, sem fóru að streyma inn á svæðið. Spenna hlóðst upp milli íbúanna - fyrst gerði meirihluti Araba uppreisn 1936: Arab Revolt of 1936–1939. En síðan smám saman, hófu Gyðingar - einnig uppreisn gegn Bretum: Jewish insurgency in Palestine. Eftir Seinna Stríð, voru Bretar eins og milli steins og sleggju.

Sérstaklega eftir að Seinna Stríð var hafið, frömdu hryðjuverkasveitir Gyðinga fjölda sprengjutilræða, auk þess sem þær stóðu fyrir skotárásum á breska hermenn - gerðu sitt besta til að gera Bretum ómögulegt að stjórna svæðinu.  

Á endanum gáfust þeir upp, og afhentu svæðið til Sameinuðu Þjóðanna, sem þá voru nýlega stofnaðar. Gerð var tilraun til að "skipta landinu milli hópanna tveggja" sem leiddi til fyrsta stríðs Ísraela og Araba: Arab-Israeli War of 1948.

  1. Ísrael/Palestína - er ekki S-Afríka.
  2. Í landinu helga, er ekki að finna neinn sambærilegan einstakling, við Nelson Mandela. Auk þess, eru Palestínumenn, eins og þeir kalla sig í dag, klofnir - hluti þeirra er undir stjórn miskunnarlausrar hreyfingar, Hamas. Sem erfitt er að sjá, að unnt verði að gera samkomulag við.
  3. Síðan er innan samfélags Gyðinga, enn að finna þá hættulegu róttækni, sem braust út þegar Bretar stjórnuðu landsvæðinu.

Hugmyndin virðist vera, að afmá Ísraelsríki eins og það hefur þróast seinni ár?

Vilja beita Ísraela viðskiptaþvingunum

Kortið sýnir þá skiptingu landsins, sem taka átti gildi skv. ráðandi samkomulagi innan SÞ 1948. 

En það fór enginn eftir því, en hvorir tveggja Gyðingar og Arabar, sáu samkomulagið sem - svik við sinn málstað.

Og upphófst fyrsta stríð Araba og Ísraela, sem eins og við þekkjum í dag, lyktaði með sigri Ísraela.

Það er þetta stríð, sem er hinn eiginlegi "bautasteinn" sem deilan snýr að, en mikill fjöldi Araba í dag nefndir Palestínumenn, flúðu til Jórdaníu, Líbanon eða Egyptalands - undan hersveitum Gyðinga. 

Sá flótti er í dag umdeildur eins og eiginlega allt annað sem gerðist, en það virðist að bardagasveitir Araba, hafi fyrir sitt leiti - hvatt óbreytta borgara til að yfirgefa svæði, sem um var barist. Á sama tíma, eru vísbendingar þess - að a.m.k. sumar sveitir Gyðinga, hafi beitt hræðsluáróðri og ógnunum, til að hvetja til flótta.

En það kort sem menn eru að tala um er annað, þ.e. kortið sem varð til í kjölfar svokallaðs, 6-Daga Stríðs, er Ísrael náði á sitt vald svokölluðum "hernumdum svæðum."

Það virðist stóra hugmyndin - að neyða Ísrael til að fallast á skiptingu landsins, skv. þessi seinna korti. Palestínskt ríki, verði svokallaður Vesturbakki + Gaza.

Beita til þess, samræmdum viðskiptabanns aðgerðum, eins og var beitt gagnvart S-Afríku.

Höfum í huga, að í dag býr fjöldi Gyðinga svokallaðra landmena, á þeim svæðum - sem ættu í samræmi við þær hugmyndir, að tilheyra ríki Palestínumanna á "hernumdu svæðunum."

Það er ákaflega erfitt að sjá fyrir sér það, að Gyðingar sættist á þetta - nema í ástandi því, að ríki þeirra væri alveg gersamlega komið á hnén - þá er ég að tala um, að það væri komið ástand nær-hruns eða nær-upplausnar.

En ég sé ekki Gyðinga eða ríki Gyðinga samþykkja slíka kosti.

Það muni þurfa að ganga alla leið - - og í reynd, afmá það.

Þá er spurning, hvaða ógnarástand, hrunið mundi leiða fram?

 

En ég er á því, að tilraun til þess að taka S-Afríku á Ísrael, endi líklega ekki friðsamlega

Málið er, að þeir hópar sem eru að deila, eru einfaldlega ekki eins auðveldir viðureignar - - og Búar eða "Africans" voru í S-Afríku, og svertingjar undir stjórn Afríska Þjóðarráðsins.

Ef við ímyndum okkur, að viðskiptabann mundi verða til og það yrði nægilega víðtækt eins og í tilviki S-Afríku. Þá mundi það að sjálfsögðu leiða til - efnahagslegs hruns Ísraels. Því fylgi að sjálfsögðu stórfellt versnandi kjör, allra íbúa - en óhjákvæmilega mundu kjör Palestínumanna versna einnig, þó slæm séu í dag. Þó þeir geti verið til í þetta eigi að síður.

Þá óttast ég, að róttækni meðal Gyðinga mundi vaxa, það sama mundi gerast meðal Palestínumanna - eftir því sem ríki Gyðinga hnignaði. Mundu átök beggja stigmagnast, það sé sennilegt að róttækar hreyfingar beggja mundu verða stöðugt sterkari - heiftin milli aukast stig af stigi.

  1. Menn þurfa að sjálfsögðu - að muna eftir kjarnorkuvopnum ríkis Gyðinga.
  2. En ég er á því, að líkur þess séu meiri en "0" svo sannarlega, að kjarnavopnum yrði á endanum beitt.
  • Ég sé það alveg sem möguleika, að dæmið endaði á því, að landið yrði að - geislavirkri auðn.

Jafnvel þó þetta endi ekki þar, þá eru kjarnavopnin þegar málið er skoðað til enda, loka gambýttur Gyðinga í Ísrael.

Ástandið, þegar færist nær endalokunum, gæti orðið - afar hættulegt. Vegna kjarnavopnanna, en Ísrael ræður yfir nægilega mörgum sprengjum, til að leggja nokkurn veginn - öll Mið-Austurlönd í auðn. Tæknilega, getur Ísrael einnig sprengt upp flestar höfuðborgir Evrópu.

En Jeríkó-flaugar Gyðingaríkisins, sennilega ná yfir Evrópu að megni til.

  • En menn þurfa að - - pæla í endataflinu.
  • Áður en farið er í slíka vegför.

-----------------------------------------

Nánast besta mögulega útkoma: væri langvarandi herseta friðargæsluliðs. Sem mundi þá væntanlega, tryggja landamærin. Þær yrði mjög sennilega að vera til staðar - - áratugum saman.

Og vera sennilega, ákaflega fjölmennar.

Ég efa þó að það væri friðsamt, en það væri líklega nóg af "reiðum Gyðingum" sem mundu væntanlega endurvekja hryðjuverkasveitir Gyðinga. Og það er vel hugsanlegt, að þær sveitir yrðu einnig undir árásum róttækra Palestínumanna, sem mundu sennilega líta á hvert það samkomulag, sem mundi ekki alfarið afmá byggðir Gyðinga í landinu - sem svik. Og því, líta á friðargæslusveitir sem hernámssveitir, ef þær leituðust við að halda slíkum öfgahópum niðri.

Mig grunar að ástandið í því tilviki yrði sennilega að mörgu leiti líkt ástandinu sem sveitir Breta bjuggu við, árin eftir 1940 til 1948.

  • Það gæti verið til staðar, veikt Palestínuríki, klofið á milli hófsamra afla og öfga-afla.
  • Og áfram, mjög veiklað ríki Gyðinga. Líklega með sambærilegum hætti, klofið óróasvæði.

 

Niðurstaða

Ég held að margir þeir, sem halda að óhætt sé að taka S-Afríku á Ísrael. Steingleymi kjarnavopnum Ísraels. En það virðist ákveðin bjartsýni, að með þrýstingi yrði að endanum friðsamt samkomulag, eins og í S-Afríku.

En menn gleyma þá því, hve algerlega einstakur atburðurinn í S-Afríku var. Það var í reynd Nelson Mandela, sem "kom í veg fyrir borgarastríð" í kjölfar uppgjafar ríkis hvíta minnihlutans í S-Afríku.

Án hans, eru ákaflega miklar líkur á því, að allt dæmið hefði farið í háa loft - með borgarastríði og miklu blóðbaði.

Að auki, voru ekki trúarbrögðin klofningsmál í S-Afríku eins og í Ísrael. 

Það er ekki síst, hin hættulega trúar-róttækni sem býr í Gyðingum og Palestínumönnum, sem gerir þetta mun hættulegra. Inn í þetta, hríslast svo kjarnavopnin - - mér virkilega finnst það ekki óhugsandi.

Að það dæmi mundi geta endað með þeim ósköpum, sem væri "beiting kjarnavopna" og þá eru möguleikarnir allt frá því, að skilja landið sjálft eftir sem geislavirka auðn, yfir í að gera stóran hluta Mið-Austurlanda að geislavirkri auðn, yfir í jafnvel að sprengja í leiðinni helstu höfuðborgir Evrópu.

En ég vara fólk við því - að vanmeta þá hættulegu róttækni sem býr í landi Gyðinga.

Ég mundi segja, að tilvist kjarnavopnanna ein og sér, geri þessa leið - of hættulega.

----------------------------------------

Tek fram, að ég tel reyndar afskaplega ólíklegt að það séu líkur á því að samstaða geti myndast meðal Vesturlanda, um viðskiptaþvinganir á Ísrael.

Ábending mín er þá ekki síst sú, að benda fólki á að andstaða við þá hugsanlegu vegferð, sem menn leggja til. Sé ekki endilega af völdum þjónkunar við Bandaríkin - jafnvel Ísrael.

Heldur er ekki ósennilegt að fleiri en ég, sjái hve hættuleg púðurtunna Ísrael getur reynst vera.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. júlí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband