Hver skaut niður malasísku flugvélina?

Það virðist tvennt öruggt; A) að malasíska vélin var skotin niður og B) að hún var skotin niður af eldflaug sem skotið var upp frá yfirborðinu. En ratsjár sýna, að engin herflugvél var stödd nærri. Úkraínumenn hafa ekki neinar torséðar orrustuvélar. Á hinn bóginn, þ.s. báðar fylkingar eru með landhersveitir á svæðinu. Geta a.m.k. báðar borið ábyrgð.

  • Það þarf vart að taka fram, að stjv. í Úkraínu - ásaka uppreisnarmenn í A-Úkraínu.
  • Meðan að uppreisnarmenn, hafna ábyrgð, segja stjórnarherinn hafa skotið hana niður.

Þetta getur verið atriði sem aldrei verður svarað.

US intelligence confirms surface-to-air missile fired at Malaysian plane, divided over origin

Malaysia Airlines Plane Crashes In Ukraine With 295 on Board

mh17-2

Það er a.m.k. hugsanlegt að uppreisnarmenn hafi grandað vélinni

Það að sjálfsögðu - dettur engum í hug að halda neinu öðru fram, en að þetta sé óhapp, af því taginu að þeir hafi talið sig vera að skjóta annars konar flugvél niður. En það barst út á vefinn hugsanleg vísbending:

Malaysia Airlines jet crashes in Ukraine: "...in a posting on a Russian social networking site that was later taken down, Igor Strelkov, a rebel military commander, boasted on Thursday afternoon of downing what he said was a Ukrainian military An-26 transport plane." - "He said the rebels had “warned them not to fly into ‘our sky’”. It could not be immediately established if the posting was genuine."

"Russian state media reported last month that the rebels in Donetsk had captured anti-aircraft missile systems including Buk from the Ukrainian Air Force."

Höfum í huga, að hver sá sem grandaði vélinni, mun afneita því. En þ.e. a.m.k. hugsanlega rétt, að mánaðargömul frétt rússn. fjölmiðils, þess efnis að úkraínskir uppreisnarmenn ráði yfir langdrægum loftvarnaflaugum - - sé rétt. 

Og þá getur a.m.k. verið, að þeir hafi fyrir mistök, skotið þessa vél niður.

En skv. - - > The path of Malaysia Air Flight 17 

  • Takið eftir því - hvernig flugleið vélarinnar liggur.
  • En hún flýgur nánast yfir Kíev, er síðan á leið í Austur til Kuala Lumpur.
  • Það getur gefið byr undir þann "mögulega" misskilning, að uppreisnarmenn hafi talið þarna vera flugvél á vegum stjórnvalda.

En þegar vél flýgur þetta hátt þ.e. 33þ.ft. - er ekki gott að bera nákvæmlega kennsl á týpuna.

Myndir af ummerkjum hafa verið að berast um vefinn, hér eru nokkrar - sjá Reuters: 

Live News on Malaysia Airlines plane that crashed near Ukraine-Russia border

Fyrir framan sendiráð Malasíu í Hollandi

Rammi úr amatör vídeó

"An armed pro-Russian separatist takes pictures at the site of a Malaysia Airlines Boeing 777 plane crash near the settlement of Grabovo in the Donetsk region, July 17, 2014."

An armed pro-Russian separatist takes pictures at the site of a Malaysia Airlines Boeing 777 plane crash near the settlement of Grabovo in the Donetsk region, July 17, 2014.  REUTERS/Maxim Zmeyev

Rammi úr amatör vídeó

Rammi úr amatör vídeó

Þó að ég nefni þann möguleika að uppreisnarmenn hafi grandað vélinni.

Er það ekki gersamlega útilokað, að stjórnarherinn hafi skotið flaug fyrir slysni. 

En það virðist ívið minna líklegt - - en hafa ber í huga. Að uppreisnarmenn hafa verið að skjóta niður nokkurn fjölda flugvéla stjórnarhersins á umliðnum vikum. 

Á meðan að stjórnarherinn, hefur afar litla ástæðu að ætla. Að vélar á lofti séu á vegum uppreisnarmanna. A.m.k. hingað til, hafa ekki neinar slíkar sést.

Sérstaklega þegar haft er í huga, flugleið þotunnar yfir Úkraínu frá Vestri til Austurs. Þá virðist slysaskot af hálfu uppreisnarmanna eða eða að einn þeirra hafi skotið hana niður fyrir mistök þegar skotmaður taldi sig vera að skjóta á annars konar flugvél; mun líklegra - - því miður!!

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að fylgjast með þessu máli á næstunni. En það verður mjög mikill þrýstingur nú á að "rannsaka vettvanginn." Málið getur sett aukinn þrýsting á aðila, að semja um vopnahlé. Þannig séð, er það a.m.k. hugsanlegt, að uppreisnarmenn "græði" á málinu - þ.s það hallar nú á þá. Ef það verður til þess, að löndin í kring taka sig saman. Um að þrýsta á stjórnvöld og uppreisnarmenn. Um að lísa yfir nýju vopnahléi.

Svo fagaðilar geti rannsakað flakið. Og ekki síst, að líkin verði sótt. En skv. fréttum liggja þau nú eins og hráviði um slysstaðinn.

--------------------------------------

PS: Skv. nýjustu fréttum, hafa "uppreisnarmenn heimilað alþjóðasamfélaginu aðgang að vettvangi."

Rebels grant access to MH17 crash site

"The plane crashed near Torez, a town in eastern Ukraine 50km from the Russian border controlled by Russia-backed rebels..."

Eins og ég benti á í gær, gerðist þetta skamman spöl frá landamærum Rússlands.

Focus on Inquiry as Russia Denies Role in Downing of Jet

"Aleksandr Borodai, the pro-Russian rebel who leads the self-proclaimed People’s Republic of Donetsk, told reporters that his group had the so-called black boxes and intended to turn them over to officials of the Organization for Security and Cooperation in Europe, which will be assisting in securing the scene. Mr. Borodai said that Dutch and Malaysian officials had informally asked his group to leave the debris and bodies untouched."

Og svokallaður "svartur kassi" er í höndum uppreisnarmanna.

Probe demanded over crash

Og heimurinn er eðlilega farinn að krefjast skýringa.

 

Kv.


Spurning hvort að Sameinuðu Þjóðirnar ættu að hafa eigin her, en það má kalla dóm Alþjóðadómstólsins í hag, vissan áfellisdóm á fyrirkomulag friðargæslu

Veikleikar fyrirkomulags friðargæslu eru fjölmargir. En Sameinuðu Þjóðirnar - hafa ekki eigin her. Sumir á netinu, misskilja hvað "bláu hjálmarnir" eru. En þó svo að þeir teljist "lögformlega" vera á vegum SÞ. Þá lúta sveitir þær sem taka þátt í friðargæslu - í flestu sem máli skiptir, vilja þess ríkis sem sendir friðargæsluliða á vettvang.

Mjög gott yfirlit frá BBC: Timeline: Siege of Srebrenica

  1. Friðargæslulið er alltaf látið af hendi af einstökum aðildarríkjum SÞ, sem áhuga hafa á að senda lið á vettvang.
  2. Það er viðkomandi aðildarríki, sem skilgreinir hlutverk þess liðs sem það sendir á vettvang - þar á meðal "rules of engagement" ef um herlið er að ræða.
  3. Það er viðkomandi aðildarríki, sem sendir lið á vettvang, sem skaffar því búnað, tæki, hergögn og fatnað. 
  4. Aðildarríki, getur hvenær sem er - dregið sitt lið til baka.

Srebrenica massacre

Fjöldamorðin Srebrenica eru sorglegt dæmi um það, hve friðargæslulið hefur oft verið "ófært um að gegna hlutverki sínu"

Þó að hollenska friðargæsluliðsveitirnar, hefðu verið hersveitir. Voru þær fámennar - um 800 talsins. Þær voru léttvopnaðar. Því ekki í stakk búnar, að mæta - vel búnum her. Þegar slíkur mætti á svæðið.

Að auki voru sveitir Serba miklu fjölmennari. 

Til að vel væri, hefðu liðssveitirnar þurft að vera a.m.k. nokkur þúsund. Og vera fullbúinn her.

  • Það auðvitað hefði margfaldað kostnað við það að senda lið á vettvang.
  • Holland er auðvitað lýðræðisríki, stjórnvöld því undir þrístingi almanna álits, undir þrístingi fyrir tilstuðlan þess ógnarástands, sem var skollið á í Bosníu. Þá sendu hollensk stjv. fámennar liðssveitir illa búnar vopnum á vettvang - - og tóku að sér að vernda líf og limi tug þúsunda Bosníu Múslima.

En vegna fámennis - lélegs búnaðar, voru þær sveitir ekki í reynd - vandanum vaxnar.
----------------------------------

  1. "9 July 1995: The Bosnian Serbs stepped up their shelling and thousands of refugees fled to the town from southern camps ahead of advancing Serbs, who attacked Dutch observation posts, taking about 30 soldiers hostage.
  2. "11 July 1995: ...By midday, more than 20,000 refugees - mostly women, children and the infirm - fled to the main Dutch base at Potocari." - "At 1430, two Dutch F-16 fighters dropped two bombs on Serb positions surrounding Srebrenica. The Serbs responded with a threat to kill their Dutch hostages and shell refugees, causing the suspension of further strikes."
  3. "13 July 1995:...Peacekeepers handed over about 5,000 Muslims who had been sheltering at the Dutch base at Potocari. In return, the Bosnian Serbs released 14 Dutch peacekeepers who had been held at the Nova Kasaba base."

----------------------------------

Ég get því skilið, af hverju "bosnísku konurnar" eru ekki ánægðar með dóminn - en fjöldamorð Serba beindust eingöngu að "karlmönnum" á þeim aldri, að þeir gátu barist.

Hollendingarnir afhentu - án bardaga - 5000 karlmenn. Ekki bara 300. Og allir þeir 5000 voru myrtir í köldu blóði, í fullkomnu miskunnarleysi.

Sennilega hafa hollenskir fjölmiðlar, verið fullir af fréttum og angist út af þeim tiltölulega fáu hollendingum, sem höfðu verið teknir til fanga af her Bosniu-Serba.

Stjórnvöld Hollands verið með allt niður um sig, eftir að hafa tekið að sér - að vernda mikinn fjölda manns. Án þess að senda lið á vettvang, sem raunverulega var fært um það hlutverk.

  • Það virðist liggja í loftinu, að ákveðið hafi verið "að vernda líf og limi hollensku friðargæsluliðanna."
  • Á hinn bóginn, efa ég að sú hugsanlega ákvörðun hollenskra stjv. að láta friðargæslulið sitt, berjast til síðasta manns.
  • Hefði breitt útkomunni.
  • Klúðrið hafi verið, að taka að sér verkefni, þ.e. friðargæslu - - þegar menn voru ekki tilbúnir til þess, að veita í það verkefni þeim kröftum, sem til þurfti.

Það er því alveg réttmætt, að dæma hollensk stjv. sek - mistökin hafi verið þeirra. Þó mistökin hafi fremur falist í því, að senda of fámennar liðssveitir og vanbúnar til alvöru átaka.

 

Hvernig gæti her SÞ litið út í grófum dráttum?

Ég held að ráðlegast væri að fara að fordæmi t.d. frönsku útlendinga hersveitanna í Afríku, eða fordæmi bresku "Gúrka" hersveitanna.

  1. Það er að ráða málaliða til þess að gegna friðargæslu.
  2. Þeir þurfa þá að vera, varanlegur her - svo að það gefist tími til að þjálfa þá að nægilegu marki, og að sjálfsögðu að vera "fullbúinn her."
  3. Í stað þess að "stjórnvöld einstakra aðildarríkja skaffi hermenn" þá veiti þau SÞ rétt til þess - að ráða "frjálsa einstaklinga" innan meðlimaríkja, í sína þjónustu. SÞ verði þá með ráðningastofur í aðildarríkjum SÞ. Aðildarríkin, skaffi fjármagn til reksturs "hers Sþ."
  4. Einstök aðildarríki, skaffa herstöðvar sem her SÞ hefur til afnota, og nýtir til: þjálfunar liðs, sem íverustaði fyrir lið -milli verkefna- , til að varðveita vopnabirgðir og tól, o.s.frv.

Hugsunin er þá sú - - að aðildarríki verði frekar til í að beita "málaliðaher" heldur en hersveitum sem hvert og eitt ríki skaffar. Með þessu er "ábyrgðinni dreift" og herinn verður að "almennri eign" allra ríkjanna, í stað þess að vera pólitísk "pet project" í tilvikum.

  • Eðli sínu skv. mun ekki vera unnt að beita slíkum her - nema með samþykki "Öryggisráðs SÞ."
  • Þannig að slíkum her, verður aldrei beitt - gegn hagsmunum einhverra af ríkjunum 5 sem hafa neitunarvald innan Öryggisráðsins.
  • Á hinn bóginn, verða víða um heim skærur og stríð, t.d. borgarastríð, sem aðildarríki munu geta náð sátt um, að beita sér gagnvart.

Þá gætu þau haft slíkan her, til að taka að sér - að vernda almenna borgara, tryggja dreifingu hjálpargagna, vernda dreifingu hjálpargagna, o.s.frv.

Eitt í þessu, að slíkur málaliðaher hefði mun meiri "trúverðugleika" því að með því að dreifa ábyrgðinni, gera hana þá "minna sýnilega gagnvart fjölmiðlum og almennum borgurum" ætti að vera minni hætta á andstöðu innan einstakra aðildarríkja, við beitingu slíks her - vegna ótta við mannfall eigin fólks.

Það eitt að "warlordar" hér og þar, trúi því að vilji sé til að beita hernum, að ótti við mannfall muni ekki hindra beitingu hans - - mun gera slíka aðila. Mun líklegri en ella, til að láta undan fyrir hótunina um beitingu þess liðsafla eina sér.

 

Niðurstaða

Ég hef verið um nokkra hríð þeirrar skoðunar. Að besta lausnin til að leysa öll þau fjölmörgu vandamál sem fylgja rekstri friðargæslusveita SÞ. Væri að stofna her SÞ. Sem væri málaliðaher.

En auk vandamála sem ég hef nefnt. Má einnig nefna, vandamál tengd spillingu. Þegar t.d. herir fátækari landa t.d. Nígeríu, hafa tekið þátt í fjölmennum friðargæslu verkefnum.

Her SÞ gæti aftur á móti, haft algerlega "samræmdar starfsreglur" og innan hans "ætti að vera mun auðveldara" að beita sér gegn spillingu - en þegar um er að ræða liðsmenn sveita sem eru alfarið í eigu tiltekins aðildarríkis. Þá er einungis unnt að "kvarta við viðkomandi aðildarríki" og vonast til að það beiti sér gegn viðkomandi einstakling. Það þíðir að sjálfsögðu einnig, að "agavandamál" verða einnig mun auðveldari viðfangs, þegar allt er undir einni stjórn.

-----------------------------------

Svo getur einnig vel verið, að ef SÞ hefur eigin her - - þá dragi úr hneigð sumra aðildarríkja, að ástunda herfarir hér og þar.

 

Kv.


Bloggfærslur 17. júlí 2014

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband